FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Driflækkun í millikassa

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Driflækkun í millikassa

This topic contains 7 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 23 years, 1 month ago.

  • Creator
    Topic
  • 15.04.2002 at 10:55 #191450
    Profile photo of
    Anonymous

    Komið þið sælir

    Ég rakst á netinu á Ástrala, Marks4wd, sem framleiða tannhjól í millikassa til lækkunar á hlutföllum, og langaði til að fá álit ykkar á því hvort þetta væri nothæft í bíla okkar hér heima. Ég er með millilangan Toyota Lancruiser á 38? með 2,4 turbo, drifhlutföllin eru orginal 4,88. Þau hlutföll henta bílunum ágætlega en eru þó full há í lágadrifinu. Þessi breyting sem þeir bjóða er 1,08:1 í háadrifinu sem þýðir 8% lækkun og 3,05:1 sem þýðir 68% lækkun í lágadrifinu. Þetta er kannski ekki eins mikil lækkun og skriðgír, en það mikið og það mikið ódýrara en skriðgír að maður myndi hætta að láta sig dreyma um svoleiðis. Ástralski dollarinn er 51,82 íkr, þannig að þetta kostar um 82000 kr. Fyrir utan sendingarkostnað og gjöld, en þeir eru með umboðsaðila í USA þannig að sennilega er hægt að fá þetta sent þaðan. Ég skrifaði þeim fyrir helgi en hef ekki heyrt frá þeim enn. Þeir eru einnig með tannhjól til lækkunar í Hilux, 4runner og Patrol.

    Tengillinn er: http://www.marks4wd.com/Gearmaster-low-range-gear-index.html

    Kveðja Óttar A

  • Creator
    Topic
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)
  • Author
    Replies
  • 15.04.2002 at 11:38 #460446
    Profile photo of Theodór Kristjánsson
    Theodór Kristjánsson
    Participant
    • Umræður: 67
    • Svör: 1008

    Þessi búnaður (tannhjól) er til hjá Toyota á Íslandi, allavega í stóra krúserinn. Ókosturinn við þetta er að hæsti gír í lágadrifinu verður alltof lár. Það þýðir að þegar þú ert í meðal þungu færi þar sem þú getur stundum brunað áfram en lendir þess á milli í erfiðu púðri, þarftu alltaf að vera að skipta úr lága drifinu yfir í háa. Oftast ekkert vandamál að setja úr lága yfir í háa en þarft aftur á móta að stoppa til að setja í lága. Það getur vel verið að sumum þyki þetta ekkert mál en ég tel þetta vera mikinn ókost.





    15.04.2002 at 11:38 #460448
    Profile photo of Sighvatur Jónsson
    Sighvatur Jónsson
    Participant
    • Umræður: 4
    • Svör: 196

    Þegar maður er í snjóakstri er maður yfirleitt í lágadrifinu í almennri keyrslu, og með 68% viðbótar niðurgírun verður bílinn örugglega leiðinlegur í snjóakstri(ferð of hægt yfir) og háadrifið er of hátt. Ég mundi frekar eyða smá meiri pening í betri lausn.

    Kveðja
    Hvati





    15.04.2002 at 13:24 #460450
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Munurinn á háa og lága drifi í þessu tannjólasetti er 2.82,
    sem er mjög svipað og í orginal Jeep (Wrangler, cherokee, etc) millikössum. Samkævmt minni reynslu er sá munur alls ekki of mikill.
    Það var mikil framför þegar ég skifti um millikassa á Ísúzu sem breytti lágadrifs hlutfallinu úr 1.6 í 2.28. Isuzu kassarnir hafa reyndar þann kost að það er mjog auðvelt að skifta úr lága í háa drifið á fullri ferð.

    Þeir jeppar sem ég hef hef átt hafa allir verið með 1/1 í háa drifinu en frá 1.6, 1.98, 2.28 og 2.72 í lága drifinu. Það er þægilegt að vera með hátt lágadrif á slóðum og í léttu færi in hitt vegur þyngra, fyrir minn smekk, að fá lægstagírinn nægilega lágan þegar reynir á.





    16.04.2002 at 00:08 #460452
    Profile photo of Kristján Arnór Gretarsson
    Kristján Arnór Gretarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 971

    Sælir,
    einu sinni rakst ég á stuttan cruiser á 38" og þegar ég fór að spyrja hann útí hlutföllin, þá sagðist hann vera með millikassa úr sjálfskiptum bíl og að það væri allveg nóg, veit ekki meir.





    16.04.2002 at 11:35 #460454
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Range Rover er með u.þ.b. 3:1 í lága en það er mið leið’ á milli hefðbundins millikassa og skriðgírs.
    Mér hefur fundist þessi gírun henta vel og ég get oft látið hann mjak sér upp brekkur í fyrsta með honum þar sem hærri gírun hefði ekki dugað. Heldur hef ég ekki fundið mikið fyrir því að hann sé of lár í hæsta í lága.





    17.04.2002 at 14:12 #460456
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir og takk fyrir viðbrögðin.

    Ég hef verið að rannsaka þetta með tilliti til athugasemda. Eiginlega er þetta bara reikningsdæmi þegar maður veit hlutföll gírana, lágadrifsins, drifs og hækkunar áhrif vegna breyttrar dekkjastærðar. FDR (final drive ratio) vegna háadrifs er hlutfall gírs * drifhlutfall þetta er orginal í 1. gír í þessum bíl 4,313*4,88 = 21,047:1. FDR vegna lágadrifs er hlutfall gírs * hlutfall lágadrifs * drifhlutfall, orginal í 1. gír í þessum bíl er þetta 4,313*2,295*4,88= 48,304:1. Ég hefði haldið að æskilegast væri að ná svipuðum hlutföllum og framleiðandinn hefur stillt upp í bílinn orginal. Ef skipt er út lágadrifshlutalli og sett 3,05:1 í staðinn fæst 4,313*3,05*4,88= 64,194:1. Til að reikna út hækkunar áhrif vegna stærri dekkja er deilt með stuðlinum 1,27 (38?/30?=1,27) 64,194/1,27 = 50,547:1 sem er örlítið lægra en orginal hlutfall, og ætti því að henta vel, þótt það sé enginn skriðgír. Þetta hlutfall er nú með dekkjabreytingu 48,304/1,27= 38,035:1. 5 gírinn verður með þessum hlutföllum 9,821:1 sem er aðeins lægra en 2 gír er nú í háadrifi 8,953:1. 2 gír á háa skilar bílnum áfram á 40-50 km hraða sem ætti að vera nóg í flestum snjó akstri. Til samnaburðar þá reiknast 5,71 breyting á hlutföllum í drifi ekki nema 44,503:1 í fyrsta gír, og þá er 5. gír á lága mitt á milli 2 og 3 gírs í háa. Þannig að 5,71 breyting nær ekki orginal hlutföllum alveg nógu vel í lágadrifi en nær þeim betur í háadrifi 19,391:1 á móti 21,047:1 í 1. gír. Ætti maður kannski ekki að vera að leita að meiri lækkun í lágadrifi en háa? 1,08:1 breytingin á háadrifinu er að gefa FDR 17,898:1 , en er nú 16,573:1 en er orginal 21,047:1 í 1 gír.

    Kveðja Óttar A





    17.04.2002 at 14:13 #460458
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Sælir og takk fyrir viðbrögðin.

    Ég hef verið að rannsaka þetta með tilliti til athugasemda. Eiginlega er þetta bara reikningsdæmi þegar maður veit hlutföll gírana, lágadrifsins, drifs og hækkunar áhrif vegna breyttrar dekkjastærðar. FDR (final drive ratio) vegna háadrifs er hlutfall gírs * drifhlutfall þetta er orginal í 1. gír í þessum bíl 4,313*4,88 = 21,047:1. FDR vegna lágadrifs er hlutfall gírs * hlutfall lágadrifs * drifhlutfall, orginal í 1. gír í þessum bíl er þetta 4,313*2,295*4,88= 48,304:1. Ég hefði haldið að æskilegast væri að ná svipuðum hlutföllum og framleiðandinn hefur stillt upp í bílinn orginal. Ef skipt er út lágadrifshlutalli og sett 3,05:1 í staðinn fæst 4,313*3,05*4,88= 64,194:1. Til að reikna út hækkunar áhrif vegna stærri dekkja er deilt með stuðlinum 1,27 (38?/30?=1,27) 64,194/1,27 = 50,547:1 sem er örlítið lægra en orginal hlutfall, og ætti því að henta vel, þótt það sé enginn skriðgír. Þetta hlutfall er nú með dekkjabreytingu 48,304/1,27= 38,035:1. 5 gírinn verður með þessum hlutföllum 9,821:1 sem er aðeins lægra en 2 gír er nú í háadrifi 8,953:1. 2 gír á háa skilar bílnum áfram á 40-50 km hraða sem ætti að vera nóg í flestum snjó akstri. Til samnaburðar þá reiknast 5,71 breyting á hlutföllum í drifi ekki nema 44,503:1 í fyrsta gír, og þá er 5. gír á lága mitt á milli 2 og 3 gírs í háa. Þannig að 5,71 breyting nær ekki orginal hlutföllum alveg nógu vel í lágadrifi en nær þeim betur í háadrifi 19,391:1 á móti 21,047:1 í 1. gír. Ætti maður kannski ekki að vera að leita að meiri lækkun í lágadrifi en háa? 1,08:1 breytingin á háadrifinu er að gefa FDR 17,898:1 , en er nú 16,573:1 en er orginal 21,047:1 í 1 gír.

    Kveðja Óttar A





  • Author
    Replies
Viewing 7 replies - 1 through 7 (of 7 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.