This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Jón Ingi Ólafsson 17 years ago.
-
Topic
-
Jæja félagar, var að spá hvort það væru einhverjir innan f4x4 sem væru til í að taka þátt í smá bulli eins og konan kallar það. Þannig er mál með vexti að ég er svo seinþroska (líka eins og konan segir) að ég get ekki hætt að leika mér og ætla að finna mér ódýrann jeppa (cyrka 15000 kall) helst með 6 eða 8 cylendrum nú eða bara gamla súkku og draga eða keyra þetta útfyrir borgarmörkin um helgar og leika mér á þessu í drullupollum og brekkum. Torfæran er eithvað sem maður getur ekki tekið þátt í vegna fjárskorts en samt er hægt að gera margt í líkingu við það með ódýrum druslu jeppum sem fljótlegt er að skuttla búri í og halda svona skemmti keppnir á milli manna í torfæruakstri og aksturshæfni nú eða bara standa druslurnar upp og niður hitt og þetta. Tek það fram að ekkert aldurstakmark er í þetta (enginn of gamall) en bílpróf verður að vera til staðar bíst ég við. Muniði bara það að maður verður ekki gamall fyrr en maður hættir að leika sér:)
You must be logged in to reply to this topic.