Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dynex á spilið
This topic contains 13 replies, has 10 voices, and was last updated by Birkir Jónsson 11 years ago.
-
CreatorTopic
-
25.09.2013 at 12:16 #226598
Hvar er best að kaupa Dynex tóg á spilið? Hvort á maður að taka 5/16″ eða 3/8″ þykkt?
Er einhver sem veit hvað best er i þessu máli? -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.09.2013 at 14:50 #379083
Þegar ég skoðaði þetta fyrir um 2 árum var mun ódýrara að versla þetta af Ísfelli en Hampiðjunni, tógið heitir þá að vísu Dyneema en ekki Dynex en er í raun sami hluturinn, nauðsterkt m.v. sverleika og flýtur á vatni.
Varðandi sverleikann þá myndi ég láta það ráða hve öflugt spilið er. Það er auðvitað ekki í lagi að spilið geti einfaldlega slitið tógið en um leið er óþarfi að vera með tóg sem er langtum öflugra en geta spilsins.
Freyr
26.09.2013 at 10:22 #379084Daginn
Í framhaldi af þessu:
Þar sem komið er að því að endurnýja spilvír hjá mér langar mig að forvitnast um kosti og galla á dynextógi miðað við vírinn. Getið þið upplýst það?Kveðja
Haukur
27.09.2013 at 11:19 #379085Takk fyrir það, ég ætla að athuga verðið hjá Ísfelli.
Ég er að spá í að setja Dynex á spilið hjá mér til að létta bílinn og svo er Dynexið meðfærilegra en stálvírinn. Vírinn gæti verið til sölu ef einhver hefur áhuga. 125 fet ónotaður.
27.09.2013 at 16:58 #379086Það eru gallar á Dynema/dynex tógi.
1. engin teygja sem er aftur á móti talsverð í vír
2. á það til að festast inn á spilinu, þe grafa sig inn í innri vöfin við átök og getur verið bax að losa. Minni hætta á þessu með vír þó hún sé til staðar
3. Það er ekki auðvelt að meta hvenær dynexið er orðið ónýtt sem er auðvelt með vír þar sem hann verður einfaldlega lúsugur eða með þvi að mæla sverleikan.
4. verðkostir
1. léttleiki, þó á hann ekki við í bleytu, efnið drekkur í sig
2. ekki hætta á handarmeiðslum ein og á vír sem er að byrja að verða lúsugur.
3. flýturNiðurstaðan mín varð eftir að hafa metið ofangreint:
Vír á spilinu .
27.09.2013 at 18:03 #379087@einartandri wrote:
Það eru gallar á Dynema/dynex tógi.
1. engin teygja sem er aftur á móti talsverð í vír
2. á það til að festast inn á spilinu, þe grafa sig inn í innri vöfin við átök og getur verið bax að losa. Minni hætta á þessu með vír þó hún sé til staðar
3. Það er ekki auðvelt að meta hvenær dynexið er orðið ónýtt sem er auðvelt með vír þar sem hann verður einfaldlega lúsugur eða með þvi að mæla sverleikan.
4. verðkostir
1. léttleiki, þó á hann ekki við í bleytu, efnið drekkur í sig
2. ekki hætta á handarmeiðslum ein og á vír sem er að byrja að verða lúsugur.
3. flýturNiðurstaðan mín varð eftir að hafa metið ofangreint:
Vír á spilinu .Þegar að spilvinnu kemur er einmitt fyrir mína parta galli að vírinn teygist, hefur betri stjórn við viðkvæmar aðstæður með dynex, t.d. þegar bíll er spilaður úr sprungu. Eins varðandi það að klemmast, dynexið getur jú klemmst fast en það skemmist ekkert við það öfugt við stálvírinn sem getur marist við það sem rýrir styrkinn.
29.09.2013 at 13:16 #379088Oooog það sem mestu máli skiptir. Ef þú slítur Dinexið þá dettur það bara dautt niður en skýst ekki í hausinn á þér. Sú hætta er aftur á móti raunveruleg ef þú ert með vír.
30.09.2013 at 11:23 #379089hef verið að nota dinex til að draga með því og ég gett nú ekki betur séð enn það teygist eitthvað
01.10.2013 at 14:13 #379090@s.f wrote:
hef verið að nota dinex til að draga með því og ég gett nú ekki betur séð enn það teygist eitthvað
Í bæklingi frá Hampiðjunni má finna, að teygjan í Dynex sé 3,5%.
02.10.2013 at 18:45 #379091Dynex er ekki bara Dynex. Kápuklætt Dynex festist ekki (nánast ekki) inn á milli á spilinu, en ef það gerist þá er auðveldara að losa það en vír. Venjulegt ókápuklætt Dynex festist hinsvegar stundum innri vöfin eru ekki nógu strekkt. Ræða við t.d. Hampiðjuna til að fá verð í kápuklætt Dynex.
03.10.2013 at 14:58 #379092Hampiðjan er með Dynexið kápuklætt í þeim tilgangi að það klemmist síður inn á milli í spilinu.
Í því er tógið 5/16″ (8mm) sem átakið er á en eitthvað sverara í heildina. Sennilega er það nægjanlega sterkt með slitþol upp á yfir 5 tonn.
90 fet kosta um 37.000 hjá þeim.
En hvernig er það ef það er teygja upp á 3,5% í Dynex hversu mikil gæti hún verið í vírnum. Veit það einhver?
Allavega er Dynex þannig að ef það slitnar þá dettur það niður dautt sem er mikill kostur.
04.10.2013 at 00:39 #379093Ég skoðaði þetta vel á sínum tíma, Isfell var líka með þetta kápuklætt, tók venjulegt Dynex og þræl ánægður með það, henti vírnum.
09.10.2013 at 12:31 #379094Endaði á því að kaupa tóg frá Ísfelli sem er 8mm en með kápunni þá er það 12 mm að þykkt.
Svo er bara að koma því á og bíða eftir snjónum.
04.11.2013 at 15:48 #436828Endaði á því að kaupa tóg frá Ísfelli sem er 8mm en með kápunni þá er það 12 mm að þykkt.
Svo er bara að koma því á og bíða eftir snjónum.Það eru komnir skaflar.. maður er búinn að heyra af föstum toyotym ….
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.