Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › drifhlutföll í toyota
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2003 at 23:32 #193273
sælir ég er að spá í lægri hlutföllum. hvort ætti ég að fá mér 5.29 eða 5.71? er 5.71 of veik?. Ég er með 4.3:1 í disel toyotunni og er orðinn ansi þreyttur á þeim. 5.71 er einnig ódýrara hjá AT?
Bjarni.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.12.2003 at 14:27 #482062
Hef verið að fylgjast með þessum pælingum um hlutföll í HiLux. Einhvernveginn held ég að þegar menn eru ekki með aukamillikassa (lóló) þá verði 2,4 lítra mótorinn heldur slappur við flestar aðstæður í alvöru snjó. Gamli Hiluxinn sem ég átti var hinsvegar með 2,8 vél (heitir 3L hjá Toyota) og 5,29 hentaði honum ágætlega. Það er sjónarmunur á því hvað pinion úr 5,29 er gildari en úr 5,71 og tekur betur saman við kambinn. Hinsvegar hef ég séð að lagnir bílstjórar geta alveg ent 5,71 drif yfir 100.000 km án nokkurra vandkvæða. Það er bara einfaldlega þannig að sumir brjóta alla hluti, bæði drif og annað. En tek undir það sem komið hefur fram hjá mörgum hér að framan, að það er grundvallaratriði að fá góðan fagmann til að stilla inn ný drif. Ekki að horfa í einhvern tíuþúsundkall í því efni.
07.12.2003 at 17:48 #482064
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er nýlega búinn að versla framhlutföll (5,29 7,5") í 4Runner – þau kosta tæpl 25 þús í bæði Artic og Fjallasport (sama hjá Benna minnir mig) og afthurhlutföllin (8") eru á sama verði.
kv.
BB
07.12.2003 at 17:53 #482066
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þið talið mikið um að brjóta hlutföllin í þessari umræðu. Þegar drif eru vel stillt þarf þá ekki töluverð átök á drifin, hvað eru þeir að gera vitlaust sem brjóta þau snemma? Geta driflæsingar haft slæm áhrif?
07.12.2003 at 21:50 #482068Ég gleymdi reyndar að taka það fram að ég keypti reverse hlutfall 5,29 frá Ring&pinion, og það kostaði um 42 þús. með öllu.
07.12.2003 at 23:30 #48207045 þúund í stál og stansar með 10% afslætti. Annars 50.800kr.
07.12.2003 at 23:32 #482072Sælir.
Ég má til með að leggja orð í belg.
Sjálfur er ég á Hilux með 2,4 dísel og 5,71 hlutföll. Eins og Ólsarinn benti réttilega á er aflið ekki að þvælast fyrir þessum bílum. Því veitir þeim ekki af lágum hlutföllum. Ég er með NoSpin að aftan, og keyri bílinn daglega innanbæjar. Í sumar brotnaði afturöxull hér í bænum, en annað hefur ekki gefið sig í þau rúmlega 2 ár sem ég hef átt bílinn. Það er örugglega hægt að brjóta þetta, en með skikkanlegu aksturslagi er það ekkert sem er að gerast vikulega.
Emil
12.12.2003 at 18:21 #482074Eins og ég hef einhverntímann nefnt hérna áður, þá rakst ég á ansi merkilegt komment í leiðbeiningum með Precicion 1:5.71 hlutföllum sem ég setti undir lúxann minn fyrir löngu. Það var semsagt það, að það þarf að tilkeyra hlutföllin. Líkt og með knastása, þá slípa hlutföllin sig saman eftir að þau eru sett í og herðast við það (álagshersla), sem hefur mikið með það að gera hvernig þau endast. Mig minnir að það hafi átt að keyra undir litlu álagi í ca 500 km, skipta um olíu, og fara SVO að taka á þeim.
Varðandi framhlutföllin sérstaklega, þá grunar mig að þetta sé sjaldan gert, dótinu bara slengt í, lokurnar af þangað til í fyrsta skafli, og draslið svo bara látið HAFA ÞAÐ þangað til að sést í skála……
…og svo annað, drifhúsið sjálft er veigamikill þáttur í endingu og ekki síður styrk hlutfalla. Það er nefninlega svo að drifhúsið svignar undan hliðarkröftunum sem myndast þegar hjólin spyrna saman >> pinjóninn gengur til hliðar FRÁ kambinum >> mjög óheppilegt átak, þar sem hjólin í raun hætta að passa saman(allavega á þann hátt sem þau hafa slípað sig saman). Einhvern tímann rakst ég á merkilega grein í Four Wheeler þar sem þessu var lýst, og jafnframt því að V6-Toy væri með eina auka styrktar-ribbu á afturdrifhúsinu, sel það ekki dýrar en ég keypti það…(allir út að gá….!!)
Allavega, það er mikilvægt að MUNA AÐ SKIPTA UM OLÍU EFTIR 500 – 700 km.Tannhjólakveðja
Grímur, R-3167
12.12.2003 at 22:38 #482076Það er rétt að V6 og 2.4 EFI-Turbo 3rd member í Toyota er sterkari en í 4 cylendra bílunum og gott ef það er ekki stærri lega á pinion en í hinum. Allavegna eru þetta eftirsótt drifhús í USA þegar menn fara í að gera klafabílana að jeppum með því að setja undir þá hásingu.
22.12.2003 at 15:24 #482078Tók eftir því þegar ég var að færa hlutföll á milli gömlu druslunnar ’85, og þeirrar nýju ’95, að kögglarnir á nýja bílnum voru töluvert massaðri og þyngri en á þeim gamla. Veit svo sem ekkert um aðrar breytingar á milli þeirra (legur og stuff). Aftuhásingin á þeim nýja er einnig umtalsvert sverari en á þeim gamla.
Báðir bílarnir voru 2.4 diesel.
kv
Rúnar.
31.03.2005 at 22:17 #482080
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með 4:88 hjá mér og mér fynnst bílinn virka fínnt
31.03.2005 at 23:51 #482082
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef átt bæði 5,29 og 5,71 38" toyotur (bensin)og mér finnst 5,71 MIKLU skemtilegra driff í snjó og annar staðar ég lenti ekki í neinum hraða vandræðum á 5,71 drifinu ég hef brotið eitt drif í hvorum bílnum enn átti 5,71 bílinn mikið lengur allt brotnar þetta ef þessu er misboðið láttu bara einhvern fagmann stilla drifinu inn fyrir þig mikið af þessum drifum sem brotna eru illa stillt inn og slitna ekki jafnt yfir tennurnar. Ef ég fæ mér 38" toyotu aftur þá verður hún með 5,71.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.