This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Karl Hermann Karlsson 15 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Mig langaði að forvitnast hjá þeim sem eiga/hafa átt eða ferðast með 46 og 49″ Bílum hvernig þetta er að koma út , t.d í samanburði við 38″ léttari bíla og 44″ bíla eins og patrol og þetta algengasta.Ég á 49″ bíl sem vigtar c.a 3.8 tonn klár í smá rúnt á heiðina ..
Semsagt , engin léttavara en léttari en margir af nýrri 49″ bílunum samt.Eg hef aldrei keyrt hann í snjó , og það verður ábyggilega lífsreynsla út af fyrir sig að jeppast á vörubíl.
En mig langar að ganni að heyra frá þeim sem þekkja , við hverju maður má búast ?
Hann er reyndar bara á 17″ breiðum felgum , en góðum dekkjum.
Mér finnst ekki ólíklegt að það komi betur út að skera í munstur og hliðar , en kanski að maður prófi þetta fyrst svona.Kv. Kalli
You must be logged in to reply to this topic.