This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Sigurgeirsson 19 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Jæja, nú eru þeir lagðir af stað í Dreka. Það eru tveir hópar á leiðinni, annar fór af stað kl.17 og hinn kl.19. Í fyrri hóp voru 7 bílar (að mér skilst) en einn hefur snúið tilbaka sökum þungs færis. Þessi hópur er kominn u.þ.b. 15 km upp fyrir Hrossaborg og gengur hægt en einn 44″ bíll hefur affelgað þar. Seinni hópurinn var enn á þjóðvegi 1 austan Námaskarðs. Í honum eru 5 bílar og þar með talinn Björgunarmaður ársins 2005 (Benni Akureyringur fyrir þá sem sátu heima á árshátíð) en hann gleymdi nú samt húfunni góðu heima! Ég sagði honum að hann ætti að geyma hana í bílnum svo hægt væri að grípa til hennar þegar þyrfti…afsakið… EF þyrfti.
Svona var útlitið upp úr kl.21.
kv. Alma
You must be logged in to reply to this topic.