This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingimundur Bjarnason 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir höðingjar og heiðursmenn. Litli krúserinn (2,4 dísel túrbó) er að plaga mig með gangtruflanir. Hann missir snúning eins og hann fái ekki næga díselolíu. Um helgina drap hann á sér á vesta stað sem hugsast getur…í miðjum Hvalfjarðargöngunum. Hann rauk í gang 2 mínútum seinna og komst með herkjum upp. Ég tappaði af hráolíusíunni og þvílíka drullu hef ég sjaldan séð. Ég skipti um síu en nú er þetta vesen byrjað aftur í honum. Ég held að tankurinn sé fullur af skít, vatni og drullu og held að gott væri að hreinsa hann og húða að innan. Ég las hérna á vefnum að Grettir væri hættur að húða tanka að innan, er einhver annar sem gerir svona lagað núna eða verð ég að fá mér nýjan tank?
Kveðja
Arnþór
You must be logged in to reply to this topic.