This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Komið þið sælir
Ég rakst á netinu á Ástrala, Marks4wd, sem framleiða tannhjól í millikassa til lækkunar á hlutföllum, og langaði til að fá álit ykkar á því hvort þetta væri nothæft í bíla okkar hér heima. Ég er með millilangan Toyota Lancruiser á 38? með 2,4 turbo, drifhlutföllin eru orginal 4,88. Þau hlutföll henta bílunum ágætlega en eru þó full há í lágadrifinu. Þessi breyting sem þeir bjóða er 1,08:1 í háadrifinu sem þýðir 8% lækkun og 3,05:1 sem þýðir 68% lækkun í lágadrifinu. Þetta er kannski ekki eins mikil lækkun og skriðgír, en það mikið og það mikið ódýrara en skriðgír að maður myndi hætta að láta sig dreyma um svoleiðis. Ástralski dollarinn er 51,82 íkr, þannig að þetta kostar um 82000 kr. Fyrir utan sendingarkostnað og gjöld, en þeir eru með umboðsaðila í USA þannig að sennilega er hægt að fá þetta sent þaðan. Ég skrifaði þeim fyrir helgi en hef ekki heyrt frá þeim enn. Þeir eru einnig með tannhjól til lækkunar í Hilux, 4runner og Patrol.
Tengillinn er: http://www.marks4wd.com/Gearmaster-low-range-gear-index.html
Kveðja Óttar A
You must be logged in to reply to this topic.