FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Drög að nýjum Náttúruverndarlögum

by Jón G Snæland

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Drög að nýjum Náttúruverndarlögum

This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 Hafliði Sigtryggur Magnússon R-3833 12 years, 8 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 03.09.2012 at 17:58 #224267
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant

    http://www.umhverfisraduneyti.is/frettir/nr/2193
    Vildi vekja athygli félagsmanna á því að Umhverfisráðuneytið hefur sent frá sér drög að nýjum Náttúruverndarlögum.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 03.09.2012 at 18:13 #757305
    Profile photo of Jón G Snæland
    Jón G Snæland
    Participant
    • Umræður: 58
    • Svör: 4513

    Það er linkur á Ferðafrelsissíðunni á feisbook. Og svo er komið meil á stjórn, nefndir og deildir





    04.09.2012 at 11:14 #757307
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Ég er byrjaður að týna saman greinar úr breytingartillögunni sem við þurfum að skoða. Ágætt væri ef meðlimir á spjallinu sæju sér fært að aðstoða við þá vinnu sem það er að yfirfara þessi lög, með málefnalegri umræðu á spjallinu.

    Hér er hægt að ná í skjölin frá mér: https://www.dropbox.com/sh/sjo6lfpumwlvax3/DGAmY24mxc

    Endilega gera athugasemdir.

    Greinar sem ég er búinn að reka augun í sem skipta okkur máli eru t.d

    Áhugaverðar greinar sem mögulega snerta F4x4 í nýjum náttúruverndarlögum

    Ákvæði til bráðabirgða.
    12. gr. Fræðsla.
    13. gr. Yfirstjórn ráðherra og hlutverk stofnana.
    17. gr. Umhverfisþing.
    18. gr. Réttindi og skyldur almennings.
    19. gr. Umferð gangandi manna.
    20. gr. Umferð hjólandi manna og ríðandi (?)
    22. gr. Heimild til að tjalda.
    23. gr. Takmarkanir á heimild til að tjalda.
    25. gr. Takmörkun umferðar.
    29. gr. Úrlausn um ólögmætar hindranir.
    30. gr. Heimildir til að bæta aðstöðu til útivistar.

    Og þetta sérstaklega:
    [b:2vikoczw]V. kafli. Akstur utan vega og á vegslóðum.[/b:2vikoczw]

    31. gr. Akstur utan vega og á vegslóðum
    32. gr. Kortagrunnur um vegi og vegslóða

    IX. kafli. Friðlýsing vatna- og jarðhitasvæða og fleira.

    90. gr. Spjöll á náttúru landsins
    91. Grein – Refsiábyrgð

    Hér má svo finna Árósasamninginn
    http://www.althingi.is/altext/126/s/1032.html

    kkv, Samúel





    05.09.2012 at 20:36 #757309
    Profile photo of Hilmar Ingimundarson
    Hilmar Ingimundarson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 227

    46. gr. Óbyggð víðerni.
    Friðlýsa má sem óbyggð víðerni stór landsvæði þar sem ummerkja mannsins gætir lítið
    sem ekkert og náttúran fær að þróast án álags af mannlegum umsvifum. Óbyggð víðerni skulu vera a.m.k. 25 km2 að stærð og að jafnaði vera í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum.
    Friðlýsingin skal miða að því að varðveita einkenni svæðisins, t.d. að viðhalda fjölbreyttu og óvenjulegu landslagi, víðsýni og/eða vernda heildstæð stór vistkerfi, og tryggja að [color=#BF0000:2gkfghx4]núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þar [u:2gkfghx4]einveru[/u:2gkfghx4] og náttúrunnar án truflunar af mannvirkjum eða umferð vélknúinna farartækja á jörðu.[/color:2gkfghx4]
    Landsvæði óbyggðra víðerna skulu vera í ríkiseign nema sérstakar ástæður mæli með öðru og um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda.

    Þetta þarf eitthvað að skoða held ég





    05.09.2012 at 21:50 #757311
    Profile photo of Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Þorvarður Ingi Þorbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 468

    Fróðlegt!
    Veit einhver hvernig "einvera" er skilgreind skv. lögum?
    Er einhvens staðar gerð grein fyrir hvernig tekið er á hinum ýmsu athugasemdum við Hvítbók,hvort heldur mínum eða 4×4, til hverra tillit er tekið og af hverju/ af hverju ekki?
    Fær 4×4 ekki fjárveitingu til að verja rétt félagsmanna til jafns við fjárveitingar sem veittar eru til að koma lögum yfir okkur?

    Ingi





    05.09.2012 at 23:17 #757313
    Profile photo of Rangur
    Rangur
    Participant
    • Umræður: 3
    • Svör: 376

    Augljóslega þarf að girða svona víðerni af með mannheldri girðingu svo hægt sé að sjá til þess að þar sé aðeins einn staddur þar í einu……..

    kv.

    ÞÞ





    06.09.2012 at 09:17 #757315
    Profile photo of Þorvarður Hjalti Magnússon
    Þorvarður Hjalti Magnússon
    Participant
    • Umræður: 23
    • Svör: 170

    Fyrir allmörgum árum var ég uppi á Lyngdalsheiði með nokkra útlendinga síðla vetrar.
    Snjór var yfir öllu, sunnanátt, skýjað en úrkomulaust að mestu. Stöku snjókorn feyktust um loftið.

    Við stoppuðum jeppana og útlendingarnir stigu út. Einn þeirra gekk ca 10 metra frá bílunum á móti vindi, staðnæmdist og horfði yfir snjóbreiðuna, Hvergi dökkan díl að sjá. Hann stóð í sömu sporum smá stund, 1-2 mínútur. Þá sneri hann til baka, með skelfingarsvip á andlitinu og sagði. „Ég hef aldrei verið svona einn í lífinu. „

    Þessi maður upplifði einveru 10 metra frá bílunum, Örfáa kílómetra frá mannabyggð. Á móti vindi heyrði hann ekki til okkar hinna og var algerlega einn í heiminum.

    Ferðaþjónustufólk kann eflaust hundruð af svona sögum.
    Þetta vitum við sem ferðumst á jeppum á fjöllum. Við upplifum mjög oft einveru þó svo að við séum nálægt vegi
    eða vélknúnum farartækjum. Upplifunin þarf ekki aðvara lengi.

    Ef svona vitleysa kemst inn í náttúruverndarlög er líklega verið að útiloka mikinn fjölda fólks frá því að upplifa einveru.

    "Óbyggð víðerni skulu vera a.m.k. 25 km2 að stærð og að jafnaði vera í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum.
    "

    Takið eftir að víðerni geta innihaldið vegi og slóða, bara ekki uppbyggða vegi.
    Þetta þýðir líklega að t.d vegarslóð um Vonarskarð og Vikrafellsleið skaðar ekki þessi óbyggðu víðerni.

    Kveðja
    Hjalti R-14





    06.09.2012 at 11:22 #757317
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þetta er góður punktur Hjalti. Í þrengstu skilgreiningu á "ósnortnum víðernum" er ekki gerður greinarmunur á lítt sjáanlegum vegslóða og raforkuveri, en þessi skilgreining á "óbyggðum víðernum" virðist samkvæmt þessu taka tillit til þess að frumstæð vegslóð veldur ekki sömu truflun og Suðurlandsvegur. Þetta er mikilvægt.
    Kveðja – Skúli





    06.09.2012 at 11:58 #757319
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Nákvæmlega! Þetta upplifi ég líka. Meira að segja þegar ég ek á snjó fyrir ofan slóða þar sem engin för sjást. Þá er eins og maður sé komin á ókannaðar slóðir. Þeir sem ferðast á vélknúnum farartækjum af virðingu fyrir náttúrunni upplifa einveruna í ósnortnum víðernum svipað og gangandi.
    Yfirleitt eru ferðamenn á vélknúnum farartækjum að ferðast að vetri til þegar engin fótgangandi er á ferð. Aðeins tvisvar hef ég ekið framhjá gangandi ferðamönnum og í báðum tilfellum að koma ofan úr Setri að sumri til. Í fyrra skiptið veifuðu þeir okkur en hitt skiptið ókum við framhjá konu sem var ein á gangi við vegaslóðan. Hún virti okkur ekki viðlits og lét eins og við værum ekki sjáanlegir.
    Það á að sjálfsögðu ekki að útiloka neinn svo fremi að ekki séu framin landspjöll. Það er mikið verk framundan í að laga skemmdir eftir ferðamenn undafarinna áratuga.
    Kv. SBS.





    06.09.2012 at 23:24 #757321
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Upp.





    07.09.2012 at 17:17 #757323
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Ef við skilgreinum "víðerni" sem einhvern stað sem er ósnertur, er það þá ekki staður sem enginn hefur komið á ?
    Hvernig í ósköpunum ætla menn að skilgreina hugtök ? Hugtök eru jú eitthvað sem hver einstaklingur getur lagt mismunandi skilning í og það er hlutur sem lagasetning getur aldrei nokkurn tíma túlkað.

    Ef við skoðum aðeins hvernig notendur vélknúinna faratækja "eiga" að haga sér í nágrenni vegafrenda sem annaðhvort ferðast á skíðum, reiðhjólum eða gangandi, þá hlýtur það að valda minnstu ónæði að fara hjá á sem skemmstum tíma og ef einhver á að stoppa er það labbakúturinn, skíðamaðurinn eða sá sem nota rúgbrauðsmótorinn, frekar en sá sem fer hraðast yfir.

    En, hvað sem öðru líður, þá er nóg pláss fyrir okkur öll, óháð ferðamáta og ef einhver heldur sig eiga forgang er það helber misskilningur, það er enginn einn ferðamáti rétthærri en annar.

    Kv. Steinmar





    07.09.2012 at 19:43 #757325
    Profile photo of Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Sigurður Bjartmar Sigurjónsson R2060
    Keymaster
    • Umræður: 244
    • Svör: 1204

    Ef við hugleiðum orðið "víðerni". Þá er þetta samsett orð. "Víð" vitnar til að sjáist vítt um. "erni" er umhverfi lands.

    Ef við hugleiðum orðið "einvera". Þá er það einnig samsett orð. Fyrir mér skapa hugtök, orð eða orðasambönd. Þá er "ein" og "vera" mjög víðtækt. Þá getur einstaklingur upplifað einveru í fjölmenni, lokaður inni, hafnaður vegna sér einkenna og fl.

    Einstaklingur í víðerni getur ekki upplifað "einveru" nema að hann hafi lagt á flótta til þess staðar sem hann er á. Einvera lýsir óöryggi einstaklings í víðerni. Einvera er frekar dapurt hugtak sem flestir sækjast ekki eftir.

    Þá er að finna orð sem lýsir hugtakinu að vera á ferð í víðerni og njóta. Annað hvort einn eða í samfylgd . Í íslenskri náttúru eru allir ferðamenn félagar og virða hvern annan og að sjálfsögðu gróður landsins.

    Ég lýsi hér með eftir orði sem sameinar þá hugsun að vilja njóta víðernis, vera einn með sjálfum sé, vera saman sem ferðahópur, mæta öðrum sem ferðast á annan máta og njóta ferðarinnar.





    07.09.2012 at 22:07 #757327
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Steinmar spyr hvernig menn ætla að skilgreina hugtök en það er einmitt það sem er gert í lagasetningunni og er algengt að lagabálkar byrja á því að hugtök sem eru notuð eru skilgreind. Merking þeirra þarf því ekki endilega að vera eitthvað sem mér finnst þau þýða heldur er skilgreint hvað þau þýða í umræddum lögum. Hér er merkingin því eins og Hjalti benti á:
    "Óbyggð víðerni skulu vera a.m.k. 25 km2 að stærð og að jafnaði vera í a.m.k. 5 km fjarlægð frá mannvirkjum og öðrum tæknilegum ummerkjum, svo sem raflínum, orkuverum, miðlunarlónum og uppbyggðum vegum."
    Semsagt svæði sem er t.d. 24 km2 en uppfyllir öll önnur skilyrði er ekki óbyggð víðerni, ef uppbyggður vegur liggur í gegnum svæðið er það ekki óbyggð víðerni en ef slóði sem fylgir landinu sker svæðið hefur það ekki áhrif.
    Kv – Skúli





    08.09.2012 at 09:48 #757329
    Profile photo of Grétar G. Ingvarsson
    Grétar G. Ingvarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 184

    Um 46. greinina:

    Það er alveg rétt hjá Skúla, að með þessari breytingu á skilgreiningu víðerna geta verið vegslóðar á svæðinu. Með því móti er hægt að þenja víðernin gríðalega mikið út frá því sem áður var (ATH það er líka leyfilegt núna að fara nær mannvirkjum en 5 km). Það er þó síður en svo ástæða til að gleðjast yfir því. Skv. greinargerðinni með lögunum er meiningin að þetta svari til verndarflokks Ib í flokkunarkerfi IUCN. Þetta er nefnilega töluvert strangari friðun en flokkur II, sem þjóðgarðar eru í. Í Bandaríkunum gildir um þessi svæði: "may only be entered on foot, by canoe or on horseback."(http://en.wikipedia.org/wiki/IUCN_Category_I)
    Sama á væntanlega að gilda hér.

    Takið eftir því að :
    "Friðlýsingin skal miða að því að …tryggja að núlifandi og komandi kynslóðir geti notið þar einveru og náttúrunnar [u:2hb0po59]án truflunar af[/u:2hb0po59] mannvirkjum eða [u:2hb0po59]umferð vélknúinna farartækja á jörðu[/u:2hb0po59]."

    Ég fæ ekki betur séð en að tilgangur svona friðlýsingar sé nákvæmlega sá að koma ökutækjunum burtu af slóðunum, svo má dunda við það að afmá slóðana. Þetta má svo gera við allt miðhálendið, nema þar sem risalínur Landsnets liggja. Þetta var nákvæmlega framtíðarsýn Þóru Ellenar Þórhallsdóttur í viðtali í RÚV fyrr á árinu. (Hún ætlaði að vísu að vera laus við linurnar líka.)
    Friðun af þessu tagi er miklu hagstæðari út frá sjónarmiði lokunarsinna en þjóðgarðar. Þjóðgarðar kosta peninga (þetta bara laun landvarðanna sem eiga að vera á hverju strái), þar verður að gæta ákveðins réttar þeirra sem um garðinn fara og tilgangur þeirra er m.a. að auka aðgengi ferðafólks. Hér þarf bara að loka og passa að engin vélknúin umferð sé á svæðinu. Landverðir verða sennilega að gæta svæðisins fljúgandi, því seinlegt verður fyrir þá að ganga bara um víðernin, nema að þeir fái leyfi þar til utanvegaaksturs, því slóðar á víðerni verða ekki í gagnagrunninum.

    "Landsvæði óbyggðra víðerna skulu vera í ríkiseign nema sérstakar ástæður mæli með
    öðru og um það náist samkomulag milli ráðherra og landeigenda. "
    Það er greinilega stefnt að því að gera allar þjóðlendurnar, sem ríkið tók af bændum, að víðernum. Mér sýnist að ráðherra geti stofnað svona víðerni án þess að nokkrum komi það við.

    Ég er kannski kominn með ofsóknaræðið, sem hrjáð hefur Ofsa árum saman, en mér sýnist að flestar hans hrakspár séu að rætast og með þessum lögum sé stefnt að því að loka hálendinu fyrir vélknúinni umferð fyrir fullt og fast. Eina sem getur flækt málin aðeins er að sveitarfélög hafa skipulagsvald á hálendinu, en er ekki verið að tala um að taka það af þeim og færa það til umhverfisráðuneytsins?

    Grétar G. Ingvarsson





    08.09.2012 at 10:12 #757331
    Profile photo of Grétar G. Ingvarsson
    Grétar G. Ingvarsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 184

    Svo að þið getið skoðað hvað felst nákvæmlega í friðun i flokki Ib hjá IUCN er hér slóðin á þennan flokk hjá þeim:

    [url:3jqfyftg]http://www.iucn.org/about/work/programmes/pa/pa_products/wcpa_categories/pa_category1b/[/url:3jqfyftg]





    09.09.2012 at 14:52 #757333
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Það þarf að eyða þessu hugtaki "víðerni". Þeir sem vilja ferðast um óbyggð eða ósnortin víðerni sem ég vil kalla fáfarnar leiðir eða einstök svæði þá gera þeir það. Hægt er að fara um landið án þess að upplifa hljóð frá vélknúnum tækjum í öllum landshlutum. Öfgakenningin ríður greinilega ekki við einteyming í þessu máli.
    Vil benda félögum á að skoða gr 46 í drögunum og tjá sig eftir það.
    Mitt mat er að gr 46 á að fara út úr frumvarpinu.
    Kv,Elli.
    A-830





    09.09.2012 at 14:54 #757335
    Profile photo of Elías Þorsteinsson
    Elías Þorsteinsson
    Participant
    • Umræður: 53
    • Svör: 1158

    Takk fyrir þitt framlag Grétar.
    Þú hittir alltaf naglann á höfuðið.
    Kv. Elli.





    09.09.2012 at 19:56 #757337
    Profile photo of Steinmar Gunnarsson
    Steinmar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 8
    • Svör: 381

    Sælir félagar
    Ég las lauslega í gegnum 46.grein og tók eftir að þar er talað um Hornstrandir í tengslum við "Víðerni". Í gamla daga, þegar Hornstrandir voru byggðar fjölda fólks, hefði þá nokkrum manni dottið í hug að skilgreina svæðið sem víðerni ? Eða þjóðgarð ?
    Er þetta fólk sem er að "skipuleggja framtíðina" í nokkru standi til að segja til um það hvernig landnýting ÞARF að vera eftir 100 ár ? Þá veit enginn nema að það þurfi hreinlega að nota víðernin til búsetu ! Hvernig verður þá brugðist við ?
    Bara svo það sé á hreinu; ég er ekki fylgjandi hafta eða stjórnunar-stefnu, hvorki af hendi stjórnvalda eða hagsmunasamtaka, en vil aftur á móti leggjka ríka áherslu á fræðslu og kynningu lands og náttúruauðlinda, sem aftur stuðla að "bættri" umgengni fólks um náttúruna ásamt virðingu fyrir náttúru og fólki.
    Eins mikið og ég vil fá að njóta einveru í náttúru Íslands, verð ég að gera ráð fyrir að fleiri séu sama sinnis og ekkert nema gott um það að segja en í þessu samhengi verður að gilda það sama og í daglegum samskiptum fólks; gagnkvæm virðing, bæði fyrir náttúru og náunga. Það er nokkuð sem ekki kemst á með lagasetningu eða sektum, heldur með fræðslu og sú fræðsla þarf að byrja í vöggu.
    Ef þeir sem rugga vöggunni eru hvor á móti öðrum verður gatan til framtíðar grýtt og torfær.

    Kv. Steinmar





    10.09.2012 at 19:35 #757339
    Profile photo of Ólafur Magnússon
    Ólafur Magnússon
    Participant
    • Umræður: 122
    • Svör: 1299

    Eru ekki örugglega allir búnir að senda póst á postur@uar.is og óska eftir fresti á umsögnum við þetta frumvarp. Sjálfur sendi ég eftirfarandi texta:

    —————————-
    Frestur sá er þið veitið vegna athugasemda við ný náttúruverndarlög er óeðlilega stuttur. Aðeins er veittur frestur til 25. september, en eins og flestir ættu að vita er þessi tími undirlagður haustverkum til sveita, auk þess sem félagasamtök og aðrir eru á þessum tíma í óða önn að undirbú vetrarstarf sitt.

    Sé ætlunin að fá vandaðar athugasemdir væri eðlilegt að hafa þennan umsagnartíma amk til áramóta.
    —————————

    Bæði einstaklingar og félagasamtök eiga að senda inn og láta heyra í sér, nema auðvitað ef svo ólíklega vill til að einhverjir séu sáttir við þetta…..

    kv. Óli





    19.09.2012 at 20:15 #757341
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Hvernig gengur vinnna stjórnar F4x4 við að skoða þessi lög og semja umsögn ?





    20.09.2012 at 12:45 #757343
    Profile photo of Samúel Þór Guðjónsson
    Samúel Þór Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 92
    • Svör: 1985

    Stjórnin sem slík er ekki að vinna að þessu, en þetta er allt saman í ágætis ferli. Á von á því að athugasemdunum verði skilað inn á Mánudaginn næstkomandi ef ekki fyrr. :)





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 22 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.