FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Driflæsingar

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Driflæsingar

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 21 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 17.11.2003 at 12:06 #193188
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég er að breyta Patrol 92 og hef verið að velta fyrir mér hvernig ég á að hafa læsingarnar. Nú er billinn einungis læstur að aftan með rafmagni,er það nóg eða er algjört must að læsa þessum bílum að framan líka.Er búinn að vera á breyttri súkku sem fer allt á léttleika.

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 17.11.2003 at 13:16 #480820
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    sælir

    Ef þú ert með bílinn á 38" þá kemstu ansi margt á honum. Maður notar nú ekki oft barkalæsinguna (vacum, ekki rafmagns) í venjulegum snjóakstri. En þegar ég hef þurft að nota hana þá saknaði ég nú þess að hafa ekki framlæsingu líka enda færið kannski orðið mjög þungt og erfitt að troða eins og gerðist í þessari [HTML_END_DOCUMENT][url=http://kjolur.f4x4.is/photoalbum/view.php?action=collection&albumid=496&collectionid=835]ferð. Þarna neyddist ég til að keyra í förunum eftir aðra ef ég ætlaði að halda í við hópinn….

    Ef þú ætlar að setja lægri hlutföll í hann þá er náttúrulega ódýrara að nota tækifærið og skella læsingu í framdrifið í leiðinni.

    Þetta er eins og alltaf spurning um peninga og hversu mikið þú ætlar að nota kvikindið :-) en það er enginn vafi á því að mínu mati að hann kemst vel áfram án framlæsingar við flestar aðstæður.

    kv
    Agnar[/url]





    17.11.2003 at 13:26 #480822
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll Agnar. Gott að heyra að kvikindið drífi,menn eru oft mjög neikvæðir um þessa bíla(máttlausir,þungir)ég er búinn að kaupa hlutföllinn,en mér hefur aldrei verið bent á að setja læsingu í leiðinni. En dæmið er jú orðið mjög dýrt nú þegar svo það er best að fara bara alla leið. Hvernig er að breyta rafmagnslæsingum í loft?Kv Kristján





    17.11.2003 at 14:07 #480824
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Sæll
    Pattinn með 2.8 l vélinni er kannski ekki sá sprækasti í bransanum en hann drífur ágætlega (er ekki eins þungur og nýrri bílarnir). Eitthvað hef ég nú rekist á það að menn séu að taka vacum læsinguna úr að aftan og setja loft í staðinn en hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki! Það hljóta að vera einhverjir vitringar hér á spjallinu sem geta sagt þér meira um þetta atriði.
    kveðja
    Agnar





    17.11.2003 at 18:40 #480826
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Ég hef átt Patrol árg. 93 í bráðum þrjú ár og ég verð að segja að mér finst orginal læsingin að aftan standa sig mjög vel, aldrei bilað þótt að maður hafi verið að sulla í vatni og krapa.Það er eitthvað annað en rafmagnslæsingin á Toyotunum sem er bara eins klest hafi verið gömlum þurrkumótor utan á hásinguna.
    Gregor þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að hann drífi minna en aðrir 38tommu bílar.





    17.11.2003 at 23:30 #480828
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll,
    á þessum bíl finnst mér must að vera með hann læstan að framan líka. Þó þeir séu ágætlega duglegir án læsingu að framan hjálpar þetta mjög. Enda ekki veitir af stundum. Ég er með loftlæsingu að framan og aftan. Það besta í þessum bíl að mér finnst. Og fyrst þú etr að fara setja hlutföll í þá endilega að setja læsingu að framan í leiðini. Sparar margt á því. Þetta er leiktækið þitt svo þú átt bara að láta það eftir þér. Og stjoni, hvað er verið að dissa rafmagnslásinn á Toyotu, þetta er mátturinn og dýrðin, er með LC 120 á 38" og hef aldrei lent í vandræðum með hana. Ekki heldur á LC 90 bílunum sem ég hef átt.

    rafmagnskveðja
    Jónas





    18.11.2003 at 00:14 #480830
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir og takk fyrir umræðuna. Ég ætla að fá mér læsingu að framan,er einhver sem getur sagt til um hvað þarf til í efni og hvernig er hagstæðast að gera kaupin?kV Kristján





    18.11.2003 at 10:42 #480832
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Ræð öllum frá því að vera með diskalæsingu að framan. Svoleiðis búnaður getur verið aldeilis hrikalega hættulegur í hálku á vegum úti, en við komumst aldrei hjá því að aka eitthvað á venjulegum vegum, ekki satt? Mæli með ARB, en er ekki farið að framleiða loftlæsta köggla hér innanlands?





    18.11.2003 at 12:12 #480834
    Profile photo of Agnar Benónýsson
    Agnar Benónýsson
    Participant
    • Umræður: 101
    • Svör: 3080

    Spjall um ARB loftlæsingu er að finna [HTML_END_DOCUMENT][url=https://old.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1064#6498]hér.
    kv
    AB[/url]





    18.11.2003 at 20:59 #480836
    Profile photo of Kristjón Jónsson
    Kristjón Jónsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 193

    Afsakið, bara sagði svona, en það var bara vegna þess að ég hef bara þrisvar skriðið undir Toyotu, þar af tvisvar til að gera við læsinguna og þá var þessi mótor sem líkist þurrkumótor fullur af vatni.
    Svona bara af forvitni, átt þú bæði 38" Toyotu og 44" Patrol?
    Með kveðju Kristjón





    25.11.2003 at 16:35 #480838
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sæll, við skulum segja átti, ég er búinn að skipta þeim út fyrir annað. Svo skal maðu ekki segja að þær bili ekki rafmagnslæsingarnar á Toyotu. Félagi minn átti 97 árgerð af LC90 og það var tilfelli ef læsingin kom á hjá honum, en hann er kominn á nýlegri og hún smellur bara á við hugsun nánast:)

    Jónas





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.