Forsíða › Forums › Spjallið › GPS og leiðir › Dótadagar hjá Aukaraf
This topic contains 11 replies, has 1 voice, and was last updated by Björn Þorri Viktorsson 21 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.02.2003 at 21:00 #192175
Sælir.
Afskið þetta átti að fara hér inn en fór óvart í auglýsingar, svo ég set þetta aftur inn.„Ákveðnar nýjar vörur verða á tilboði í kvöld, en eingöngu í kvöld, fyrir fáa útvalda eins og okkur í 4×4………“
Ég skil þessa auglýsingu frá Aukaraf ágætlega, hún er eingöngu fyrir fáa útvalda(okkur meðlimi 4×4) eins og hún er orðuð. En hvers?? eigum við landsbyggðarbúarnir að gjalda??? Ekki komumst við en mundum alveg þyggja það að komast í dótatilboðið, eða allvega vita hvað er á boðstólnum.
Það er til fyrirmynda tilboðið frá Bílabúð Benna þar sem auglýst er í Setrinu sértakt tilboð til okkar félagsmann. Beinum því viðskiptunum til þeirra sem hafa ekki gleimt okkur.
Kv ice landsbyggðarbúi………en samt meðlimur í f4x4. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.02.2003 at 11:14 #468586
Ég hélt nú reyndar að landsbyggðarmenn hefðu eitthvað um þetta að segja, en er raunin sú að enginn hefur það? Hverju svarar Aukaraf ? Mig vantar t.d. fullt af dóti eins og GPS og vhf stöð ofl.
kv ice
14.02.2003 at 12:38 #468588
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég mæli með Sigga Harðar. Hann er með tilboð á WHF stöðvum. Gott að semja við þá.
14.02.2003 at 15:38 #468590Sælir snillingar.
Það er nú meira hvað er hægt að væla yfir ótrúlegustum hlutum.
Kári, þú ert asskoti góður með þig, en ert um leið að hafa skoðun á þessu á tilboði til félagsmanna og svo ert þú ekki félagsmaður…ef skráning þín á heimsíðunni er rétt.
Þú norðanmaður…. áttu enga vini í Rvk sem gæti skotist í Aukaraf og verslað fyrir þig ??? Eða veistu ekki símanúmerið í Aukaraf ? Ég er viss um að Ásgeir, Steini Palli eða allir hinir munu hjálpa þér með það í gegnum síman, sem þig vanhagar um. Svo er hægt að senda þetta til þín, bæði með Flytjanda, Póstinum, eða bara með vorskipinu……
Þið hin afsakið í mér tuðið, mér bara leiðist menn sem eru ósjálfbjarga… og hef enga skoðun á því hvort Siggi Harðar, eða Ásgeir í Aukaraf geri betur en hinn. Þeir eru báðir prýðis menn og hafa viljað klúbbnum og félagsmönnum vel……
P
14.02.2003 at 17:50 #468592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll
Þetta er ekki illa meint. Ég er ekki að kvarta einungis að segja frá minni reynslu, sem er að vísu mjög lítil miðað við það sem flæðir hér á spjallsíðunni. Ég hef átt viðskipti við Sigga Harðar og er mjög ánægður með það. Ég held að ég fái ekki aðgangsorð nema að vera félagi. S.s ég er félagi. Ég verð nú að segja það að stundum flæðir hér fram neikvæðar athugasemdir um skoðanir félagana. Ég hél að hér gætu menn látið upplýsingar flæða fram öðrum til notkunar eins og þessi sem var að spyrja um hvaða bíl hann átti að kaupa sér.
Bestu kveðju frá nýjum félaga sem er búin að borga. Kári
14.02.2003 at 22:06 #468594Mér finnst Palli nú ekki vera alveg fair í þessu. Ég get að vissu leyti tekið undir með Iceman, að það orkar tvímælis að vera að auglýsa svona viðburð kl. 16.45 sama dag og þetta á sér stað. Það var stjórnarmaður í félaginu sem setti þetta inn, svo við verðum að líta svo á að þetta hafi verið unnið í einhverju samráði við stjórnina.
Þetta var einfaldlega allt of seint auglýst, ekki bara fyrir landsbyggðarlýðinn, heldur líka marga aðra. Hvað með þá sem ekki hafa aðgang að netinu.
Svona viðburðir hafa komið upp áður hjá öðrum aðilum, en allt öðruvísi verið að þeim staðið. Ég geri þó ráð fyrir að þetta skrifist fyrst og fremst á óvönduð vinnubrögð söluaðilans, en ekki stjórnarinnar.
Kveðja,
Eiríkur
15.02.2003 at 12:18 #468596Sælir félagar.
Það var nú ekki ætlun mín að valda einhverjum úlfaþit hérna á vefnum. Ég er búinn að fá skíringar á því af hverju fyrirvarinn var svona stuttur frá vefstjóra í símtali og skil það núna. Þá stendur spurningin eftir hvort ekki megi læra eitthvað á þessu?? Jú ég held það, það er nefnilega þannig að við landsbyggðarmenn viljum líka nýta þessi tilboð og þá er kannski of seint að bíða eftir vorskipinu eins og einn nefndi. Hann nefndi líka að hægt væri að senda bara einhvern og kaupa fyrir sig……..munduð þið gera það? Viljið þið ekki vita hvað er á boðstólnum þegar verið er að versla fyrir tugi eða hundruðir þúsunda. Jú auðvitað viljum við aðeins fá að skoða, þó ekki sé nema skamman tíma og síðan stökkva á það sem manni vantar. Þetta held ég að allir skilji. Ef málflutningur minn hefur verið á þá leið að menn misskilja það sem sagt hefur verið vil ég biðja aðstandendur Aukarfs afsökunar á því, þeirra tilboð eru vafalaust góð þó ég hafi ekki átt þess kost að komast í þetta fyrirframtilboð þeirra.
Kv ice
15.02.2003 at 20:11 #468598Nú á ég heima úti á landi og hef alltaf gert. Hinsvegar verð ég að segja það, að ef það er eitthvað sem mér hundleiðist þá er það þessi landsbyggðarvæll, sem sumir þurfa alltaf að fara í út af öllum fjáranum. Auðvitað missir maður stundum af hinu og þessu þegar maður á heima á landsbyggðinni, en það eru líka stundir, þar sem það er betra að vera úti á landi, t.d. hvað oft er stutt hjá okkur í að komast í snarpar og skemmtilegar ferðir án mikils fyrirvara og undirbúnings (stundum líklega OF lítils undirbúnings, en það er önnur saga). Auðvitað hefði maður gjarnan viljað nota sér þessa dótadaga og ég veit nú ekki betur en þetta hafi verið komið hér inn á síðuna á fimmtudegi og það hafa nú LANGFLESTIR aðgang að netinu and news spread quickly. Menn eru nú ekki að víla fyrir sér að skjótast í bæinn ef þeir þurfa að fara á fyllirí og það sama ætti nú að gilda um önnur erindi. Nú og eins og einhver sagði hér að framan, það er til nokkuð sem heitir sími.
kv.
ólsarinn.
15.02.2003 at 20:31 #468600Þó að ólsarinn geti skotist í bæinn þar sem hann býr í útjaðri RVÍK þá er ekki sama sagan hér. Þetta eru 5-6 tímar aðra leiðina. Landsbyggðarvælið??? þetta var nú bara hugsunin um að sitja við sama borð. Við sitjum ekki við sama borð og það er búið að skíra út hversvegna. Og akkúrat þessi hugsun……þetta andskotand landsbyggðarvæl…. Hvað segir þetta um viðkomandi sem segir svona??
kv ice….
16.02.2003 at 18:53 #468602Því miður, Iceman minn, svar þitt segir meira um þig en löng ræða. Útjaðar Reykjavíkur, Tja, það eru nú eitthvað á fjórða hundrað kílómetra héðan frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. Hvað sem vegalengdum líður, þá er aldrei hægt að jafna allt. Þetta snýr líka að íbúum höfuðborgarsvæðisins, það fylgja því líka ýmsir gallar að vera þar, sem við erum laus við í sveitinni. T.d. eins og ég kom inn á í mínu innskoti hvað varðar aðgengi og vegalengdir að skemmtilegum svæðum. Ekki vera svona sár karlinn minn.
16.02.2003 at 19:54 #468604Sælir félagar
Eitt með okkur landsbyggðarmenn, við virðumst hafa ótakmarkaða skynsemi til að bera. T.d. Ólsarinn, í lýsingu á bílnum sínum segir hann:
Tja, það er varla hægt að segja frá því ógrátandi, en í raun á ég engan almennilegan bíl sem stendur, en ek um á Pajero árg. 1999 2800 Td
Geta menn verið skynsamari en þetta, eða hefur þetta eitthvað með það að gera að maðurinn er úr Skagafirðinu. Björn Þorri, smá komment á þetta, af því að ég veit að þú átt ættir að rekja í Skagafjörðinn.
Kveðja,
Eiríkur
16.02.2003 at 22:41 #468606Blessaður Eiki.
Fyrst er rétt að upplýsa aðra félagsmenn um það af hverju þú hefur svo mikinn skilning á því með "röflandi landsbyggðarmönnum" að vera lengi á milli staða, jafnvel þótt þú búir bara á Akranesi sem er fyrir alla venjulega í svona…30-40 mín akstursfjarlægð úr höfuðborginni. Það er auðvitað af því að bílkostur þinn býður ekki upp á þann ferðahraða… enda er löngu orðið upplýst að þið Datsun kallar límið dagatal yfir "hæg(ð)amælirinn", enda yfirferðin á þeim nótum. : ))
Ekki skal ég bera brigður á mat ólsarans á þeim bifreiðum sem hann hefir kynnst, en það vekur þó athygli mína að hann telur það ekki eftir sér að skreppa frá Sauðárkróki í bæinn, eins og þið hinir vælukjóarnir… (dæmigert með þessa Þingeyinga… þegar kemur að því að gera eitthvað, þá er bara endalaus væll. Hann er þó á alvöru bíl, þannig að þó maður skilji að þú hafir ekki tíma í endalaus stórferðalög í bæinn á þínum "fjallabíl", þá skil ég ekki hvað plagar norðanmannin. (er hann ekki á stórum Cruiser með lágan þyngdarpunkt?)
Hvernig er það annars, er ekkert að frétta af þorrablótinu hjá ykkur vestlendingum í Húsafelli um síðustu helgi??? Ég hef heyrt að ýmsir hafi gerst hressari en aðrir…???+
Annars finnst mér þetta helvíti skítt hvað allt er seint tilkynnt á þessu neti. Ég bý á Seltjarnarnesi og það tók mig 12,5 min að aka upp í Aukaraf á föstudaginn og það var bara fullt af fólki mætt á undan mér… ömurlegt Ég sem vill helst skoða í friði…
Ferðakveðja, 😉
BÞV
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.