This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Er nú loksins búinn að fá mér 35″ Goodrich og get vart lýst ánægju minni. Eins og fyrir fjallgöngu mann að fara af slæmum sandölum yfir á vandaða fjallgönguskó.
Næsta skref? Til að Nissan King Cab bíllinn minn nái ennþá á þessum dekkjum og sæmilegu ökumanni er þá ekki rétt að huga að driflæsingum að aftan fyrir verstu tilfelli. Ef það er rétt ályktun hjá mér þá langar mig að sækja í reynslubrunn ykkar.
Loft eða rafmagn? Framleiðanda? Ísetningaraðila/get ég gert þetta sjálfur í toppaðstoðu og með leiðbeingingum?
Takk fyrir góðan vef
Árni Stefán Árnason
You must be logged in to reply to this topic.