Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dráttartóg
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Magnús Birgisson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2007 at 16:44 #201223
Nú þarf ég að fá mér nýjan spotta í bílinn. Hvernig dráttartóg er best fyrir mig að fá og hvar er best að kaupa spotta.
kv
Þórður Ingi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2007 at 17:20 #604122
Ég hef verslað við Ísfell sem lengst út í Hafnarfirði og er ágætis búð (svona fyrir utan staðsetninguna…). Þar er hægt að fá allar lengdir og sverleika af spottum með mismunandi teygju og splæstar lykjur á endana ef maður vill.
Ég man ekki alveg specurnar á þeim sem ég keypti en hann er mjög passlegur finnst mér, u.þ.b. 18m og kostaði 9.000kr og er þægilegur í meðförum og ekki slitnað ennþá. Slitþolið þarf auðvitað að vera í stíl við þyngd bílsins.
Gamalt efni af vefnum [url=http://www.f4x4.is/new/forum/?file=bilarogbreytingar/1098:dbxw65xg]HÉR[/url:dbxw65xg].
20.11.2007 at 17:20 #604124Ef þú notar leitina þá er hægt að finna kílómetra af þráðum hérna um þetta sama efni.
20.11.2007 at 17:30 #604126Takk ég mun líta ísfell. Gott að þeir séu í Hafnarfirði.
20.11.2007 at 17:36 #604128Þórður ef þú ert á leið á skúrakvöldið v. nýliðaferðanna í kvöld getur þú séð hvernig þetta lítur út, það er einn svona í skottinu hjá mér og svo er ég með líka frá Ísfell svona D-lása (heita örugglega eitthvað flott en ég kann ekki flottara nafn) til að hengja þá í hinar og þessar festingar.
20.11.2007 at 17:51 #604130Ég kemst ekki á skúrakvöldið í kvöld þar sem ég er í Skagafirði kem í bæinn annaðkvöld. Ég var svo að frétta það að bróðir minn á kaðal og lása frá Ísfelli svo ég mun skoða hjá honum á morgun.
kv
Þórður Ingi
20.11.2007 at 18:50 #604132Ætla að fara að versla mér tóg í bílinn og fór að leita á 4×4 vefnum og fann þar hvar ég á að kaupa hann en einnig fann ég myndir af öryggislínu sem mér finnst nauðsynlegt að vera með. Það eru myndir frá Lárusi Rafni um hann. Hér er slóðin.
[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=skyrinarmynd/4811:8rj6kdek][b:8rj6kdek]Öryggislína[/b:8rj6kdek][/url:8rj6kdek]
21.11.2007 at 10:52 #604134Strákar, eruð þið með mynd af svona lásum?
Mér er illa við lása en er samt að spá í að fá mér einn.
Kv.
Dúkkan
21.11.2007 at 11:49 #604136Pdf skjal frá Ísfell með myndum [url=http://www.isfell.is/vorulisti/pdf/2_103.pdf:equ6f0c8][b:equ6f0c8]hér[/b:equ6f0c8][/url:equ6f0c8],ath að versla eingöngu lása sem eru brotaþols prófaðir.
Kv-Dolli
21.11.2007 at 13:21 #604138Rétt hjá Dolla að það er rétt að nota þá lása sem eru brotaþols prófaðir. En ef menn eru með nægjanlega sterkan lás er þetta sterkari búnaður en margur dráttarkrókurinn og hættan kannski oft mest af því að krókurinn gefi sig. Ef það gerist er auðvitað ekkert óskaplega sniðugt að vera með þungt járnstykki fast í spottanum en aðalmálið auðvita að huga að styrkleika alla leið inn að grind.
Sjálfur er ég með að framan tvö þokkalega sterk augu, orginal af gömlum Landrover, boltuð með stuðarafestingunum í grindina með fjórum boltum og nota svo svona D-lás eða Hörpulás til að festa spottan við (þá sjaldan að það þarf að festa í Breska heimsveldið að framan). Með þessum búnaði hef ég ekki áhyggjur af þessu. Það er betra að vera með splæstan enda og nota svona lás heldur en að hnýta spottann, því slitþol spotta getur rýrnað um allt að 60% í hnút á móti 10-35% í splæsingu.
[url=http://www.mountainfriends.com/html/spottaspeki.html:1skgwv90][b:1skgwv90]Heimild[/b:1skgwv90][/url:1skgwv90]
Kv – Skúli
21.11.2007 at 19:41 #604140Sælir strákar..
ég hvet ykkur hér með til þess að nota aldrei lása eða annað járnadót í sambandi við drátt eða uppkippur úr festum nema nota einhvern sambærilegan búnað og ég gerði þegar ég bjó til öryggisbeltið á kaðalinn minn. Ég er búinn að endurhanna búnaðinn og gera hann mikið betri og notendavænni, skelli inn myndum af því fljótlega.
eins og ég segi við síðustu myndina þarna: "Ég nota þessa D-lása vegna þess að þeir passa t.d. beint uppá dráttarkúlur og þótt þær rifni af þá eru þær fastar í kaðallinn. Öryggislínan sér svo um að þetta fljúgi ekki í hausinn á neinum ef eitthvað gefur sig"
kveðja,
Öryggisóði hjálparsveitarlúðinnp.s. það hefur reynt á þennan búnað og sannaði hann sig við þær aðstæður, bjargaði því að ekki fór dráttarkúla á flug.
21.11.2007 at 20:11 #604142Mikið er ég ánægður og sáttur við þetta sem kemur frá honum Lárusi Rafni. Ef menn gera þetta nákvæmlega eins og hann gerir ráð fyrir, þá er þetta gríðarlega mikið öryggi. Ég held að allir með nokkra reynslu af slarki og festum hafi séð hverskonar slys geta hlotist af þegar eitthvað gefur sig við drátt á föstum bílum. Ég hef fyrir mína parta haft mestu ótrú á öllu járnadóti í spottum, en viðurkenni hinsvegar kosti þess að hafa lás af þeirri gerð sem Lárus Rafn mælir með. Það verður heldur aldrei nógsamlega undirstrikað hvað það getur verið gagnlegt að henda einhverju ofan á tógið sem dregið er með, t.d. hönk af öðru tógi. Allavega þarf að gæta þess að þetta "eitthvað" tolli þar sem því er ætlað að vera en detti ekki af þegar verst gegnir. "Thumbs up for Lárus Rafn" hann á allt gott skilið fyrir góða lausn.
21.11.2007 at 20:56 #604144Það þarf samt að hafa í huga að það getur verið meiri hætta af því að þræða spottann í gegnum augað og hnýta hnút heldur en nota splæstan enda og lás, svo fremur sem lásinn er nægjanlega sterkur og dráttarkrókurinn í lagi. Lykilatriðið er að allar festingar séu í lagi og spottinn slitni ekki, en auðvitað sjálfsagt að gera alltaf ráðstafanir til að stoppa sláttinn á spottanum ef eitthvað gefur sig.
Kv – Skúli
21.11.2007 at 21:29 #604146Ég held að besta útfærsla á öryggislínu sé að eftir að það er búið að stinga henni í gegnum spottann ef það sé gert,sé einnig að bensla hana með vissu millibili með grönnu snæri en samt ekki marga vafninga.
Þó svo að þessir lásar séu brotaþols prófaðir þá geta alltaf komið gallaðir lásar,en þá er það oftast
þannig að smá hola myndast inní lásnum sem ekki sést að utan og virkar eins og hola inní osti ( galli í steypu ) …..
Við mikið átak og jafnvel mjög lítið geta þessir lásar brotnað og valdið miklu tjónu á bílum og fólki,ef ekki dauða.
Þannig að öryggislínan sem Lárus hefur verið með og er að hanna er held ég nauðsynleg ef þessir lásar eru notaðir.
Ég hef orðið fyrir því að svona lás brotnaði er ég var að segja spilmanni til útá sjó,og straukst hann í hjálm sem var á kollinum á mér og kom svo aðeins í hendina á mér,þannig að vissulega er nauðsyn að fara varlega þegar þeir eru í notkun.Kv-Dolli
21.11.2007 at 22:54 #604148Barbara þu skalt fa þer las sem heitir horpu las , Þad er mjog gott ad binda i þa er vel opnir og ef fleyrri þurfa ad binda i lasinn þa er þad ekki vandamal þvi þetta eru vel opnir lasar . ( en naturulega ad hafa hann stipladan og vidurkendann) kv Maggi Willys
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.