This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 16 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Þannig er að ég keypti mér Patrol 93 fyrir einu og hálfu ári síðan og hef keyrt hann ca 12þús km síðan, ástæðan fyrir að ég valdi þennan en ekki einhvern annan var td að það var verið að setja nýtt hedd á hann þegar ég var að falast eftir honum. Ég vildi fá að kaupa hann áður en hann var settur saman og setja saman sjálfur en það var ekki hægt, fyrri eigandi vildi láta klára dæmið fyrir sig því frændi hans var að gera við bílinn. Ok einu og hálfu ári og 12000km síðan fer að leka hjá mér heddpakning, ég læt rífa heddið af og kemur þá í ljós tveir tæringarpollar í blokkinni annar alveg í kringum einn vatnsganginn og þar hafði verið sett kítti( ekki mjög fagmannlegt) hinn tæringarpollurinn var u.þ.b 20mm í þvermál við aftasta stimpilinn en þar var ekki byrjað að leka (ennþá). Ég talaði við fyrri eiganda og hann kannaðist ekki við neitt. Talaði þá við frænda hans sem setti heddið á og sagði hann mér að það hefðu verið á tveimur stöðum tædingarpollar en svo litlir að það skipti ekki máli (samt sá hann ástæðu til að setja kítti í einn.) Þá talaði ég við verkstæðið sem reif hjá mér og þeir sögðu fráleitt að þessri pollar hefðu stækkað svona á þessum tíma og keyrslu hjá mér. Fyrri eigandi og frændi hans vilja ekkert gera fyrir mig í þessu og veit ég ekki hvort maður hefur einhvern rétt vegna leyndra galla þegar svona er. Frændinn rekur bílaverkstæði (í hæsta gæðaflokki eða þannig). Hvað finnst ykkur að ég geti gert? látið gott heita með 300 þús króna reikning eða senda bara handrukkara á þá.
kveðja
Hjörtur Óli
You must be logged in to reply to this topic.