FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Dreymi um pajero

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dreymi um pajero

This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of  Anonymous 22 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 01.03.2003 at 16:48 #192260
    Profile photo of
    Anonymous

    Ég verð að segja að hér í kulda og trekki og engum snjó, í útlandi, get ég ekki annað en hugsað um hverning komandi fallegasti bíll á fjöllum lítur út.
    Mér skilst að dúkkan hanns Björns Þorra verði tilbúinn fyrir 1000 bíla ferðina um næstu helgi, ef hún er ekki tilbúinn nú þegar.
    Verða ekki settar inn myndir af dúkkunni um leið og hún er tilbúinn? Verð að fá að sjá hana.
    Ég er að deyja úr pajeroþrá.

  • Creator
    Topic
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)
  • Author
    Replies
  • 01.03.2003 at 17:30 #469710
    Profile photo of Kári Rafn Þorbergsson
    Kári Rafn Þorbergsson
    Member
    • Umræður: 114
    • Svör: 480

    Fáðu þér Pajero sport á 38" þeir eru örugglega flottir





    01.03.2003 at 18:14 #469712
    Profile photo of Hilmar A. Baldursson
    Hilmar A. Baldursson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 91

    Hvernig væri nú að fara að vakna!!!. Og kannski fara að læra því annars verður þetta aldrei annað en draumur:-)
    granna kveðja
    hilbal





    01.03.2003 at 22:42 #469714
    Profile photo of Markús B. Jósefsson
    Markús B. Jósefsson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 78

    Sælir,
    hvernig væri nú að láta reyna á græjuna áður en menn byrja að dreyma?
    Ég held að þetta verði mjög flott tæki, og taki sig vel út á fjöllum og fyrnindum. Geti jafn vel og aðrir.

    Og Hilbal, hvað er Mazdan föl fyrir? í dönskum, þar sem við báðir erum í úttlandinu og DREYMUM?
    kv.
    Krúsi





    02.03.2003 at 07:50 #469716
    Profile photo of Hilmar A. Baldursson
    Hilmar A. Baldursson
    Participant
    • Umræður: 34
    • Svör: 91

    Sæll Markús.
    Mastan er jú bara samnings atriði. Hef séð þær á 59 þús dkr á bílasölum sem er alltaf dálítið yfir raunsæu verði, en ég er jú alltaf til í samninga viðræður.
    hilsen Hilbal
    Ps. er ekki að deyja úr pajero þrá.





    02.03.2003 at 10:31 #469718
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Siggias.

    Jú, vonandi verður bíllinn klár fyrir 1000 bíla túrinn, en þó má ekkert út af bregða til að það náist. Það leggja allir nótt við dag til að breytingin klárist fyrir þann tíma.

    Bíllinn stendur nú í hjólin og nánast allri vinnu í krami er lokið. Það gleymist hins vegar alltaf hve mikil vinna er í kantasmíði, en Gunnar Ingvi á Höfðanum er að klára kantamálin og lítur þetta út fyrir að verða helvíti flott.

    Hvernig sem allt veltist, verður bíllinn frumsýndur í HEKLU nk. laugardag en vonandi verður græjan líka ferðafær. Ég lofa mynd í albúmið mitt um leið og allt er klárt.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    02.03.2003 at 21:13 #469720
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Já, nú er maður í skýjunum :)))

    Skruppum smá prufutúr í dag. Daman fór vel með bílstjóra og farþega… Virtist til í tuskið og enga leti að finna… (kvartaði a.m.k. ekki undan höfuðverk).

    Tókum formann Pajero klúbbsins með og hann var ekki lítið montinn, – fékk að keyra og ætlaði ekki að fást til að stoppa…

    Ferðakveðja,

    BÞV





    08.03.2003 at 09:11 #469722
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta lítur alveg rosalega vel út svona framanfrá séð og án efa fallegasti bíll sem ég hef séð.
    því segi ég til hamyngju Björn Þorri með bílinn.
    Ég bíð spenntur eftir flerri myndum, svona heildarsýn.





    08.03.2003 at 15:19 #469724
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    hvernig er það, náðist að klára djásnið fyrir 1000 bílaferðina?





    08.03.2003 at 21:29 #469726
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir.

    Já, báðir nýju "38 Pajero bílarnir fóru í 100 bíla ferðina í dag og reyndust vel. Frábær fjöðrun og fínn kraftur/tog. Það náiðist ekki að setja í þá hlutföll fyrir daginn í dag, þannig að vonandi verður snjóaksturinn enn betri á lægri hlutföllum. Svo þarf aðeins að laga úrklippu (2-3 cm. sýnist mér) en annars allt í standi.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    09.03.2003 at 16:46 #469728
    Profile photo of Haraldur Sverrisson
    Haraldur Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 11
    • Svör: 108

    Til hamingju með bílinn BÞV. Áttu ekki fleiri myndir af honum? Það væri líka gaman að sjá myndir af breytingaferlinu.

    Fjallakveðja HarSv.





    10.03.2003 at 17:58 #469730
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Verð að segja alveg eins og er að bíllinn skánar mjög eftir því sem honum er breytt meira frá uppruna sínum. T.d. er 35" bíllinn alveg glæsilegur ásýndar, og nú 38" bíllinn líka (til hamingju Björn!). Gaman þegar fjölgar í flórunni!
    bv





    10.03.2003 at 19:35 #469732
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sælir félagar.

    Takk fyrir hamingjuóskirnar! Já, ég tek undir það að breyttir bílar (á stærri hjólum) eru almennt fallegri en óbreyttir. A.m.k. held ég að við jeppafólk séum flest sammála um það.

    Ég setti nokkrar myndir í albúmið mitt í gær og tek svo vonandi fleiri þegar farið verður að ferðast af einhverju viti.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    10.03.2003 at 21:03 #469734
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Jæja félagi.

    Heyrst hefur að þú hafir látíð Pæjuna hafa fullan mótor á leið um fjöllin blá á laugardaginn ! Veist þú ekki að gott er að tilkeyra mótora smá áður en að full gjöf er prófuð. Frétti líka að græjan hafi fengið að finna fyrir því í miklum ójöfnum. Á ekkert að segja félögum sínum frá fjöðruninni ???

    Kv
    Palli





    10.03.2003 at 22:37 #469736
    Profile photo of Björn Þorri Viktorsson
    Björn Þorri Viktorsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 1380

    Sæll Palli.

    Það er naumast að formaður Pajero klúbbsins hefur góðar heimildir… Varst þú ekki að hræra í súkkulaði á Kringluplaninu allan daginn???

    Nei, ég botnaði hana aldrei – auðvitað tilkeyrir maður dömuna ljúflega fyrst um sinn, annars verður sambandið aldrei gott… (ég hef líka heyrt að það sé gott ráð að bjóða nýjum dömum í bíó svona meðan sambandið er að þróast).

    Annars er það rétt, þótt ég teldi fyrirfram að fjöðrunin myndi virka vel, þá kom það sannarlega á óvart hvílíkur draumur þar er á ferð. Jú jú, það var talsvert sprett úr spori á hluta heimleiðarinnar, enda eins gott að brjóta draslið strax eins og að lenda í því síðar og þá hugsanlega við verri aðstæður.

    Mótorinn er líka ferlega skemmtilegur og togar heil ósköp og þessi 5 þrepa skipting kom þægilega á óvart. Ég hef nú aldrei fyrr átt sjálfskiptan jeppa, þannig að maður kann nú svo sem ekkert sérstaklega á svoleiðis búnað, en það hlýtur að lærast.

    Annars ætla ég nú ekkert að fara að hljóma eins og Gressi á Terracan á sínum tíma, en þetta er nú samt tilfinningin við fyrstu viðkynni… og á maður ekki að segja það sem manni finnst… það segir mamma mín að minnsta kosti.

    Það á nú samt eftir að taka á þessu dóti í alvöru túrum og við erfiðar aðstæður og best að sjá til hvernig það gerir sig.

    Ferðakveðja,

    BÞV





    11.03.2003 at 16:55 #469738
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég hef eina spurningu varðandi nýjabílinn hans Þorra.

    Þar sem hann breytti um bílategund frá TOYOTA yfir MMC, þotti TOYOTU-mönnum það synd og vilda þess vegna gefa nýja bílnum hans nafnið Sindy vs. Barbí. En þar sem mönnum þotti þetta synd er þá ekki rétt nafngift Syndí ? mér er spurn.

    Kv. vals





    11.03.2003 at 17:13 #469740
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Ég verð bara að fá að taka til máls þó ég þekki ekki viðkomandi en mikið "#$%koti er þetta nú laglegur bíll sem þú hefur eignast þarna Þorri. Ég var rétt nærri búinn að keyra útaf þegar ég mætti þér. En allavega, magnaður bíll.

    Kveðja
    Lada

    I’d rather push my Lada than drive a Pajero
    (Þetta varð að fylgja:)





  • Author
    Replies
Viewing 16 replies - 1 through 16 (of 16 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.