Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Driflæsing í Patrol
This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Óli Valsson 11 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.05.2013 at 12:49 #226052
Nú er staðan þannig að skiptirinn fyrir afturlásinn í Patrolnum (Y60) hjá mér er ónýtur. Hvar hafa menn verið að fá nýja skipta sem virka í vacum kerfi?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.05.2013 at 19:38 #765819
Sæll Kjartan,
Það er eins og Y60 sérfræðingar landsins séu fjarverandi svo að ég verð að hlaupa í skarðið fyrir þá. Ég reikna með að þú sért búinn að taka skiptirinn úr hásingunni og sjáir að hann er ónýtur. (Oft eru aðrar ástæður fyrirþví að drifið læsist ekki).Ég er búinn að eiga svona bíl í 14 ár og hef enn ekki lent í þessu vandamáli. en allt bilar um síðir. Þess vegna keypti ég mér gamla hásingu fyrir nokkrum árum og þar á ég skiptarann sem varastykki sem ég get notað þegar þegar þarf. Ég ráðlegg þér að auglýsa eftir svona grip á auglýsingavefnum hér á síðunni og víðar. Þessir bílar eru víða til í pörtum. þessi skiptari/afturhásing er trúlega víða til sölu.
Lengi lifi Y60 – Baráttukveðjur, Arnþór
08.05.2013 at 21:21 #765821Ég á til nýjann svona vacum skiftir fyrir þig ef áhugi er fyrir hendi á 20þ nýr í kassanum
s 8935815
kv Gísli
10.05.2013 at 00:39 #765823[quote="Arnthor":19o2zct0]Sæll Kjartan,
Það er eins og Y60 sérfræðingar landsins séu fjarverandi svo að ég verð að hlaupa í skarðið fyrir þá. Ég reikna með að þú sért búinn að taka skiptirinn úr hásingunni og sjáir að hann er ónýtur. (Oft eru aðrar ástæður fyrirþví að drifið læsist ekki).Ég er búinn að eiga svona bíl í 14 ár og hef enn ekki lent í þessu vandamáli. en allt bilar um síðir. Þess vegna keypti ég mér gamla hásingu fyrir nokkrum árum og þar á ég skiptarann sem varastykki sem ég get notað þegar þegar þarf. Ég ráðlegg þér að auglýsa eftir svona grip á auglýsingavefnum hér á síðunni og víðar. Þessir bílar eru víða til í pörtum. þessi skiptari/afturhásing er trúlega víða til sölu.
Lengi lifi Y60 – Baráttukveðjur, Arnþór[/quote:19o2zct0]Þakka þér fyrir þetta en ég er ekki að tala um skiptirinn í hásingunni heldur skiptigræjuna sem er frammí húddi, á hvalbaknum, og skiptir soginu frá lögninni sem tekur lásinn af yfir á lögnina sem setur á og öfugt.
12.05.2013 at 12:10 #765825Rofinn stýrir 2 vaccumlokum sem sameiginlega umpóla 2 vaccumslöngum sem annarsvegar sjúga læsinguna á eða hinsvegar af. Með því að víxla slöngunum færðu gagnstæða virkni s.s. þá er læsingin á ef rofinn er á off og öfugt. Með þessu móti er hægt að prófa hvort lokarnir séu í lagi.[b] Færð lokann í Landvélum eða Barka.[/b]
kv. Kalli
14.07.2013 at 22:31 #765827Þessir lokar fást í landvélum á góðu verði. Þú kaupir einn sem er normaly open og annan sem er normaly closed. Svo þegar að þú hleypir straum inná lokana. lokast normaly open lokin og hinn opnast og læsir þá læsinguni hjá þér. Svo þegar að þú rífur strauminn lokast normaly closed lokin og hinn opnar fyrir. Sára einfalt og klikkar ekki. Ég er með svona í báðum Y60 bílunum mínum. Þetta svín virkar og kostar kanski 7-8þús. á lokunum eru svo 3 pinnar. 2 hlið við hlið og einn neðst. Þeir mynda svona U Þú tengir plús og mínus inná þessa tvo sem eru hlið við hlið og gerir ekkert við þennan sem er neðst. Ég get sent þér mynd af þessu ef að þú vilt. Sendu mér þá bara mail á gislig(hjá)hive.is og ég sendi þér mynd af þessu.
17.07.2013 at 22:40 #765829[quote="Gísli Trölli":1nsqyyii]Þessir lokar fást í landvélum á góðu verði. Þú kaupir einn sem er normaly open og annan sem er normaly closed. Svo þegar að þú hleypir straum inná lokana. lokast normaly open lokin og hinn opnast og læsir þá læsinguni hjá þér. Svo þegar að þú rífur strauminn lokast normaly closed lokin og hinn opnar fyrir. Sára einfalt og klikkar ekki. Ég er með svona í báðum Y60 bílunum mínum. Þetta svín virkar og kostar kanski 7-8þús. á lokunum eru svo 3 pinnar. 2 hlið við hlið og einn neðst. Þeir mynda svona U Þú tengir plús og mínus inná þessa tvo sem eru hlið við hlið og gerir ekkert við þennan sem er neðst. Ég get sent þér mynd af þessu ef að þú vilt. Sendu mér þá bara mail á gislig(hjá)hive.is og ég sendi þér mynd af þessu.[/quote:1nsqyyii]
Þakka þér fyrir, þetta dugar mér þar sem ég hef oft unnið með svona loka, var bara ekki að kveikja á að útfæra dæmið svona en ég prófa það núna.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.