Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › drifhlutföll í toyota
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.12.2003 at 23:32 #193273
sælir ég er að spá í lægri hlutföllum. hvort ætti ég að fá mér 5.29 eða 5.71? er 5.71 of veik?. Ég er með 4.3:1 í disel toyotunni og er orðinn ansi þreyttur á þeim. 5.71 er einnig ódýrara hjá AT?
Bjarni.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.12.2003 at 23:45 #482022
Sæll.
Mæli með 5,29, þó í verstu ófærð sé betra að vera á 5,71. Hærra hlutfallið endist bara svo miklu betur. Svo er 5,71 fulllágt á tjöunni… nema að þú hafir góðann tíma…
In the end er þetta hreint hagsmunamat, viðhald vs/virkni við verstu aðstæður…
Ferðakveðja,
BÞV
04.12.2003 at 00:41 #482024
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir ég er ekki allveg sammála að 5,71 hlutföll séu veik eða að þú farir eitthvað hægar, ég er á toyotu d cap á 35" dekkjum og ég fer ekkert hægt yfir né hef brotið þau og eg hef tekið vel á þeim, hlutföllin þola nokkuð mikið og hafa ennst mér vel og koma vel út í snjó fyrir 35" en þetta er bara mitt álit ég mundi ekki skifta þeim út fyrir hærri hlutföll. Jólakveðja flippi, toyota ótrúlega sæmilegt kvikindi.
04.12.2003 at 00:59 #482026Sannað er og vel sjáanlegt að eftir því sem hlutföll verða lægri verða þau veika.
Þið getið bara hugsað hvort tannhjól með margar minni tennur(lágt hlutfall) eða færri og stærri tennur(hærra hlutfallið) sé sterkara.p.s Eg er með 5:71 og finnst það mjög gott, lágt og fínt samt bíllinn kemst vel yfir 1xx á því. og ekki segja mér að þú farir mikið yfir 1xx á 38" bíl.
Kv. Birgir svaðilfari og hana nú
04.12.2003 at 10:09 #482028
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einföld staðreynd að lægri hlutföll fara hægar, til þess eru menn jú að þessu! Hraðamunur á 5,29 og 5,71 ætti að vera 7,3%. Það er líka ljóst eins og Birgir segir að lægri hlutföll slitna meira og eru veikbyggðari og 5,71 er mjög lágt og varla nema ein tönn sem er að grípa að fullu í einu.
Hins vegar er málið nákvæmlega eins og Björn segir, þetta er spurning um mat. Það virðist vera að ef 5,71 hlutföll eru vel stillt inn og meðferð innan almennra skynsemismarka geta þau enst von og viti. Í mínum gamla Runner voru þau sjálfsagt búin að snúast 100.000 km. og voru ennþá heil þegar hann fór á elliheimilið.
04.12.2003 at 10:09 #482030
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einföld staðreynd að lægri hlutföll fara hægar, til þess eru menn jú að þessu! Hraðamunur á 5,29 og 5,71 ætti að vera 7,3%. Það er líka ljóst eins og Birgir segir að lægri hlutföll slitna meira og eru veikbyggðari og 5,71 er mjög lágt og varla nema ein tönn sem er að grípa að fullu í einu.
Hins vegar er málið nákvæmlega eins og Björn segir, þetta er spurning um mat. Það virðist vera að ef 5,71 hlutföll eru vel stillt inn og meðferð innan almennra skynsemismarka geta þau enst von og viti. Í mínum gamla Runner voru þau sjálfsagt búin að snúast 100.000 km. og voru ennþá heil þegar hann fór á elliheimilið.
04.12.2003 at 10:09 #482032
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einföld staðreynd að lægri hlutföll fara hægar, til þess eru menn jú að þessu! Hraðamunur á 5,29 og 5,71 ætti að vera 7,3%. Það er líka ljóst eins og Birgir segir að lægri hlutföll slitna meira og eru veikbyggðari og 5,71 er mjög lágt og varla nema ein tönn sem er að grípa að fullu í einu.
Hins vegar er málið nákvæmlega eins og Björn segir, þetta er spurning um mat. Það virðist vera að ef 5,71 hlutföll eru vel stillt inn og meðferð innan almennra skynsemismarka geta þau enst von og viti. Í mínum gamla Runner voru þau sjálfsagt búin að snúast 100.000 km. og voru ennþá heil þegar hann fór á elliheimilið.
04.12.2003 at 10:09 #482034
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er einföld staðreynd að lægri hlutföll fara hægar, til þess eru menn jú að þessu! Hraðamunur á 5,29 og 5,71 ætti að vera 7,3%. Það er líka ljóst eins og Birgir segir að lægri hlutföll slitna meira og eru veikbyggðari og 5,71 er mjög lágt og varla nema ein tönn sem er að grípa að fullu í einu.
Hins vegar er málið nákvæmlega eins og Björn segir, þetta er spurning um mat. Það virðist vera að ef 5,71 hlutföll eru vel stillt inn og meðferð innan almennra skynsemismarka geta þau enst von og viti. Í mínum gamla Runner voru þau sjálfsagt búin að snúast 100.000 km. og voru ennþá heil þegar hann fór á elliheimilið.
04.12.2003 at 10:12 #482036
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Afsakið endurtekningarnar. Nú veit ég skýringuna á því af hverju þetta gerist :o)
04.12.2003 at 10:42 #4820385.71 er í það lægsta fyrir þjóðvegakeyrslur, en samt fínt fyrir allan löglegan hraða á alvöru dekkjum (35" full lítil).
Þau slitna hraðar en önnur hlutföll, en góð hlutföll eiga að endast vel á annað hundrað þúsundið. Hafa allavega gert það hjá mér. Þau eru veikari, í það minnsta 7.3% veikari, því pinnjóninn veldur 7.3% meira átaki á kambinn en 5.29 hlutfallið, einfaldlega vegna meiri niðurgírunnar. Þá er líklega eitthvað til í þessu með tannafjöldann, því reynslan sínir að þau eru töluvert veikari en 5.29 hlutföllin.ps. Mæli með hlutföllunum sem Benni selur, virðast vönduð og fín og auðstillanleg, sem ekki er hægt að segja um sum önnur á markaðnum.
kveðja
Rúnar
04.12.2003 at 13:31 #482040Þakka góð svör mér súnist flestir hallast ágætlega að 5.71 svo er disel toyotan ekki svo aflmikil. En veit einhver hver er með bestu hlutföllin. Hvað með stál og stansa eru þeir með góð hlutföll
Bjarni
04.12.2003 at 14:14 #482042
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir ég er allveg sammála að 5,71 slitni meira fín fyrir löglegan hraða ekki sammála ég er með disel sem er latur og 5,71 hlutföllin henta honum vel eins og ég sagði er hann á 35" dekkjum kemur vel út í snjó jafnt sem á tjörunni. ‘Eg set hann frekar á 36" en að skifta þessum hlutföllum út fyrir hærri hlutföll en þetta er bara mín skoðun. Jólakveðja latur, toyota ótrúlega sæmilegt kvikindi.
04.12.2003 at 16:04 #482044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll,
ég segi nú bara 5,71. Ekki spurning henta þessu bíl vel. Svo þarf maður nú ekkert að vera á öðru hundraðinu. Sérstaklega þegar bíllinn er hvort sem er ekkert fyrir það.
Búinn að eiga nokkra svona bíla og alla með 5,71 nema einn sem var með 5,29. Braut aldrei hlutfall og þetta var sko ekkert dund. Bara allt í botni alla leið. Hann fer voða lítið öðruvísi. Held að þetta snúist bara um að vera heppinn.
Jónas
04.12.2003 at 19:42 #482046Hikklaust 5.29 því 5.71 er drasl og brotnar við að taka af stað það er mín reinsla. Sambandi við endingu þá endast 5.29 hjá mér bara c.a.70000 þúsund kílómetra og brotna þá við minsta átak. Þetta er mín reinsla enda er bara ein stilling til í toyota on eða off.
Eyþór
04.12.2003 at 21:36 #482048Ef þú ert með 5.71 þá tekur aðeins á einni tönn í einu en með 5.29 er alltaf ein sem tekur vel á + 2 sem eru að slepa/byrja að grípa.
Freyr
04.12.2003 at 21:57 #482050Algengasta orsök fyrir því að drif brotna er íslensk snilligáfa.
Það virðist vera sama við hvern maður talar, allir vita hvernig á að gera þetta, og margir eru að taka þetta að sér fyrir aðra. Það er afar óheppilegt því að oft á tíðum hafa menn ekki hugmynd um að þeir séu að gera tóma vitleysu. Að vera bifvélavirki, vélvirki, læknir eða trésmiður er engin trygging fyrir því að viðkomandi hafi grun um hvernig skal standa að þessu. Að stilla inn drif er vandaverk og krefst góðrar þekkingar og tækja. Fáir hafa það sem til þarf, það er bara þannig.
Eftir að hafa skoðað allt of mörg skemmd drif vegna rangrar stillingar mæli ég hiklaust með því að menn fái einhvern sem raunverulega kann þetta, og hefur natni til að gera það almennilega. Sparnaður hér er óheppilegur.
04.12.2003 at 23:28 #482052Þegar þú er búinn að fjárfesta í 5:29!!! þá ferð þú með dolluna í Jeppaþjónustu Arons og lætur hann stilla inn fyrir þig.
Þetta er það sem þú átt að gera! og hlíddu svo strákur!.
Seinna meir færð þú þér milligír og þá ertu í góðum málum sérstaklega þegar þú ert búinn að panta 4:10 hlutföll í hann frá USA ($400).
Kv.
Benni
04.12.2003 at 23:46 #482054nú er búið að snúa mér í margar 180°. Það virðist vera fifty fifty. Ég fór í stál og stansa áðan og kom úr búðinni eins og skoppara kringla.Þegar ég kom inn var ég búinn að ákveða 5.71. Afgreiðslumaðurinn var eins og ég á báðum áttum en svo kom inn kúnni sem sagði hiklaust 5.29 því hitt væri bara drasl. Hann braut víst 5.71 hlutföllin sín í beygju, var ekki með læsingarnar á. Hann sagði að fjórar tennur hefðu brotnað. Nú er ég meira hallandi að 5.29. En þakka svörin samt sem áður.
P.S. ég á 4.10 úr bensín bíl svo ég þarf ekki að panta úr ameríkunni. En ég á millikassa úr bensín bíl og var að spá hvort ég gæti ekki notað hann?
04.12.2003 at 23:55 #482056Ég held að menn séu of fastheldnir á eitt ,ég er með 5:71 hlutföll á 44" runner en ég segji ekki að 5:29 séu drasl svo fer það eftir því hvað þú ert með stóran kamb hvort hann sé 7 1/2" eða 9" hversu margar tennur snerta á 7 1/2" snerta 1 1/2 tönn en á 9" 2 tennur , það munar ekki svo miklu á 5:71 og 5:29 er með hlutföll frá arctic trucks sem ég er afar sáttur við í það minnsta ennþá Snorri í SS Gíslason setti þau í fyrir mig og hann talaði um ef þau eru vel sett í og stillt inn þá á þetta að endast þrælvel . Ef þú reynir að spóla í hvert skipti sem þú tekur af stað þá geturðu auðveldlega brotið allt hvort sem það er 5:29 eða 5:71 , 5:71 hefur lægri gírun og hentar því betur í akstur í snjó ef færið er þungt , er það ekki það sem við erum að leitast eftir þ.e.a.s. að leika okkur í snjónum svo eru 38" dekk ekki gerð fyrir meiri en 80 km hraða og 44" dekk bara fyrir 60 km hraða :).
Hlutföllin sem voru í bílnum hjá mér skemmdust vegna þess að boltarnir í kambinum höfðu ekki verið límdir í (kunnáttuleysi þess sem skipti um þau) , svo maður verður líka að passa sig á því við hverja maður skiptir.
07.12.2003 at 00:23 #482058Jæja nú er ég búinn að kaupa 5.29. Það eru færri og stærri tennur á 5.29 en 4.3.Á 5.29 er 37 t á kamb og 7 á pinion en á 4.3 eru 43 tennur á kamb og 10 á pinion. En ástæðan fyrir því að 5.29 er veikara er af því að pinioninn er minni en orginalinn og eins og freyr sagði þá tekur bara ein tönnin fullt á en tvær sem rétt sleikja. 5.29 er þannig séð sterkara en tekur bara ekki á jafn mörgum tönnum og 4.3
07.12.2003 at 14:01 #482060Sæll Bjaddni (Bjarni)
Hvar keyptirðu drifin og hvað kostuðu þau. Var bara að spá því ég pantaði þau frá Ring&pinion fyrir ca 10 mánuðum og þau kostuðu mig um 42 þús komin í hendurnar á mér. Verðið sjálf var um 210 dollara (ca 16 þús) restin eru tollar, vsk og flutningskostnaður.
kv
Hvati
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.