This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Árnason 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
11.10.2003 at 21:03 #192991
AnonymousÞekkir einhver til skálans Dverghamars, sem staðsettur er í Ólafsskarðshnjúkum? Staðsetning ca. 64.01.371 – 21.32.557. Maður ekur sem leið liggur í Jósepsdal en beygir svo til vinstri og ekur upp brattan sneiðing og kemur þá að skálanum uppi á hnjúknum. Útsýni er til Lambahrauns og víðar. Fyrir neðan hnjúkinn, í Jósepsdal, eru leifar gamla skálans, sem þar var í mörg ár (64.01.530 – 21.32.957).
Skálinn er í nokkurri niðurníðslu, en þó lokaður, vatns og vindheldur. Það er eins og að meiningin hafi verið að gera han upp því þar eru panelborð sem greinilega hefur átt að setja upp. Þetta er A-skáli. Ég kom þarna fyrir tveimur árum og það var allt eins umhorfs og um daginn þegar ég kom þar síðast, panelborðin á sínum stað og svo framvegis.
Það væri eiginlega synd að láta skálann verða veðuröflunum að bráð.
bv
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
11.10.2003 at 21:08 #477748
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hvernig birtið þið myndir hér á þræðinum???
bv
12.10.2003 at 01:33 #477750Sæll
Ég hef rekist á þennan skála og held að einhvert skátafélag í Reykjavík eigi hann eða hafi átta hann.
Ég kom þarna fyrir 11 árum og aftur fyrir 2árum og það hafði orðið eitthvað lítil breyting á því tímabili.Kveðja O.Ö.
14.10.2003 at 20:57 #477752
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir.
Það kemur mér satt best að segja á óvart að frétta af skála þarna. Hann hlýtur þá a.m.k. að dingla í lausu lofti eða verið byggður á súlum. Ef mig rekur rétt minni til þá eru Ólafsskarðshnjúkarnir snarbrattir á móti austri og vestri. Á rölti mínu um þessa hnúka hef ég aldrei hnotið um skála á þessum stað og hef nú bæði verið þarna í hvell björtu og svarta þoku ;-}. En að öllu gamni slepptu þá er eini skálinn sem ég veit um á þessu svæði skáli sem ég hef alla tíð þekkt undir nafninu Skæruliðaskálinn. Er hann rétt norðan við Ólafsskarð þegar maður gengur upp úr því. Þessi skátaskáli var í eigu einhvers skátafélags í Kópavogi ef ég man rétt. Ég sá einhverntímann e-ð blað hangandi inni í skálanum með skálareglum og einhverjum fleiri upplýsingum þar á meðal nafni e-s sem fóstraði skálann. Hann er því miður mjög illa farinn. Best er að komast úr skálanum með því að ganga upp Ólafsskarðið eða fara inn með Blákolli eftir vegslóða.
Skálinn niðri í Jósepsdal er gamall skíðaskáli Ármenninga sem lagðist af eða brann á sjöunda áratug síðustu aldar.
Fyrir sunnan Jósepsdal, uppi í Bláfjöllunum, var skáli sem var kallaður Himnaríki, var þá farið alveg inn Jósepsdalinn og gengið upp s.k. Hafragil (Gullna hliðið). Það voru að mig minni e-r skíðaáhugamenn sem byggðu hann á sínum tíma. Þessi skáli er nú rústir einar.
Þriðji skálinn sem ég veit um á þessu svæði var braggalaga og bar staðsetur handan Draugahlíða, fyrir ofan brekkuna við litlu Kaffistofuna, sunnan við vegin og þar inni í dalverpi. Það var e-r ungliðahreyfing vinstrisinnaðs ónefnds stjórnmálaafls sem átti hann.Ég held að ég fari að mestu rétt með þessa upptalningu en ef e-r veit betur, þá eru leiðréttingar vel þegnar.
Kv.
B.
14.10.2003 at 21:54 #477754Sælir
Skálinn sem þú kallar skæruliðaskálann er skálinn sem ég er með í huga.
Ég er samt ekki frá því að ég hafi séð hinn skálann sem Bolli talar um.
Það er allavegana komið ágætis tilefni fyrir næsta göngubíltúr, að gá hvort maður finni hann.Kveðja O.Ö.
14.10.2003 at 22:34 #477756
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég skal alveg viðurkenna að ég er ekki mjög fjallafróður m.t.t. nákvæmra staðhátta. En ég held samt að ég hafi farið rétt með í þessu tilfelli. Vil þó ekki fullyrða um það.
En flækjum ekki málið strákar og verum ekki með neina stæla!: Skálinn er á sínum stað, vel og trauastlega byggður, og mér finnst hreinasta synd að hann skuli vera látinn drabbast niður. Einhvern grunaði að hann væri skátaskáli en svo virðist ekki vera sbr. [url=http://www.skatar.is/bis/listar/skalar/index.html:149nsic7]hér[/url:149nsic7].
Mér finnst að við ættum að komast að eignarhaldi hans og fá umsjón með honum. t.d. með landsbyggðardeildir í huga. Ég hef að vísu enga hugmynd um hvort áhugi er á því!!! Hvað um það – ef það skyldi vetra aftur á suðurlandi þá vildi ég dvelja þarna yfir helgi með spúsu minni!
bv
14.10.2003 at 23:21 #477758
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef ekki komið í þennan skála (A-hús) síðan ca.1990 en þessi skáli er ónemmdur eftir því sem ég best veit. Enn hann er þar sem frummæladinn segir hann vera. Skjæruliðaskálin er við Ólafsskarðið og er hann mjög illa farin (ónýtur) a.m.k. var hann það fyrir um tveimur árum þegar ég kom þar síðast. Þessi skáli var í eigu í eigu Skf. Skjöldunga og einhvers einkaaðila fyrir um 10 árum en ég veit ekki hver á hann núna.
14.10.2003 at 23:50 #477760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Meira bullið í ykkur strákar, skálinn er þarna og ekki orð um það meir. Hann er ekki ónýtur – ekki enn- en ég vildi gjarnan taka þátt í að gera hann upp. Sennilega hefur engin sunnlensk prumphæna áhuga á því enda of nálægt rúmminu. bv
14.10.2003 at 23:52 #477762
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Rúminu!
15.10.2003 at 00:18 #477764Um Lyklafell fjallar þekkt þjóðsaga. Hún er um Ólaf nokkurn bryta í Skálholti. Upp úr sauð milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.
Þetta má lesa á netinu á nokkrum heimasíðum en ég tók þetta af hestar847.is
Það eru mörg ár síðan ég kom seinast í skálann og eftir það spurðist ég fyrir um hver ætti hann og fékk þau svör að þetta væri "fyrverandi" skátaskáli.
Hlynur
15.10.2003 at 00:40 #477766Getur það verið að það sé annar skáli þarna rétt hjá í Sauðadalahnúkum, sunnan í nyðri hnjúknum. Ef það er rétt er bara ca einn km á milli þessara skála. Ég stend fastur á því með Bolla að það sé skáli í Ólafsskarðinu, en núna liggur við að maður verði að "skreppa" og skoða svæðið fyrir háttinn…
Hlynur
15.10.2003 at 01:34 #477768Sælir
Þessi skáli var byggður af Jöklarannsóknafélaginu fyir löngu síðan (man ekki hvenær), en þeir gáfu svo skátunum slálann fyrir 15-20 árum að ég held, undir æfingar. Þeir hvorki notuðu hann né héldu honum ekkert við og því er hann svona niðurníddur.
kv
Hvati
15.10.2003 at 08:33 #477770
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Góðan dag.
Það munar ekki um það. Skálaumræður halda fyrir mönnum vöku fram á nótt. Gaman að því. 😉
Eini skálinn í Ólafsskarði er Skæruliðaskálinn. Ekki orð um það meir.
Hvar skálinn dularfulli verða aðrir að segja til um. Tilgátan sem hlynur varpar fram er ekki ósennileg, að þar leynist skáli í skvompu, milli hnjúkann og Blákolls. Það liggur jú e-r vegslóði utaní Sauðadalahnjúkunum að norðan. Farið inn á hann fyrir neðan skarðið upp í Jósepsdal.
Ég skora á þá sem hafa enga eirð í sínum beinum að hefja leit með myndavél í hönd og festa hulduskálann á stafrænt form. Gaman væri ef þeir deildu svo uppgötvun sinni með skálaáhugamönnum.
15.10.2003 at 09:24 #477772Þessi skáli hlýtur að heita Dverghamar því það er fyrrum flott skilti á honum sem að stendur DVERHAMAR.
Ef maður horfir frá kaffistofunni í átt að Jósepsdal þá sér maður brattan slóða utan í hnjúknum vinstra meginn, þegar maður kemur upp þar þá er þar þessi umtalaði skáli nokkrum metrum vestar. Ég var næstum búin að keyra á hann þegar ég kom upp brekkuna (það var þoka).
Það má geta þess að þessi skáli sést frá aðalveginum ef maður er að keyra frá Hamragils aflegeranum og í átt að Þrengsla aflegera þá ber skálinn við himinn í smá tíma.Kv.
Bronco
15.10.2003 at 21:35 #477774
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Mer finnst rétt að blanda mér í þessa umræðu, enda málið mér að nokkru leiti skylt.
Gamli "Skæruliðaskálinn" stendur ofan Ólafsskarðs, millistór, með kjallara(hesthúsi,útigeymslu) og er akfært að honum um slóða, sem er nokkru fyrir ofan Draugahlíðarbrekku, og var sá skáli byggður af svokölluðum Skæruliðum, sem voru klofningshópur úr Skíðadeild Ármanns, en Ármenningar áttu einmitt skála fyrir neðan Ólafsskarð, reisulegt hús með steyptum kjallara, en ekkert stendur eftir af honum, nema kjallarinn. Skæruliðaskálinn var síðan, eins og komið hefur fram í skiptri eignaraðild, milli skátafélags í Reykjavík annars vegar, og einkaaðila hinsvegar.(Sem ég gef ekki upp hver er)
Síðan eftir nokkur ár gáfumst við skátarnir upp á því að koma að brennivínsglerjum og almennt slæmri aðkomu, og þá hættum við að halda skálanum við, sem við höfðum þó reynt af veikum fjárhagslegum ástæðum.
Nokkrir aðilar í skátafélaginu, sem höfðu verið einna ötullastir við viðhald Skæruliðaskálans, fengu í síðan skálann "Dverghamar", (sem er þessi A-skáli, og stendur nokkru norð-vestar), sem einhverskonar Útilífsklúbbur í MS, Menntaskólanum við Sund. Þessi hópur, menntskælingar úr MS gerðu upp Dverghamar, sem þá hélt hvorki vatni né vindi, og komu honum í "íveruhæft" ástand. Eftir að námsárunum lauk, hættu flestir afskiptum af skálanum, og hefur hann því verið í niðurníðslu síðustu 15-20 ár. Ef einhvern vantar frekari upplýsingar um eignaraðila á þessum skálum, þá skal ég glaður gefa það upp, þó ekki hér á síðunni.Tilvonandi félagsmaður í 4X4.
pilko@isl.is
15.10.2003 at 22:45 #477776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Nú veit ég ekki hvort ég sé að skilja það rétt sem menn eru að segja hér, en eru menn að tala um þrjá skála?
Tveir eru merktir á 1:50.000 kortin (staðfræðikortin) sem menn hafa í NavTrekinum. Það er þessi sem er uppi í Ólafsskarðinu sem mér skilst á pilko að sé Skæruliðaskálinn, staðsetning ca 64 01.521 N og 21 32.968 W. Annar er svo u.þ.b. 1,5 km norðvestar, staðsetning væntanlega 64 01.799 N og 21 31.500 W miðað við að hann sé við endan á slóðanum sem liggur austan við Sauðadalshnjúka (virðist vera skáli á kortinu). Þetta væri þá Dverghamar þeirra MSinga. Þriðji skálinn væri svo miðað við hnitin hans Bolla um 1 km sunnar niðri í dalnum.
Kv – Skúli
15.10.2003 at 23:14 #477778Nú er ég kannski kominn á hálan ís, en ég held að sá sem er merktur á kortið sé gamli Ármannsskálinn sem pilko talar um.
Ef ég man rétt (ég labbaði að skæruliðaskálanum fyrir ca. 17 árum á útivistardegi Menntaskólans í Sund, í dagsferð á Vífilsfell með Ara Trausta) þá er skæruliðaskálinn sunnan við Ólafsskarðið, ca. 64 01.410 N og 21 32.125 W.
Dverghamar hef ég hins vegar aldrei séð og veit ekki um.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.