Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Draga sjálfskiptan?
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Elías Þorsteinsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
21.06.2006 at 09:56 #198125
Er varhugavert að draga sjálfskiptan bíl í neutral? Toyota Corolla ef það skiptir máli.
-haffi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.06.2006 at 10:03 #555006
sjálfskiftingar þola ekki langan drátt þóg þær séu í nautral, því nautral er eins og kúpling á milli túrbínu og sjálfrar skiptingar þannig að slátrið í skiptingunni er allt á hreifingu og undir álagi ef bíllinn er dreginn á drifás. Jeppa er í lagi að draga því þá er hægt að setja í nautral í millikassa og aftengja þannig skiptingu frá drifásum.
held ég, leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.
21.06.2006 at 11:35 #555008líka hættulegt að skella m,kassanum í hlutlausan, varð vél var við það þegar ég geði það með dana 20 kassa því þá hætti úrtags legan fyrir skaftið að smirja sig og allt bráðnaði fast á 100 km hraða. Bara hafa þetta beinskift alltaf eitthvað bras með þessar sjálfskiptingar:o)
21.06.2006 at 12:15 #555010Það er grundvallaratriði að diskarnir í sjálfskiptingunni fái stanslausa smurningu, þ.e. að sjálfskiptivökanum sé dælt stöðugt yfir diskana. Það er kannski auðveldast að útskýra það þannig að dælan er tengd vélinn og ef hún er ekki í gangi dælir dælan ekkert. Þegar sjálfskiptur bíll er dregin snýr skaptið diskunum þurrum, semsagt engin kæling og diskarnir brenna upp.
Suma bíla er leyfilegt að draga á litlum hraða eða undir 30km/h en ekki langa vegalengd í einu. Þegar ég þurfti að láta draga minn bíl skreið ég undir og aftendi drifsköptin, það er eina örugga leiðin.kv. vals.
21.06.2006 at 12:52 #555012Þurftir þú að láta draga pajero?
21.06.2006 at 13:22 #555014Valur hefur nú átt fleiri bíla en Pajeró ……
En ætti þá ekki að vera óhætt að draga með bílinn í gangi og millikassa og/eða milligír í hlutlausum en skiftinguna í D eða P ?
BM
21.06.2006 at 13:33 #555016Ef skiptingin getur verið í P þá er öxullinn aftur úr skiptingunni læstur fastur og þá ætti að vera í lagi að draga skiftingarinnar vegna en ég hef heyrt að sumum millikössum sé illa við þetta.
Hvað varðar sjálfskiptingar og beinskiptingar varðar þá er það eins og að starta bíl, það er fræðilega hægt að snúa bíl í gang með sveif en það er löngu búið að finna upp startarann. En svo eru sumir náttúrulega svo miklir böðlar og fantar að það er ekkert hægt að láta í hendurnar á þeim nema gróf verkfæri eins og sleggjur, járnkalla og beinskipta gírkassa.
21.06.2006 at 13:56 #555018Fyrir hálfu öðru ári síðan ætlaði ég að setja græna olíu á bílinn minn, nánar tiltekið í janúar 2005. Það eina sem klikkaði var að það var ekki búið að finna upp grænu olíuna þá en stuturinn var vel grænn. Ég ætlaði að skjótast með frúna á Skjaldbreið en í Gjábakkahrauni kom gjörningurinn í ljós og þegar þannig er komið er ekkert annað en að aftengja drifsköftin og þiggja spottann. Það er alveg sama hvaða dísel græja það er ef reynt er að keyra á vökvanum sem kemur úr græna stuttnum þá lenda menn í vandræðum.
kv. vals.
21.06.2006 at 14:32 #555020í janúar 2005 var ekki búið að setja þungaskattin í olíuverðið, þannig að grá olía var helmingi ódýrari en græn olía. kveiknaði ekkert ljós þegar brúsinn var borgaður?
sumu heldur maður útaf fyrir sig og segir ekki frá
en auðvitað var pajero ekki bilaður bara mannleg mistök.
21.06.2006 at 15:16 #555022Í minni sveit þótti það manndómur að gera gis að sjálfum sér og viðurkenna mistök sín enda gerum við þau allir svona endrum og eins. En greiðslukortið hjálpaði til að mistökin komu ekki í ljós fyrr en of seint.
kv. vals.
22.06.2006 at 00:53 #555024Almenna reglan er sú að draga sjálfskiptan bíl á hraða ekki á yfir 35 km/klst sé dælan ekki virk í drætti.
Ýmsir sjálfskiptir bílar, aðalega af nýrri tegundum eru þannig búnir að í lagi er að draga þá á þess vegna 100 km hraða þar sem að dælan er tengd afturdriföxli sem snýst þá með í drætti.
Bílaumboðin ættu að geta svarað því hvaða takmarkanir eru á einstaka tegund.
Kveðja.
Elli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.