This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 14 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Nú liggja fyrir drög að nýjum náttúruverndarlögum og þar er allt á hinn allra versta veg fyrir okkur eins og við var að búast. Þar er kveðið á um að gefið skuli út eitt ríkiskort og að allir slóðar skulu vera þar – annars ertu utanvega.. Þetta var vitað að kæmi.
Síðan er það sem að mér finnst mikklu verra er að í þessum drögum er Umhverfisstofnun og ráðherra gefið óheft vald til að banna akstur vélknúinna farartækja (jeppa, sleða, snjóbíla o.s.frv.) á snjó ef hætta telst á umhverfisspjöllum eða ÓNÆÐI FYRIR AÐRA !!
Þetta verður til þess að strax og hlánar lítilega þá verður akstur á snjó og jöklum bannaður þar sem að þetta lið telur klárt að þá sé svo mikil hætta á náttúruspjöllum. Þetta þýðir einfaldlega að það verður bannað að aka á snjó allt árið um kring. Enda verður þetta unnið á nákvæmlega sömu faglegu nótunum og þegar vegagerðin lokar vegum á vorin eftir klukkunni.
Þetta er ekkert annað en dulbúin aðferð til að banna vetrarakstur á snjó.Svo er þetta með ónæði fyrir aðra ekkert annað en hreinn og klár brandari – á þá að banna akstur á vatnajökli þegar gönguskíðamenn byrja að fara þar um ? Eða á að banna akstur á snjó um svæði þar sem göngufólk fer um – hvað vakir fyrir fólki ? Þarna ætlar liðið að geta bannað akstur allstaðar þar sem að hugsanlega getur sést til gangandi eða skíðandi manna….
Alveg er mér andskotans sama um alla þessa slóða sem menn eru búnir að vera að böglast við að halda opnum – enda eru það að megninu til túristar sem keyra þá. En mér finnst gjörsamlega út úr korti ef það á að eyðileggja jeppa- og vélsleðasportið með banni á snjóakstri á stórum svæðum.
You must be logged in to reply to this topic.