This topic contains 1 reply, has 1 voice, and was last updated by Davíð Örvar Hansson 18 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Ég hef verið að lesa Draumalandið, Sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð eftir Andra Snæ Magnason. Stórkostleg bók sem ég hvet alla náttúruunnendur til að lesa. Ætti að vera skyldulesning hjá þeim sem unna hálendinu.
Vissuð þið til dæmis að Bandaríkjamenn hentu um 800.000 tonnum af áldósum framhjá endurvinnslu árið 2004, þá eru ekki meðtaldir álbakkar og álpappír og aðrar umbúðir sem færa töluna upp í 1,2 milljónir tonna á ári. Það er næstum því fjórföld ársframleiðsla fyrirhugaðs álvers Alcoa á Reyðarfirði. Með því að grafa dósirnar tapast orka sem nemur þremur Kárahnjúkavirkjunum á ári. … Eru Íslendingar í þessu samhengi að að bjarga heiminum með „hreinni orku“ eða hvetjum við kannski til sóunar með því að meta ekki til fjár landið sem er lagt undir þennan iðnað? (sjá nánar á bls. 203-204).
Það er af mörgum dæmum að taka sem tala afar skýru máli í þessari mjög svo þörfu bók. Ef þú lest eina bók á ári er þetta bókin.
Kv
Benni
You must be logged in to reply to this topic.