FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Drangajökull

by Einar Kjartansson

Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Drangajökull

This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Bjarki Clausen Bjarki Clausen 20 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.06.2004 at 10:46 #194446
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant

    Á norðanverðum Vestfjörðum er jökull sem hingað til hefur gengið undir nafninu Drangajökull. Á félagsfundi síðastliðinn mánudag voru kynnt úrslit í mynbandakeppni. Þar var hvað eftir annað talað um Drangjökul. Nú er þetta komið í tilkynningu á vefsíðunni. Ætli það sé átt við sama jökulinn? Sé svo, þá finnst mér að hlutaðeigandi ættu að leiðretta þetta.

    -Einar

  • Creator
    Topic
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)
  • Author
    Replies
  • 09.06.2004 at 11:28 #503710
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    Sæll Einar.

    Ef þú hefur verið með bæði eyrun opin á mánudagsfundinum, þá var bæði talað um Drangjökul og Drangajökul. Við Ofsi vorum búnir að stúdera þetta, en gátum ekki tekið fram fyrir hendurnar á höfundum, sem ákveða nöfn á sínar myndir. Þetta var myndbandasamkeppni, ekki réttritunarkeppni.

    Það væri svo sem eftir þér að hafa viljað hafna myndum sem vorum sem stafsetningarvillum í, eða hvað ?

    kv
    Palli.





    09.06.2004 at 11:48 #503712
    Profile photo of Páll Halldór Halldórsson
    Páll Halldór Halldórsson
    Member
    • Umræður: 37
    • Svör: 609

    En ætla að fara betur ofan í það hvað myndirnar heita. Það komu nefnilega 3 myndir frá þessum frábæra jökli. Sennilega er það þó þannig að myndin sem lenti í öðru sæti, sé rétt nefnd. Þarf þá væntanlega að laga það á aðalsíðunni.

    P





    09.06.2004 at 13:07 #503714
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Réttritunarvillur, já, það er víst orðið þegjandi samþykki fyrir því í þjóðfélaginu að það sé ekkert til sem heitir rétt ritun máls. Öllum sé frjálst að rita sitt mál með þeim hætti sem þeim hentar hverju sinni og þurfa ekki einu sinni að gera það á sama hátt tvo daga í röð. Gott mál. Léttir verulega á hinni ofsóttu kennarastétt. Sama gildir víst um það, sem gamalmenni og sveitamenn kalla örnefni. Við köllum þessa staði bara það, sem okkur sýnist hverju sinni. Svo breytast tímarnir og viðmið manna. Nú heitir annar jökull Langiskafl eða bara skaflinn. Þessvegna ætla ég að kalla þennan skafl á horngrýti bara Langtíburtuskafl.





    09.06.2004 at 13:14 #503716
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant
    • Umræður: 49
    • Svör: 1530

    Ég get ekki séð að Einar sé að setja út á myndbands keppnina eða þau myndbönd sem þar voru í boði heldur eins að leiðrétta nafnanotkun jökulsins. Ég held að allir sem skoðað hafa jökulinn og nærliggjandi staðhætti og nöfn á nærliggjandi fjöllum og fjörðum viti það að hann heitir Drangajökull. Því tel ég að nafnið á myndbandinu sé bara mistök sem verða einfaldlega leiðrétt og óþarfi að fjasa meira yfir því.

    Fyrir mér er þetta bara gott mál að menn/konur verði vakandi yfir að náttúran haldi sínum réttu nöfnum og verði rétt skrifuðum og ef einhverjum verður á í messunni þá koma bara aðrir fram og leiðrétta það, bara hið besta mál.

    kv. vals.
    R-3117





    10.06.2004 at 01:45 #503718
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    hafið þið ekkert betra að gera en að vera að væla yfir þessu? eik og ólsarinn? eigið þið ekkert líf? með um eða yfir 500 pósta, hversu lengi hafið þið verið að skrifa, þið hafið alveg svakalega mikið að segja, en samt bara

    Ólsarinn:MMC Pajero, 10/1999, 2800 TD 33"
    og svo eik, á 36" dekkjum ? kemst ekki neitt.

    haldið þið ykkur bara við matarborðið hjá hinum kerlingunum!!!!





    10.06.2004 at 02:08 #503720
    Profile photo of Einar Elí Magnússon
    Einar Elí Magnússon
    Participant
    • Umræður: 75
    • Svör: 942

    Það er alltaf gaman að læra eitthvað nýtt.

    Þar til í dag hélt ég að jökullinn á Vestfjörðum héti Drangjökull.

    Ég hef aldrei ferðast að ráði um Vestfirðina og því lítið velt fyrir mér kortum þaðan, en ég kíkti á kort frá Landmælingum íslands eftir að hafa skoðað þennan þráð og komst að því að réttu nafni heitir skaflinn Drangajökull.

    Merkilegt.

    Ég er hlynntur því að Íslendingar tali sæmilega rétt mál í það minnsta og að hlutir og staðir heiti sínum réttu nöfnum. Hinsvegar eru gælunöfn eins og Langiskafl bara til að létta manni lund :-)

    Drangajökull skal það vera.





    10.06.2004 at 08:39 #503722
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þó svo eik setji leiðréttinguna kannski fram í nöldur tón, þá á hún fullan rétt á sér að mínu mati. Fólk á að leggja metnað í að fara rétt með örnefni og þá sérstaklega ferðafólk.

    ÓE





    10.06.2004 at 10:33 #503724
    Profile photo of Bjarki Clausen
    Bjarki Clausen
    Participant
    • Umræður: 158
    • Svör: 1709

    sett í hendur dómnefndar að laga þetta á
    heimasíðunni….

    myndin í 2 sæti hét Drangajökull !

    kv
    pæji





  • Author
    Replies
Viewing 8 replies - 1 through 8 (of 8 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.