Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Dráttur á Hilux
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Atli Atlason 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
05.09.2006 at 21:01 #198495
Anonymousveit einhver hvernig það er að draga fellihýsi og svoleiðis á hilux bensín 35″ breyttum bíl , er nefninlega að skoða svona bíl en er svoldið hræddur um að maður verði bara lestarstjóri á þjóðvegum landsins og að eyðslan rjúki uppúr öllu þegar að maður hengir 6-700 kg aftan í
menn eru soldið að hræða mann frá mússóinum !
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.09.2006 at 21:21 #559462
Njóttu þess bara að horfa á landið. Hámarkshraði með aftanívagn er 80kmh. Toyotan ræður vel við það.
ættir að geta togað vagninn á 50-60 upp kambana líka.Það er fáránlegt ef pressan er orðin slík í umferðinni
að menn séu ekkí á alvöru bílum eða gjaldgengir í vegi nr.1 nema þeir geti keyrt með stærstu hjólbörurnar á 120 kmh.Ég set minn bíl bara í cruise á ca 90kmh og ef einhver vill fara framúr þá bara gerir hann það.
Ekki láta segja þér að þú þurfir 300 hesta til að draga einar hjölbörur. 3 mánuði á ári.
05.09.2006 at 22:41 #559464Já… þetta er akkurat viðhorfið sem vantar í umferðina hérna. Ég borga mína skatta og þarf ekki að sýna neinum öðrum tillitsemi. Flott, frábært hjá þér, ég vona bara að þú verðir ekki á ferðinni á sama tíma og ég, því ég tel hættulegt að vera nálægt fólki með þessi viðhorf í umferðinni.
Hvað varðar kaup á Hilux að þá höndlar hann þjóðvegahraðann vel og ef hann verður eitthvað þreytulegur í brekkunum heldurðu þig bara til hægri og notar vegaxlirnar þar sem þær eru til að auðvelda þeim sem á eftir eru framúraksturinn.
05.09.2006 at 23:59 #559466Ég ók nú einusinni um á svona fararskjóta og fannst mér hann nú alltaf eyða meira en góðu hófi gengdi. Síðan í það eina skipti sem ég hengdi sleðakerru aftan í hann sá ég bensínmælin falla hraðar álit mitt á þessari vél. Mæli ekki með þessu!
Kv. Davíð
06.09.2006 at 00:51 #559468er þessi vél ekki með frekar viðkvæma súrefnisskynjara í pústinu? Allavega þá fara efi vélar að eyða alltof miklu ef hann virkar ekki sem skildi.
Faðir minn átti svona bíl á 31 tommu, hann var nú ekkert að eyða gríðarlega miklu, kannski svona 14 lítrum á þjóðvegi. Það þykir nú ekki sæmt miðað við margt.
06.09.2006 at 11:36 #559470Tillitsemi í umferðinni er sjálfsagðasti hlutur.
Ca út fyrir upphaflegt efni þráðsins….
En það er fáránlegt ef ökumenn þurfa að vera undir
svo mikili pressu í umferðinni að þeir geti ekki hugsað sér að eiga ákveðnar bíltegundir, vegna þess að þeir geti ekki dregið vagnana sína yfir löglegum hraða eins og allir hinir.
Ég hef ferðast með vagninn minn í 10 ár og mér þykir svakalegt hvað mönnum liggur á á milli bensínstöðva.
fór hringinn um daginn sami bílinn tók framúr mér 3 sinnum
með vagn líkl verið á ca 120-140 zikk zakkaði milli bíla. hann stoppaði á hverri einustu bensínstöð. Og í eitt skiptið sem hann var að taka framúr vantaði lítið upp á að það kæmi til útafaksturs..Hvati finnst þér eðlilegt að þeir sem keyri á löglegum hraða séu lestarstjórar eða að þeir séu of sjálfselskir til að keyra hraðar en lög segja til um. svo þeir sem eru fyrir aftan komist hraðar. Málið er að það er sama hversu hratt þú ferð það er alltaf einhver sem þarf að sýna þér að hann kemst hraðar. Ég horfið á bíl sem ég kannast við eiganda á sem var á 180 í hvalfirðinum, og þar er tekið framúr.
Einhver staðar setja allir línu sumir í 140 aðrir 120 flestir í 95-100 þar sem það er sektarlaust. hvar eru þín mörk hvati.
Það er frekar þroski í umferðinni að þurfa ekki að vera að sanna hvað bílinn þinn getur öllum stundum.
HIHI alltaf gaman að sma´röfli og lífi á vefnum 😉
06.09.2006 at 12:29 #559472
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég tók nú bara svona til orða með lestarstjórann , virðist hafa farið meira fyrir brjóstið á sumum en öðrum en meiningin var nú bara su að maður þyrfti ekki að keyra allar brekkur á 1sta lága til að komast yfir stærri brekkur með vagn aftan í , ekki til að geta haldið bílnum í 120 alla leið
Er bara að forvitnast þar sem að þessir bílar eru ekki þekktir fyrir að vera þeir kraftmestu ..
06.09.2006 at 12:50 #559474okkar áttu fyrir 2árum Pajeró 2.5 DT á 35“ og ferðuðust við mikið saman og báðir með fellihýsi.
Hann var enginn lestarstjóri og héldum við yfirleitt þetta 90-100 km hraða. Kom fyrir í mjög bröttum og löngum brekkum að það dró niðurí honum en ekkert til að hafa áhyggur af. Ég er algjörlega sammála MMC, að þegar fólk keyrir einsog samviskulausir vitleysingar með einhver flikki í togi að það er ekkert annað en stórhætta að svoleiðis háttarlagi. Ég hef ekki verið barnana bestur en að keyra langt yfir 100km hraða með eitthvað aftaní bílnum er ekki normal. Sama á við þá sem hanga á 60-80km hraða og gefa engan séns á framúrakstri þar sem því er viðkomið.Dráttarkv.Svavar.
06.09.2006 at 13:10 #559476Ég neyðist til að vera sammála MMC núna, ég keyri minn trukk á 95 (+/- 5) úti á hinum almennu þjóðvegum og á 400km leið er ég oft að sjá sömu bílana fara 3-4 sinnum fram úr mér, margir hverjir með aftanívagna og þ.a.l. með lægri löglegan hámarkshraða en ég. Svo lendir maður við hliðina á sama bíl á ljósum inn í Reykjavík… þannig að ávinningurinn er enginn. Eftir að ég skipti úr fólksbíl í landbúnaðartæki þá lækkaði ég minn meðalhraða um 10 úti á vegi og ég finn ekki fyrir því að ég eyði meiri tíma í ferðalög.
Gleymum því ekki að þetta er [b:20gj3jon]hámarks[/b:20gj3jon]hraði ekki lágmarkshraði og mér finnst það sjálfsögð tillitssemi að taka smá samúðarhægju með þeim sem hægt komast upp brekkur 😉 Það er líka sjálfsögð tillitssemi okkar sem hægar förum að gefa merki um hvenær framúrakstur liggi vel við, gefa gott pláas og greiða þannig fyrir umferðinni.
06.09.2006 at 14:15 #559478Ég er ekki á stórum bíl og ferðast mikið á sumrinn
með tjaldvagn sem er um 520 kg með öllu sem fregar þungur, ég lét reina á hvað migið ég græddi á tíma með því
að keira á 100 til 110 km og sömu leið til baka á 90 til 95 km
ávingurunn var einginn þar sem ég var meira á brensuni þegar ég keirði á 100 til 110 og eiddi meira bensín um 7 Lítrum, og tala ekki um meira stress við lita eftir lögguni.
( það betra fara á löglegum hraða og komas alla leið þó að
bílin sé ekki með stór vél )
kv,,,MHN
06.09.2006 at 15:19 #559480þessu var nú alls ekki ætlað að vera skot á þig. Bara svona almenn umræða um umferðina….
Ég ferðast talsvert mikið og maður hefur það stundum á tilfinningunni að maður sé fyrir í umferðinni þó maður sé á 100kmh í rigningu, rökkri, hálku eða nefndu það.
sumir þurfa að keyra á 110 sama þó það sé snjór.
í hittífyrra var ég á leið til Akureyrar að vetri til. það var ca 15-19cm snólag á veginum oft á tíðum á einum kaflanum sem var auður var tók framúr mér 4×4 fólksbíll. í næsta snjóskafli kom ég að honum 100 metra útfyrir veg og á kafi í snjó. Allt í lagi ég togaði hann upp og reddaði þessu keyrði svo af stað eftir 20 mín var vinurinn kominn aftur og ég hleypti honum fram úr og hann brunaði framúr. Með rassin skautandi í allar áttir. Eins og ekkert hafi í skorist. með 3 farþega í bílnum.
Þetta er bara magnað hvað við íslendingar erum sko vanir menn í umferðinni sko. Getum sko keyrt á hámarkshraða sama hvernig viðrar sko.
Enda erum við sko heimsmeistarar í öllu 😉
06.09.2006 at 20:00 #559482ég á bensín Hilux á 35 með orginal hlutföll meirað segja
og það er alveg hægt að halda 90 100 með kerru aftaní hann hægir nátturulega á sér í brekkum en ekkert sem gerir til
06.09.2006 at 20:09 #559484… þá var það atvinna mín að aka yfir Hellisheiðina nokkrar ferðir á dag. Maður sá þetta sumar nokkuð mörg tilfelli þegar hurð skall nærri hælum en tiltölulega fá þeirra voru vegna vegna ofsaaksturs þó að það kæmi fyrir. Flest þessara tilfella urðu í venjulegum framúrakstri í kringum bíla sem óku hægar en eðlilegur umferðarhraði sem var þarna 90-110. Þegar menn héldu þessum eðlilega umferðarhraða var yfirleitt ekkert að gerast og engin að taka framúr og þess vegna engin hætta á ferðum. Hvað varðar upprunalegt efni þráðarins þá finnst mér persónulega hundleiðinlegt og líka afskaplega þreytandi að draga með bíl sem hefur ekki afl til þess. Þú þarft að vera allan tíman á vaktinni að spá í að missa ekki niður hraða að óþörfu, misbjóða ekki bílnum og athuga hvort þú ert ekki fyrir. þetta er þreytandi bæði andlega og líkamlega. Að draga með bíl sem hefur nóg afl er miklu meira afslappandi og þú nýtur ferðalagsins betur. Og þar á ofan kemur aflmeiri bíllinn líklega til með að eyða minna.
10.09.2006 at 23:22 #559486ég er á hilux 2.4 bensín og á 38" og ég kvarta ekkert yfir því að vera með tjaldvagn og fullan bil af drasli meina má vera meira afl i kömbunum en annars er hann finn bara hann er undir 20litum með allt i eftir dragi eyðir um 15 litum venjulega á hundraði
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.