This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 19 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Ég tók eftir því þegar ég var búinn að borga gíróseðilinn með félagsgjöldunum í heimabankanum að það var búið að klína á hann dráttarvöxtum. Hvaða rugl er það?? Bara svona prisippsins vegna þá hefði ég ekki greitt þennan seðil ef ég hefði rekið augun í þetta fyrirfram. Þetta var svo sem ekki stór upphæð, enda eindagi fyrir 4 dögum, en hvað næst? Ef ég hefði ekki greitt væri þá Intrum eða álíka á leiðinni til mín að gera lögtak í jeppanum?? Hefur stjórn heimild til að dráttarvaxtareikna félagsgjöldin. Ef svo er þá þarf að kippa því umboði til baka hið snarasta.
Kveðja frá einum sem er svekktur, ekki út af 45 kallinum heldur prinsippinu.
Pétur Blöndal Gíslason
R-2343
You must be logged in to reply to this topic.