FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Dularfullt vesen!!!

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dularfullt vesen!!!

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 19.03.2004 at 19:43 #194024
    Profile photo of
    Anonymous

    Sælir félagar!

    Nú er ég í smá veseni. Þannig er mál með vexti að vinur minn er á Hilux x-cab ’91 v6 3000. Við ætluðum að fara og tengja geislaspilara í bílinn, en það gekk ekki. Málið var að við fundum ekki straumsnúruna frá geyminum og allar þær snúrur sem við fundum voru straumlausar. Okkur datt auðvitað það augljósa í hug að öryggi væri farið þar sem klukkan í bílnum og ljósið inn í hinum voru dottin út. Við skoðum öll öryggi (bílinn er með tvöfalt rafkerfi) en allt kom fyrir ekki. Öll öryggi í lagi nema eitt sem er bráðnað í og er þar að auki fyrir afturljósin.
    Við gefumst loks upp á þessu rugli og eigandinn sættir sig við að borga bara verkstæði fyrir að tengja spilarann almennilega.
    Við ætlum því að keyra af stað en bílinn fer ekki í gang!

    Málið er að hann startar og allt en fer bara ekki í gang, svona eins og hann væri bensínlaus.
    Dettur ykkur eitthvað í hug hvað málið gæti verið?

    Með fyrirfram þökkum,
    -equis

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 19.03.2004 at 20:30 #492302
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hefurðu athugað hvort jarðtengingin frá mínuspól á geyminum sé örugglega tengd alla leið í bílgrindina ?
    Það liggur væntanlega sver kapall frá mínuspól geymisins niður í vélarblokkina og svo einhvers staðar fléttaður vír áfram úr vélarblokk í í grindina. Ég myndi skoða tengingar á honum vel.

    Wolf





    19.03.2004 at 20:30 #499571
    Profile photo of Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Ágúst Úlfar Sigurðsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 653

    Hefurðu athugað hvort jarðtengingin frá mínuspól á geyminum sé örugglega tengd alla leið í bílgrindina ?
    Það liggur væntanlega sver kapall frá mínuspól geymisins niður í vélarblokkina og svo einhvers staðar fléttaður vír áfram úr vélarblokk í í grindina. Ég myndi skoða tengingar á honum vel.

    Wolf





    19.03.2004 at 20:42 #492306
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll

    Það er smá kúnst að tengja geislaspilara í bíl ef ekki eru fyrir hraðtengi í bílnum og hægt að smella saman með millistykki. Ef þig vantar fasta pólinn á spilarann þá er lang einfaldast að leggja smekklega 2.5mm2 vír frá geymi og jafnvel bæta við jarðvír í sama sverleika. Þá ertu búinn að koma í veg fyrir að spennan falli á tækið þegar reynir mest á það.

    Þegar þú finnur hinsvegar +inn frá sviss er mikilvægt að fikta í öllum ljósabúnaði bílsins, dagljósum, mælaborðljósum o.s.frv. Það er algeng villa að tengja pólinn inn á dagljósabúnaðinn og eyðileggja spilarann.

    Þetta með mótorinn er flóknara en engu líkara en það vanti eitthvað inn á innspýtinguna eða kveikjuna. Nú þekki ég ekki þennann bíl en innspýtingatölvur geta verið leiðinlega viðkvæmar og teygja anga sína víða. Það getur líka leynst bilanagreinir í bílnum hjá þér sem sýna kóða fyrir ákveðna hluti.

    Kv Isan





    19.03.2004 at 20:42 #499575
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll

    Það er smá kúnst að tengja geislaspilara í bíl ef ekki eru fyrir hraðtengi í bílnum og hægt að smella saman með millistykki. Ef þig vantar fasta pólinn á spilarann þá er lang einfaldast að leggja smekklega 2.5mm2 vír frá geymi og jafnvel bæta við jarðvír í sama sverleika. Þá ertu búinn að koma í veg fyrir að spennan falli á tækið þegar reynir mest á það.

    Þegar þú finnur hinsvegar +inn frá sviss er mikilvægt að fikta í öllum ljósabúnaði bílsins, dagljósum, mælaborðljósum o.s.frv. Það er algeng villa að tengja pólinn inn á dagljósabúnaðinn og eyðileggja spilarann.

    Þetta með mótorinn er flóknara en engu líkara en það vanti eitthvað inn á innspýtinguna eða kveikjuna. Nú þekki ég ekki þennann bíl en innspýtingatölvur geta verið leiðinlega viðkvæmar og teygja anga sína víða. Það getur líka leynst bilanagreinir í bílnum hjá þér sem sýna kóða fyrir ákveðna hluti.

    Kv Isan





    19.03.2004 at 21:59 #492309
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Einn möguleikinn enn er að ef þetta er vél með electróniskri kveikju þá tekur það hana 5 mínútur að búta upp eftir straumleysi. Þannig í fyrsta skipti er að setja straum á, svissa á og vera spakur í góðan tíma áður en startað er.

    l.





    19.03.2004 at 21:59 #499579
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Einn möguleikinn enn er að ef þetta er vél með electróniskri kveikju þá tekur það hana 5 mínútur að búta upp eftir straumleysi. Þannig í fyrsta skipti er að setja straum á, svissa á og vera spakur í góðan tíma áður en startað er.

    l.





    19.03.2004 at 22:38 #492314
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Öryggið fyrir inniljósið, fasta strauminn að útvarpinu, klukkuna o.fl. er í öryggahúsinu í húddinu. Mig minnir að það heiti "dome".

    Vonandið kíktuð þið ekki bara á öryggin undir mælaborðinu bílstjóramegin.

    Að auki eru öryggi fyrir miðstöðina o.fl. bakvið hanskahólfið.

    Kv. Haffi





    19.03.2004 at 22:38 #499582
    Profile photo of Hafliði Jónsson
    Hafliði Jónsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 410

    Öryggið fyrir inniljósið, fasta strauminn að útvarpinu, klukkuna o.fl. er í öryggahúsinu í húddinu. Mig minnir að það heiti "dome".

    Vonandið kíktuð þið ekki bara á öryggin undir mælaborðinu bílstjóramegin.

    Að auki eru öryggi fyrir miðstöðina o.fl. bakvið hanskahólfið.

    Kv. Haffi





    20.03.2004 at 00:27 #492319
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    "þá tekur það hana 5 mínútur að búta upp eftir straumleysi"

    Þetta er ekki Sovéska geimskipið Spútnik er það ? Er þetta bara ekki Toyota ?





    20.03.2004 at 00:27 #499584
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    "þá tekur það hana 5 mínútur að búta upp eftir straumleysi"

    Þetta er ekki Sovéska geimskipið Spútnik er það ? Er þetta bara ekki Toyota ?





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.