Forsíða › Forums › Spjallið › Deildir › Eyjafjarðardeild › Drangajökull 3-6 apríl Ey4x4
This topic contains 24 replies, has 10 voices, and was last updated by Halldór 10 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2014 at 11:50 #454418
Þá er komið að eðal ferð ársins hjá Ey 4×4 „Drangajökull“. Eysteinn Pálmason fararstjóri verður með kynningu á ferðinni í húsi Súlna Hjalteyrargötu 12, þriðjudaginn 25. mars n.k. kl. 20:30. Á fundinum verður nánari lýsing á ferðinni og vara ferðaáætlun lögð fram.
MBK Ferðanefnd.
Þeir sem eru ákveðnir í að fara mega skrá sig hér á síðunniSkráðir:
Eysteinn og Helga
Haddi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.03.2014 at 07:38 #454561
Því miður kemst ég ekki á fundin, en er mikið að spá í ferðinni.
kvRaggi
25.03.2014 at 23:04 #454597Ég ætla að melda mig í ferðina en það er háð því að ég geti fengið að vera farþegi hjá einhverjum öðrum.
25.03.2014 at 23:35 #454598Steini og Helga ætla að fara
26.03.2014 at 12:44 #454604Hef mikinn áhuga á að koma, en veit það ekki alveg strax hvort ég kemst.
En Einar Ingi þú ert velkominn með mér ef af verður.
Kv. Trausti
26.03.2014 at 18:12 #454606Þakka þér fyrir Trausti, við kannski höldum því bara þannig þangað til annað kemur í ljós.
26.03.2014 at 20:57 #454609Gott kvöld.
Ferðatilhögun fyrir ferðina hljómar þá svona:
Lagt af stað fimmtudag 3. apríl kl 16:00 frá Shell Hörgárbraut.
Eknir u.þ.b. 370 km í Bjarnarfjörð að Hótel Laugarhóli. Þar munum við gista í þrjár nætur, verðið er 5000.- kr á mann í tveggja manna herbergjum með baði (3 nætur 15.000.-). Innifalið aðgangur að eldhúsi potti og sundlaug ( verðum með allt Hótelið fyrir okkur). Einnig stendur okkur tilboða lúxus 3 rétta kvöldverður á laugardagskvöldið humar, grill o.fl. verð 6000.-( Hugsum um þetta og ákv síðar.) Á föstudegi verður ekið upp á Steingrímsfjarðarheiði og stefnt á Drangajökul og í Reykjarfjörð, ekið til baka í Bjarnarfjörð seinni partinn ca 160 km.
Á laugardegi verður stefna sett á Glámu og Sjónfríði ef veður og færð leyfa og farið svo til baka í Bjarnarfjörð ca 160 km. Haldið heim á sunnudegi.
Fararstjóri verður Bjarnfirðingurinn Eysteinn PálmasonÁ fundinum var síðan Plan B ákveðið með fundarmönnum sem hljóðar svo: Lagt af stað fimmtudag 3. apríl kl 16:00 frá Shell Hörgárbraut. Ekið að skálanum Fjallaskarði sem er í eigu Austurlandsdeildar F4x4, Þetta er glænýr skáli byggður 2013 stendur norðan Þrælaháls á Fljótsdalsheiði í Fjallaskarði merkt ( Eyvindarkofaver). Við erum búnir að tryggja okkur skálann, þar er rúm fyrir 18. manns í nýja skálanum en 10 til 15 í þeim gamla. ( svo má náttúrulega hafa með sér tjald eins og sumir gera gjarnan.) Verðið er 2000.- kr nóttin á mann samtals 6000 fyrir þrjár nætur.
Á föstudegi stefnum við á Hofs- og Þrándarjökul jafnvel Tröllakróka. Á sunnudegi væri gaman að kíkja upp á Vatnajökul ef veður leyfir( Goðahnjúka).Nú er bara að skrá sig, fyrstur kemur fyrstur fær.
Með bestu kveðju Ferðanefnd.
27.03.2014 at 08:40 #454612Skrái mig Hér með
Kv Raggi
27.03.2014 at 13:11 #454615Haddi hvenær er síðasti séns að skrá sig ?
kv Raggi
27.03.2014 at 14:48 #454637Loka skráning er á sunnudaginn 30.mars. Ath það verður ekkert mál með fjöldan ef við förum vestur. Það eru hinsvegar 18 rúm í nýja skálanum fyrir austan en 10- 15 í gamla skálanum, þannig að ef við förum austur finnst mér eðlilegt að fyrstu 18 fái inni í nýja skálanum eða hvað finnst þér formaður?
Skráðir:
Eysteinn og Helga
Haddi + 1
Steini og Helga
Trausti og Einar Ingi
Raggisvo það er nóg pláss!
27.03.2014 at 14:56 #454638Smá viðbót með aðstöður fyrir vestan upp á fjölda:
Á efri hæð eru tíu rúmgóð og björt tveggja manna herbergi með sér baðherbergi.
Á neðri hæðinni eru fimm tveggja manna herbergi með vaski og aðgangi að snyrtingum og sturtum, og eitt tveggja manna herbergi með baðherbergi. Þar er einnig 40 fm setustofa með sjónvarpi og þráðlausri nettengingu. Öll herbergi eru reyklaus.
Þannig að fyrstu 22 fá betri herbergi og næstu 10 örlítið lakari
Hámark í ferðina vestur ca 32
Hámark í ferðina austur ca 33
27.03.2014 at 16:32 #454639Það er ekki að spyrja að ferðanefnd! Flott skipulag!!
En kemst ekki því miður góða skemmtun.
Kv Eiður
27.03.2014 at 16:51 #454641Jú flott
Nú er bara leggjast á bæn um góða veður spá
Kv Raggi
28.03.2014 at 01:45 #454664ég ætla að skrá mig i þessa ferð og allavega +1
enn veit ekki alveg samt hvort ég komist það kemur
vonandi i ljósKv Sindri
29.03.2014 at 22:32 #454681Jæja veðurspáin hjá þeim norsku hefur nú ekki verið upplífgandi fram að þessu, en nú er hún farin að skána fyrir Drangajökul, þurrt á föstudegi og smá sólarglenna á laugardegi vindur þetta frá 1-5 m á sek. Vonandi mun þetta breytast okkur í hag. Ákvörðun tekin á félagsfundi á þriðjudaginn kemur, mér sýnist nóg pláss vera enn til staðar ef fleiri vilja skrá sig.
30.03.2014 at 15:11 #454687ég ætla skrá mig í ferðin
og get tekið farþega
31.03.2014 at 09:34 #454696Góðan dag.
Sjáumst á fundi Ey 4×4 í Hjalteyrargötu 12 annaðkvöld þar sem ákvörðun verður tekin hvert skal halda. Ekkert glans veður enn í spánni, en mildu veðri spáð fyrir þessa daga á landinu.Skráðir:
Eysteinn og Helga
Haddi + 1
Steini og Helga
Trausti og Einar Ingi
Raggi
Sindri + 1
Kristinn Ásmunds
Már Kristins + 1
02.04.2014 at 08:58 #454921Jæja.
Vegna útlits um veður hefur ferðanefnd séð sig tilneydda til að fresta fyrirhugaðri ferð um helgina, spáð er úrkomu og síðan norðan veðri á laugardag, teljum við því ekki forsvaranlegt að leggja upp í 800km akstur hvort heldur sem er í vestur eða austur. Skoðum með næstu helgi ef veðurútlit er gott og þátttaka verður fyrir hendi
MBK svekktir ferðanefndarmenn.
02.04.2014 at 10:35 #455105Þetta er gott mál. Stoltur af ykkur því þarf oft meiri kjark í að hætta við en halda áfram.
En kemst því miður ekki með hvora helgina sem er.
Kv
Raggi
06.04.2014 at 23:57 #456308Fórum úr Rvk á Drangajökul á laugardaginn 4 apr með gistingu á Reykjanesi. Vorum í björtu veðri þegar farið var af Steingrímsfjarðarheiði, en fljótlega var komin þoka (ský) með skyggni upp á 100 – 200 m. Var keyrt eftir gps að jökli og aðeins inn hann, þar sem var snúið við og farið niður í djúp hjá Blævardalsvirkjun. Komumst niður úr þokunni þegar vorum ca. hálfnaði niður.
Svo þið misstuð ekki af miklu.
Kv. TótiG
08.04.2014 at 09:32 #456322Ekki lítur vel út um veðurhorfur á Drangajökli um næstu helgi á YR eða Veður.is þegar þetta er ritað, snjókoma og aftur snjókoma.
Ég er a.m.k. ekki að fara.
kv HH
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.