This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Jæja, nú er verið að fjalla um breyttu jeppana í DV í dag. Eins og jafnan í þeim ágæta miðli er fyrirsögnin skrautleg: ?Breyttir sídrifsjeppar eru slysagildrur?. En svo er svolítið athylisvert að skoða tölurnar sem þarna koma fram skv. nýrri tölfræðiúttekt Umferðastofu. Það sem þeir eru að skoða er fjöldi slysa á 100 milljón ekna kílómetra og greint á milli 4×4 jeppa sem skv. skilgreiningu er með aftengjanlegt framdrif og svo þeirra sem eru með sídrifsbúnað. Útkoman er sú skv. fréttinni að:
Óbreyttir 4×4 jeppar 35 slys
Breyttir 4×4 jeppar 35 slys
Óbreyttir sídrifsjeppar 29 slys
Breyttir sídrifsjeppar 37 slysÉg verða að játa að ég get ómögulega lesið það úr þessum tölum að breyttir sídrifsjeppar séu slysagildrur frekar en ökutæki almennt. Bílar og umferð eru auðvitað almennt hættulegt fyrirbærir og tekur alltof mörg mannslíf árlega og veldur alltof miklum skaða, en ég get ekki túlkað þessar tölur þannig að breyttir jeppar séu hættulegri en aðrir. Að vísu eru breyttir sídrifsjeppar með aðeins hærri tölu en breyttir eða óbreyttir 4×4 jeppar en mér finnst líklegt að sá munur sé ekki tölfræðilega marktækur og geti auðveldlega stýrst af tilviljunum. Hins vegar eru óbreyttir sídrifsjeppar með töluvert lægri tölu og eru því skv. þessu sérstaklega örugg farartæki. Sem kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þeir eru stöðugri á vegi en aðrir bílar. En ef menn ætla að lesa út úr þessu að breyttir jeppar séu slysagildrur er hugmyndaflugið farið aðeins fram úr staðreyndunum sem tölurnar segja. Allavega ef ég er að lesa þessar tölur rétt úr fréttinni í DV
Annað sem er athyglisvert í þessari frétt er að þar er haft eftir Sigurði Helgasyni hjá Umferðaráði að aðeins viðurkennd verkstæði hafi leyfi til að breyta jeppum. Ég kýs nú að trúa því að DV hafi þarna rangt eftir Sigurði og hann sjálfur viti betur.
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.