This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Vilhelm Snær Sævarsson 16 years, 4 months ago.
-
Topic
-
Símasaga af vesturlandi og vestfjörðum.
Hæ ég var að rekast á þessa frétt á ruv.is. Sem er reyndar nokkra daga gömul.
Ég sjálfur fór um Dali og vestfirði í síðustu viku, vopnaður g.s.m og Tetra. Ég fór reyndar á slyddaranum svo ég var ekki með nmt. En útkoman var sú að Vodafone gsm síminn datt út á Bröttubrekku. Síðan ók ég um Miðdali og inn Hörðudal ( í Hörðudal er 10 bæir ) og var utan þjónustusvæðis. Úr Hörðudal ók ég í Búðardal og datt þá aftur inn og var í sambandi inn að Laugum í Sælingsdal. Ákvað ég að gista í Sælingsdalnum innarlega og við aksturinn inn dalinn þá datt ég aftur úr sambandi við gsm. Þar sem ég tjaldaði í dalnum var ég sambandslaus. Þess má geta að það er bær í byggð innan við þar sem ég tjaldaði. Inn í Höðrudal kveikti ég á Tetra og viti menn ég var utan þjónustusvæðis. Daginn eftir ok ég Svínadal og um leið og ég kom í fyrstu brekkurnar inn dalinn þá hvarf gsm sambandið. Ég ók svo vestfjarðarhringinn með viðkomu á Patró. Þar að segja ég tók stóra hringinn á þetta. Og svo var farið á Ísafjörð og inn Djúp og yfir Þorskafjarðarheiði.
Ég myndi álíta svona eftir á að hyggja að ég hafi verið utan þjónustusvæðis svona 70% ferðarinnar ef ég ætti að slummpa á einhverja tölu. Barðaströndin var meir og minna úti. Og stór hluti Djúpsins. Einnig heiðarvegirnir flestir. Ég prófaði aftur Tetra í Hörðudal og var utan þjónustusvæðis. Þess má geta að Vodafonsíminn minn linkaði sig oft inn á Síma endurvarpa. Ég prófaði Tetra símann lítið þar sem hann eyðir svo svakalegu rafmagni og ég nennti ekki að hafa convertinn í gangi enda fjandans hávaði í honum, en ætla þó að vera duglegri við það að prófa hann í sumar.
Þess má þó geta að símasamband er á Snæfjallaströnd, þó svo að þar séu engir bæir í byggð lengur. Það símasamband dettur svo út um leið og lagt er á Steingrímsfjarðarheiðina og kemur ekki inn fyrr en fer að nálgast afleggjarann á Þorskafjarðarheiðinni. Þar að segja þegar fer að sjást í endurvarpabúntið á Steingrímsfjarðarheiðinni. Þeir eru greinilega ekki langdrægir þeir endurvarparnir enda ekki nema nokkrir kílómetrar á milli.
Ég skoðaði dreifimynd Vodafone og myndi segja að þar sé skautað illilega framhjá sannleikann.
Ég skoðaði líka dreifimynd Símans og myndir segja að þar sé skautað illilega framhjá sannleikanum.
Það er merkilegt að þessi fyrirtæki fái að birta hvað sem er án ábyrgðar.Síminn gagnrýndur harðlega, Fyrst birt: 27.06.2008 17:36
Þórhallur Þorsteinsson, formaður ferðafélags Fljótsdalshéraðs gagnrýnir það harðlega að Síminn hafi slökkt fyrirvaralaust á NMT farsímasendi á Slórfelli nálægt Möðrudal á Fjöllum í gær. Sendirinn hafi tryggt NMT símasamband á hálendinu norðan vatnajökuls og sé mjög mikilvægt öryggisatriði.
Sendirinn hefur tryggt NMT farsímasamband á vinsælum ferðamannastöðum svo sem Kverkfjöllum, Herðubreiðarlindum, Öskju og Hvannalindum. Þórhallur Þorsteinsson, segir það alvarlegt fyrir félagið og almenning að slökkt skuli hafa verið á sendinum.
Hann segist ekki hafa fengið nein skýr svör frá símanum um ástæður þess að slökkt var á sendinum og hann er mjög ósáttur við að það skuli hafa verið gert fyrirvaralaust án nokkurs samráðs
You must be logged in to reply to this topic.