Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dráttarspil
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Tómas Þröstur Rögnvaldsson 17 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.03.2008 at 09:34 #202031
Ætla að fá mér spil á jeppann. Festingar framan og að aftan og allt það. Finnst 9000 spil vera full þungt í meðförum. Það er til létt Come Up 6000 spil hjá Artic trucks. Er það eitthvað sem mun virka í 2200 kg. jeppa ? Reynslusögur ? Geri mér grein fyrir að það mun varla ráða við sírius krapafestur en ætti varla að vera verra að hafa það ef maður notar blakkir.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.03.2008 at 10:02 #616640
Farðu hér inn hér eru umræður um þetta
https://old.f4x4.is/new/forum/default.as … ngar/11663Kv,,, MHN
06.03.2008 at 10:21 #616642Allt hefur sína kosti. Ég er búin að vera með 6.000 punda spil í fjögur ár og notað það ca. 200 sinnum en sett í blökk svona 5 sinnum. Ég er á 2.2 tonna jeppi eins og þú. Kostirnir við svona lítið spil er að það er miklu hraðvirkara en sterku spilin, ef ég vil sterkara spil þá eru sett lægri hlutföll í gírinn og sverari vír/dinex. Einnig er það mjög handhægt, einnar handa ásetning.
Flestar festur er léttar og oft þarf ekki nema aðeins að taki í en ef festan er veruleg þá nota ég blökk. Oftast eða alltaf er betra að nota spil, þá fær maður mýkra tog og jeppinn kemst fyrr uppá hjarnið.
En eins og alltaf þá hafa þessi tól, hver svosem þau eru, sína galla og kosti en mesti kostur litla spila er hraðinn en ókosturinn að þau eru lítil.
kv. vals.
06.03.2008 at 11:32 #616644Hversu mikið léttara er 6000. spilið en það 9000.
06.03.2008 at 11:55 #616646Það er á milli 5,5 til 6 kg 6,000 eru um 30,o kg og hinn er um 36 kg . 6000 lb er að draga 1,5oo kg á 24 metrum en 9000 lb dregur 3 ton á 28 metrum. Það er alltaf betra vera með sterkara en veikara spil
kv,,, MHN
06.03.2008 at 12:16 #616648Come Up 6000S er 22kg með sætisskúffu sem fylgir með.
Come Up DV9000 er 33kg + skúffa = tæplega 40kg
Come Up DV9000I er 36kg + skúffa = um 40kg.
06.03.2008 at 13:40 #616650Ég á com-up 9000i sem er alveg frábært, en samt held ég að ég myndi fá mér 6000. spilið og blökk með því . Ég held nefnilega að þessi stefna okkar marga "stærra er betra"sé á villigötum og maður verður vitni að því að menn veigra sér við því að taka spilin með vegna þyngdar og segja að það sé nóg að einn í hópnum sé með spil ! en ef menn væru allir með lítil spil þá gætu 2-3 spil togað saman og þá væru menn síður að setja þyngdina fyrir sig, jú það skiptir stundum máli hvort 50 kg. séu sett einn meter fyrir framan framhjól með því vogarafli sem það hefur í för með sér, svo ég segji "minna er meira"
kv:Kalli litli
06.03.2008 at 16:51 #616652Ég er nú þeirrar skoðunar að þeim mun stærra – því betra. Það er nefnilega hægt að festa litla og létta bíla almennilega – og ef að menn eru á annað borð að fá sér spil þá ættu menn að horfa á 8 – 9500 fyrir bíla sem eru á bilinu 2 – 3500 kg.
Sumar festur geta nefnilega verið alvöru og um síðustu helgi togaði ég upp tvo "létta" bíla þar sem að í annari festunni dugði ekkert minna en Warn 16500 punda spilið mitt. Og helgina þar áður voru slíkar festur svo margar að ég var hættur að telja.
Og svo er ekkert mál að geyma spilið aftur í bílnum þar til að þörf er á því – enda er það miklu gáfulegara uppá endingu á spilinu – að maður tali nú ekki um vesenið þegar spilið er komið á kaf með framendanum og engin leið að færa það aftaná bílinn til að toga hann upp

Alvöru festa – léttur bíll, Warn 16,5ti að toga:
[img:f94u7vdd]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5967/49099.jpg[/img:f94u7vdd]Benni
P.S.
Svo hafa bílarnir tilhneygingu til að stækka hjá manni – og þá er ágætt að geta fært spilið á milli bíla
06.03.2008 at 18:26 #616654Þetta er líka kannski ekki alveg bara spurning um hvað bíllinn þinn er þungur heldur líka hvað eru þeir þungir hjá þeim sem eru að ferðast með þér, líklegt að þú þurfir að hjálpa þeim… er ekki viss um að þú myndir spila upp patrol á 44" sem væri sæmilega fastur með 6000 spili. Sjálfur er ég með 9500 og er sáttur með það… Dugði til að spila Benna upp 😉
kv. Axel Sig…
06.03.2008 at 20:31 #616656Það er nokkuð til í þessu með blökkina, að vera með einfalda blökk gerir all mikið en að vera með tvöfalda eða þrefalda blökk gerir enn meira og ef þú margfaldar blökkina nægilega oft þá getur þú í sjálfu sér dregið bílinn upp á höndunum. Þetta er þá komið út í spurninguna um lengdina á spottanum, ergo, þú getur valið milli þessa að vera með sterkt spil og stuttan spotta eða veikara spil og langan spotta. Ég held að grunnlínan hér sé sú að þegar átakið sem þú þarft að beita til að ná bílnum upp úr festunni yfirvinnur þyngdina á bílnum sem er að draga upp þá gerist ekkert annað en það að dráttarbíllinn dregur sjálfan sig í átt að fasta bílnum. Nema að til komi eitthvað aukið hald dráttabílsins, svo sem að festa hann í annan bíl eða snjóakkeri eða eitthvað slíkt, tré eða eitthvað slíkt er víst ekki að finna á hálendi Íslands. Nema vera skildi grjót. Kveðjur, L.
12.03.2008 at 12:03 #616658Takk fyrir greinargóð svör. Fékk mér 6000 spil. Þó svo að stærra spil sé mun eigulegra þá samsvarar þessi stærð spils bílnum betur og ætti að vera nóg fyrir hann sjálfan svona oftast. Einnig er ég með bensínvél og þar af leiðandi bara einn rafgeymir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
