Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › Dómur v. utanvegaaksturs.
This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagur Bragason 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2007 at 17:50 #199979
Þá er Hæstiréttur búinn að dæma í Gullskipsslóðamálinu. Sjá má dóminn hér
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2007 at 18:05 #585716
Þetta er meiriháttar flottur dómur og skulum við jeppamenn allir fagna þessu.kv.Sissi
22.03.2007 at 19:32 #585718Hann mætti vera betri finnst mér, ég get ekki betur séð en að sá viðkomandi þurfi að borga tæpan 700þ kall og það finnst mér ekkert sniðugt!
Dómsorð:
Ákærði, X, greiði 50.000 krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, en sæti ella fangelsi í 4 daga.
Ákærði greiði sakarkostnað að fjárhæð 677.944 krónur, þ.m.t. málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Rúnu S. Geirsdóttur hdl., að fjárhæð 657.360 krónur. Eða er ég ekki að ná þessu rétt?
22.03.2007 at 19:45 #585720Það er það sem var dæmt í héraðsdómi en hann áfrýjaði og var alfarið sýknaður og málsvarnarlaun og saksókn var dæmd á ríkissjóð.
Gott mál þessi dómur og hefur fordæmisgildi svo við verðum ekki kærð að ástæðulausu fyrir að aka á merktum slóðum í fullum rétti.
22.03.2007 at 19:50 #585722þá er ég strags rólegri.
22.03.2007 at 20:16 #585724"Einkennikegt" að aðilinn sem kærir í þessum utanvegakærum tengist alltaf UST, enda er Árni Bragason æðsti yfirmaður landvarða víðast á landinu og á það einnig við um Skaftafellsþjóðgarði.
Hér má sjá plön um vegagerðina á sínum tíma.[img:2mish4mm]http://www.f4x4.is/new/files/photo/default.aspx?file=files/photoalbums/3929/41398.jpg[/img:2mish4mm]
22.03.2007 at 22:16 #585726Maður spyr sjálfans sig hvað héraðsdómur austurlands var að spá þegar hann dæmdi þetta mál. Mætti halda að kastað hafa verið upp krónu til að ákveða sekt eða sakleysi í þessu máli. Þvílík sóun á almanna fé
Hlynur
23.03.2007 at 16:25 #585728Þetta er fáránleg sóun á almannafé að saksækja fólk á svona veikum grundvelli. Kostanður vegna saksóknar og málsvarnar sem leggst á ríkissjóð er tæp 1.4 millj sem er vegna ofsóknarbrjálæðis þessa umhverfisnasista.
Nú er von að sýslumenn fari að hugsa sig um þegar svona grundvallarlausar kærur berast inn á borð til þeirra. Nú er fordæmi fyrir því að fyrir hæstarétti hefur þetta mál verið tekið fyrir og aðili sýknaður að keyra á slóða sem hefur verið til í áraraðir.
Ég hvet menn til að lesa dóminn. Þetta er áhugaverð lesning.
26.03.2007 at 15:12 #585730Gott að sjá að Hæstiréttur leiðrétti svona dóma, dómskerfinu er þá ekki alls varnað. En forsendurnar hjá Héraðsdómi eru margar alveg furðulegar. Þarna segir m.a.:
‘Dómari fór á vettvang og kynnti sér aðstæður. Á vettvangi var aðeins hægt að greina vegslóða skamman spöl frá skipbrotsmannaskýli á Ytri-Melum að næsta ál á sandinum, svo og á stuttum kafla næst kofunum á Rauðamel, en þar er landið gróið og jarðvegur mjúkur og blautur. Þar á milli var ekki hægt að greina með skýrum hætti að lægi vegslóði, enda flýtur vatn í álum eftir sandinum og er yfirborð hans stöðugum breytingum undirorpið. Með vísan til þessa og framburðar vitnanna, D og A um mjög takmarkaða umferð fólks um sandinn, verður ekki talið að leið sú, er ákærði ók í umrætt sinn sé vegur í skilningi umferðarlaga nr. 50/1987…’Hann semsagt sér slóðann á nokkrum stöðum en af því hann sést ekki allstaðar og af því þetta er fáfarn leið telur hann þetta ekki veg.
Svo kemur þetta:
‘Þykir þá engu skipta þó að umrædd leið sé merkt inn á svokölluð NATO-kort, en komið hefur fram að það var ekki gert með leyfi landeiganda. ‘Semsagt þó vegslóðinn sé sjáanlegur, þó akstur þarna eigi sér langa sögu og þó hann sé á kortum, þá er þetta ekki löglegur slóði. Virðist vera að dómarinn líti svo á að landeigendur eigi að ráða þessu og ef vegur þjóni ekki tilgangi fyrir landeiganda sé hann ekki til. Þetta er nánast eins og 18. aldar réttarfar.
Það er eins gott að það sé hægt að áfrýja svona dómum
26.03.2007 at 18:21 #585732Hvernig skyldi vera með þann fræga veg, Kóngsveginn? Hann er sennilega dýrasta verkefni sem íslenska ríkið hefur nokkru sinni lagt í þegar miðað er við fjárlög landsins. Ætli hann sé enn skráður opinberlega sem ein af viðurkenndum löglegum akstursleiðum landsins – eða er búið að fjarlægja hann af listanum ?
Spyr sá sem ekki veit.Ágúst
26.03.2007 at 22:26 #585734Það er spurning. Vegurinn er víða horfinn en sést þó á stöku stað. Á hinn bóginn fór kóngurinn þetta mest ríðandi, vildi sjálfur hafa þann háttinn á og svo komu hestvagnar á eftir með vistir.
Kv – Skúli
26.03.2007 at 23:20 #585736Ragnheiður Bragadóttir dómstjóri austurlands hefur nú dæmt tvisvar menn seka um utanvegaakstur.
Í dómi veiðimanns fyrir austan var hann réttilega dæmdur fyrir utanvegaakstur utanvega, en einnig dæmdur fyrir utanvegaakstur á vegi sem er stikaður, á öllum kortum, en grafin í sundur á einum stað og samkvæmt dómsorði "mátti vera augljóst að vegurinn er aflagður".
Í Gullskipsvegamálinu er einnig einkennileg röfærsla, eða að maðurinn er dæmdur fyrir utanvegaakstur því vegurinn er óljós og fáfarinn.
Ekki virðast önnur rök skipta máli fyrir dómarann.
Til umtals kom hvort F4x4 ætti að skipta sér af dómi veiðimanns, en ákveðið að F4x4 ætti ekki að skipta sér af því máli því vissulega var um utanvegaakstur að ræða, að hluta.
Þetta er umdeilanlegt því ákveðnir aðilar í UST vilja nota þennan dóm sem eitthvað dæmi um utanvegaakstur í hópvinnu þeirra og VÍK og þá sértaklega bent á þennann hluta dómsins "utanvegaakstur á vegi"
Vörn veiðimanns virðist aðalega hafa snúist um að sonurinn yrði ekki sakfelldur og tók á sig alla sök, þó sumt hafi verið ósanngjarnt.
Ekki var séð að nokkurri vörn hafi verið viðhöfð og því er þessi dómur veiðimanns alls ekki til fordæmis.
Hæstaréttardómurinn er ekki sá dómur sem ég vildi sjá, en ég vildi að dómurinn tæki á þessum þáttum:
Gott væri að Hæstiréttur úrskurði um þessi undanþáguákvæði í nátturverdarlögum og þarafleiðandi túlkun ákæruvaldsins um að slóðir sem myndast vegna landbúnaðastarfa, þar sem má aka utanvega vegna undanþáguákvæðis, eru öðrum óheimilt að aka, og eru því kærðir fyrir utanvegaakstur.
Mikilvægt er að komi fram að akstur á gömlum bændslóðum, sem voru til löngu áður en umrætt undanþáguákvæði var til, geti fallið undir þetta.
Einnig má gagnrýna þessar undanþágur, sem heimila utanvegaakstur í atvinnuskini, þegar öllu öðru fólki er bannað að stunda utanvegaakstur þó engar raskanir eða skemmdir verða af þeirra völdum.
Kveðja Dagur
26.03.2007 at 23:34 #585738Er þetta ekki týpískt… fái kvenfólk smá völd þá klúðra þær málunum… þær eiga nú bara best heima í uppvaskinu…Guð sé lof fyrir hæstarétt til að lagfæra misfellurnar.
Vil bara benda á að það er ákv. karlmaður sem að er upphafið af öllum þessum málaferlum og veseni og ekki bara það heldur virðist sem að karlmenn séu líka gerendur. Hættið þið sem eruð af tegundinn KK að fara út fyrir 101 og þá getum við sparað ríkissjóð fullt af vinnu og peningum.
Kv. stef. (sem hangir í 101)
26.03.2007 at 23:39 #585740Ekki ein kona verið kærð fyrir utanvegaakstur. Kannski það væri bara best að karlkynið héldi sig í bænum.
Nema…
Gætu náttúrulega komið með okkur stelpunum sem kóarar, það ætti að vera óhætt 😉
27.03.2007 at 15:08 #585742Ekki dettur mér í hug að reyna að gera lítið úr Ragnheiði Bragadóttir, Dómstjóra Héraðsdóms Austurlands, Prófessor í lagadeild Háskóla Íslands fyrir það eitt að hún er kona.
Líklega hefur það ekki heldur verið tilgangur Hæstaréttar, sem var skipaður 2 konum og 1 karli að gera lítið úr Ragnheiði fyrir að vera kona.
Heldur dettur mér ekki í hug að tengja málefnið við kyn dómara í Héraðsdómi Suðurlands, en húm er kona og sýknaði menn af þessum utanvegaákærum sýslumanns.
Þetta snýst allt um málefni og túlkun á lögum.
Þegar hæstiréttur sýknar manninn á Gullskipsveginum er hann um leið að segja að sá hluti dómsins í máli veiðimanns , sem lýtur að utanvegaakstri á vegi, er rangur og ef það mál hefði verið nú til dóms þá hefði dómnum verið skylt að taka tillit til dóms Hæstaréttar.
Ákæruvaldið í þessum málum eru einnig af báðum kynjum, en allir þeir sem kærðir eru eru karlmenn og hafa nú verið 8 sýknaðir og 1 sakfelldur.Kveðja Dagur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.