Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › dómsmál
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Hallgrímsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.05.2006 at 12:32 #198019
Nú er mér nóg boðið, er ég las í fréttum í morgun að Landsbjörg og Björgunarsveit Kópavogs hefði verið dæmd til að greiða 3.000.000. í skaðabætur til einhvers manns sem kann ekki að kveikja á flugeld. Og útvegar sér þar að auki flugeldin eftir ólöglegum leiðum þar sem umræddur flugeldur var ekki í almennri sölu heldur fluttur inn fyrir sýningar björgunarsveitana.
Þessum manni tókst að sprengja á sér hendina, eftir að notabene hann „stal“ flugeldinum, fer svo í mál við þann sem flytur inn flugeldin og einnig þann sem hann „stal“ honum frá og vinnur málið.
Hver er svo óprúttin að krefja sjálfboðaliða- björgunarsveit, sem er notabene eini björgunaraðilin í þessu landi, um skaðabætur fyrir sín egin glappaskot. Og hverslags dómskerfi er í þessu landi að dæma þessum manni í vil?
Eru björgunarsveitirnar virkilega það vel fjáðar að fólk sem velur sér þessar leiðir til að afla sér peninga öfundist útí og sæki í sjóði þess með öllum mögulegum ráðum?
Ég get ekki skrifað meir ég er svo reiður.
siggias74 E1841 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.05.2006 at 23:02 #553446
Ég á bara ekki til orð.
01.06.2006 at 00:14 #553448Nei óli nú ertu kominn á grátt svæði. Menn verða ekki að leita réttar sinns þó að menn lendi í smá tjóni, sem er að flestu leiti manni sjálfum að kenna.
Ég lenti einu sinni í rafmagnssprengingu, sem varð til þess að ég brann annarsstigsbruna á handabaki og handlegg upp að olboga. Einnig skarst framan í puttan á mér þannig að fremsta kjúka á einum fingri er lömuð ennþá í dag. Einnig fékk ég rafsuðublindu. Ég var frá vinnu í nokkra daga vegna þessa slyss og hefði getað verið frá vinnu í enná fleirri daga ef ég hefði viljað. Þessi tiltekna rafmagnssprenging varð hugsanlega af mínum völdum vegna þess að ég fór óvarlega með verkfæri í stórri rafmagnstöflu. Ég varð ekki að fara í mál við Rarik sem seldi mér rafmagnið, og ég varð ekki heldur að fara í mál við Landsvirkjun sem dreifir rafmagninu.
01.06.2006 at 09:21 #553450þetta snýst mikið um hvað þú máttir vita um hættuna. Maðurinn var ekki talinn hafa farið óvarlega með tertuna. Það kviknaði ekki í henni á kveikiþræðinum. Þarna er munurinn að þú telur þig hafa farið óvarlega með verkfæri en ekki var talið að maðurinn hafi farið óvarlega með flugelda. Það að maður sækir ekki rétt sinn til bóta á einum stað getur fyrirgert manni rétti til bóta eftir öðrum leiðum.
02.06.2006 at 01:31 #553452Ég er bara að spá í hvernig þú teldir ástandið í flugeldasölu, meðferðum flugelda og flugeldaslysum á landinu vera ef það væru bara einkaaðilar og fótboltastrákar sem væru að selja þá? Heldurðu að það væri ekki einhver farinn að sakna björgunarsveitanna og þess mikla fræðslu- og forvarnarstarfs sem þær hafa unnið á þessum vetvangi?
Ég get alveg fallist á að björgunarsveitin er fyrsti lögbrjóturinn og ábyrgðaraðilinn í þessu óhappi. En ef ég væri búinn að væla ólöglega bombu út úr björgunarsveit og sprengdi svo næstum af mér hendina fyrir tóman klaufaskap – þá held ég svei mér þá að ég mundi bara halda kjafti um það.
[viðbót – sá það sem óli skrifaði… umhugsunarvert]
EE.
"…lýsum upp loftið með ljósum og látum…"
02.06.2006 at 05:47 #553454Það sem mér finnst ekki ganga upp, er að félög sem hafa það að markmiði, að draga úr slysum, hagnist á sölu á vöru sem veldur mjög mörgum slysum um hver áramót. Það er rækilega notað í auglýsingum að með því að kaupa flugelda séu menn að styrkja gortt málefni. Líklega hefur þetta stuðlað að þessari fáránlega miklu notkun á flugeldum í Íslandi. Það fer ekki á milli mála að margir kaupa flugelda "til þess að styrkja gott málefni".
Þetta er ekki í lagi. Og það skiptir engum sköpum hér um þó menn afhendi gleraugu með dótinu og leggi mikið auglýsingar til að fegra ímynd sína.
Hefur Landsbjörg aflað gagna um samanburð á slysatíðni af völdum flugelda hér og í nágrannalöndunum?
Eru þessar upplýsingar aðgengilegar á vefsíðu landsbjargar, eða hentar ekki að birta þær?Ég þekki ekki hvernig staðið er að sölu flugelda í öðrum löndum, en ég man ekki til þess að hafa séð flugelda, öðruvísi en í sýningum, þau 12 sem ég bjó í USA.
Einar, hver var þessi klaufaskapur sem þú varst að tala um? Sá sem slasaðist ver ekki sá sami og fékk tertuna afhenta "sem bónus". Og spurning til Ólafs, gefur lögbrot af því tagi sem þarna átti sér stað ekki tilefni til þess að höfðað verði opinbert mál og viðkomandi sóttur til saka?
-Einar
02.06.2006 at 09:40 #553456Landsbjörg hefur haldið skrá um slys sem verða um hver áramót í allnokkurn tíma. Fulltrúi frá Landsbjörgu er á vakt á slysó yfir áramótin til að halda þessa skrá og fá upplýsingar frá fyrstu hendu um það hvað gerðist. Og eftir því sem ég hef heyrt þá er þetta nú ekkert svo mikið af slysum. Einhver þó.
Auðvitað má deila um hvort það eigi að leyfa þennan brálæðisskap sem á sér stað hér um áramótin. Sé það hinsvegar leyft sé ég ekki að það skipti neinu máli hver selur stöffið (nema þá að Landsbjörg hefur sýnt lang mesta ábyrgð í sölunni).
Áramótin yrðu nátturulega alveg hrikalega leiðinleg ef þetta væri bannað….Svo er spurning fyrst við erum nú byrjuð á þessum nótum hvort ekki væri best að banna með öllu reykingar, enda miklu hættulegri en nokkur púðurkelling. Jafnvel spurning hvort ekki ætti að banna áfengið líka.
Svo er líka spurning hvort ekki ætti að lögleiða svona dýnamíska-hraðatakmarkara í bíla sem hindra það að þú getir ekið yfir hámarkshraða þar sem þú ert staddur í hvert skipti. Þá ætti umferðaslysum að fækka verulega.
Brave new world. Mæli með þessu …
kv
rúnar.
02.06.2006 at 10:06 #553458Klaufaskapurinn sem átti sér stað þarna er tvennskonar samkvæmt lýsingum á atburðum í dómnum.
1. Að vera að leika sér í kringum með blys, stjörnuljós eða einhvað annað dót í kringum kökuna meðan verið var að búa hana undir skotið. Þ.e. að skera flipana af kassanum. Það var greinilega neistaregnið frá öðru blysi sem að kveikti í kökunni.
2. Að styðja með hendinni (væntanlega hendinni sem sprakk) ofan á skothólkana á meðan maðurinn gerði klárt. Efast stórlega að þessi maður hefði myndi hafa hendina fyrir framan byssulaup á meðan hann hlæði byssuna.
Ég tek undir það sem að Einar Elí sagði, ég hefði þagað um þennan klaufaskap minn.
02.06.2006 at 10:13 #553460Samkvæmt [url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=772225:323w60yx]þessu[/url:323w60yx] verða tugir augnskaða af völdum flugelda á hverju ári. Þá eru öll önnur slys ótalin. Það örugglega ekki nema lítill hluti slysanna skráðir, það fara ekki allar á borgarspítalann sem meiðast. Flestir þeirra sem slast eru drengir.
Hvað er til ráða? Eg er ekki með neina patentlausn, en fyrsta skrefið gæti verið að láta svipaðar reglur gilda um púðrið og gilda um tóbakið, banna allar auglýsingar og skera á hagsmunatengsl sem leiða af því að aðilar sem sinna slysavörnum og æskulýðsstarfi hagnist á brjálæðinu.
-Einar
02.06.2006 at 11:35 #553462Það er vissulega súrt að horfa upp á þá staðreynd að flugeldar sem björgunarsveitirnar selja leiki síðar meir hlutverk í slysum og óhöppum. Og ég skil þig vel, nafni, að velta þessu upp. Tel þó ekki alveg rétt að frumhvatinn bakvið flugeldagleði Íslendinga sé velvilji í garð sveitanna. Tel miklu frekar að fólki finnist einfaldlega gaman að skjóta upp flugeldum og sem betur fer hafa margir rænu á því að styrkja í leiðinni gott málefni. Hef nú samt ekki heyrt einkaaðila eða fótboltastráka kvarta mikið undan dræmri sölu.
Hvað varðar það að skera á hagsmunatengslin má kannski velta því fyrir sér hvort sveitirnar væru tilbúnar til þess ef önnur lausn til fjáröflunar stæði þeim opin? Það má vera.
Þetta er samt t.d. betri leið en ríkisstyrkir að því leiti að með þessum hætti þarf ekki að fela landssamtökum það í hendur að útdeila fjármunum – heldur neytir hver eins og hann aflar. Hitt mundi sennilega tryggja meiri jöfnuð, en vekja mikla óánægju meðal aðildareininga SL, sem starfa sem sjálfstæðar einingar.
Hinsvegar má horfa á SÁÁ sem rekur spilakassa og spurja hvort það sé ekki að minnsta kosti jafn brýnt? Og að setja flugeldasölu undir ríkið væri nú hálf kjánalegt því varla mundi slysum fækka mikið við það? Ríkið er líka einkasöluaðili fyrir áfengi og tóbak – sem sannarlega draga hundruð Íslendinga til dauða á hverju ári – er því kannski með nóg á sinni könnu/samvisku?
Það er til svolítið sem er kallað "nanny state". Þá miðast löggjöf ríkisins við að koma með einum og öllum hætti í veg fyrir að þegnarnir geti mögulega misstigið sig. USA (fyrst það hefur verið nefnt) er einmitt á góðri leið þangað. Fylgifiskur þess er að einstaklingar hætta að taka ábyrgð á gjörðum sínum og leita í löggjöfina eftir blóraböggli. Ég hef hinsvegar alltaf verið þeirrar skoðunar að maður sé sinn eigin gæfusmiður. Kannski er það rangt? Kannski fer ég í mál við P. Samúelsson eða B&L næst þegar ég lendi í árekstri og er í órétti?
Kv.
EE.
02.06.2006 at 11:50 #553464er betra að þegja og sýnast gáfaður en mæla og taka af allan vafa:) Vonandi verð ég stoppaður af þegar ég fer að tjá mig um bílaviðgerðir sem ég hef ekki hundsvit á.
02.06.2006 at 11:58 #553466Sæll nafni.
Ég er sammála þér varðandi SAA og spilakassana (eða IOGT og bingóin). Það er ekki einfalt að draga mörkin varðandi það hvenær áhætta er ásættanleg og hvenær ekki. Þessi mörk hafa líka verið að færast til. Fyrir fáum áratugum fórust tugir íslendinga í sjóslysum á hverju ári Með markvissu starfi margra aðila hefur tekist að fækka þessum slysum í lítið brot af því sem áður var.Fyrir 12 árum töldu margir að það væri allt í lagi að búa á snjóflóðasvæðum. Nú hafa ráðamenn áttað sig á því að það er ekki í lagi að líkur á að ungt fólk deyji af völdum snjóflóða séu margalt meiri en af öllum öðrum orsökum samanlagt, en þannig var staðan á mörgum stöðum fyrir 10 árum.
Margir vilja líka gera strangari kröfur þegar börnin okkar eiga í hlut, flest fórnarlöm flugeldaslysa eru drengir.
-Einar
02.06.2006 at 13:55 #553468Það er nefnilega málið að maðurinn viðurkenndi að hafa meðhöndlað skottertuna rangt. Hann var bara nógog vitur að halda því fram að það hafi verið gert í öryggisástæðum. Hann segist hafa verið að skera hattinn ofanaf tertunni, hattinn sem er vörn gegn því að neistar geti borist í tertuna og tendrað hana ofaní hólkinn í stað með kveiknum undir hólkinn. Hann ber það jafnframt fyrir sig að ekki hafi verið leiðbeiningar á skottertunni sem hann gat farið eftir, sem er sennilega rétt þar sem skottertan átti ekki að fara í sölu til almennings. Hann segir jafnframt að hann skeri alltaf ofanaf skottertum til að koma í veg fyrir að skotin beygi af leið þegar þau skjótast úr skottertum (Þarna snýr hann klaufaskapnum sér í hag). Hinns vegar eru leiðbeiningar á skottertum sem seldar eru almenningi (allavega öllum þeim skottertum sem ég hef keypt) sem segja að ekki megi skera lokið af skottertum. Þannig er hann að mínu mati að gefa í skyn að það hefði ekki skipt neinu máli hvort leiðbeiningar hefðu verið á skottertunni eða ekki, þetta slys hefði samt orðið með þessum hætti. Tengdasonur hanns segist hafa gengið til hanns til að vara hann við að bogra ekki svona yfir, og er með því að segja að hann hafi séð tengdaföður sinn umgangast skottertuna rangt.
En þetta er jú bara mín skoðun og skoðun verjenda í málinu sem eru að óla mati bara rugludallar sem þarf að þagga niður í áður enn þeir upplýsa hversu vitlausir þeir eru.
02.06.2006 at 14:07 #553470Hér má ekki rugla því saman að verja sig í dómsmáli á þeim forsendum að maðurinn hafi átt að vita að hann var að gera eitthvað rangt, hvað þá að einhver annar hafi séð hann gera það rangt, við það að menn ætli í dómsmál við bílaumboð þegar þeir lenda í árekstri. En eitt dæmi er hægt að nefna sem gæfi grundvöll til að sækja bílaframleiðendur til saka; Ford framleiddi bíl, sem ég held að hafi heitið Pinto. Hann var gallaður þannig að hann sprakk í loft upp ef hann lenti í árekstri. Fólk fékk bætur frá Ford. Annað dæmi ef hjólbarði reynist gallaður frá framleiðanda og veldur umferðaróhappi þá má sækja bætur.
Það er eitt að hafa skoðun og annað að fullyrða eitthvað. Það er mín ályktun að líklega hefði tengdasonurinn ekki fengið neinar bætur.
02.06.2006 at 18:33 #553472Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að leggja þér orð í munn. Mér skyldist bara á þessu (oft er betra að þegja og sýnast gáfaður en mæla og taka af allan vafa:) Vonandi verð ég stoppaður af þegar ég fer að tjá mig um bílaviðgerðir sem ég hef ekki hundsvit á.) að þú værir að meina að við sem á móti þessum dómi og málaferli erum, ættum heldur að þegja en að upplýsa hversu vitlausir við erum. Ég hef þá sennilega mis.
Annars er rétt að Ford greiddi skaðabætur fyrir bíl sem sprakk í loft upp, ATH Ford sem er framleiðandinn. Söluaðilinn þurfti ekki að borga skaðabætur og ekki heldur skipsstjórinn á skipinu sem flutti bílinn til landsinns sem bíllinn sprakk í. Ekki heldur starfsmenn á smurstöðvum, bónstöðvum, skoðunarstöðvum eða nokkur annar sem nálagt bílnum hafði komið síðan hann rann út af verksmiðjufæribandinu og þangað til hann sprakk.
02.06.2006 at 18:53 #553474Þarna kemur Siggi með það sem skiptir máli !!!!!! og meira !!!!!!!!!!!! Auðvitað er þetta á ábyrgð framleiðanda en kannské er hann bara of langt í burtu svo Íslenskir dómstólar hengja þá bara sölumann fyrir framleiðanda (bakara fyrir smið) nei það er sárt að sjá það að Björgunarsveitirnar séu að blæða fyrir svona mistök ! VIð verðum bara að kaupa meira af rakettum á næsta ári til að mæta þessu tjóni !
kv:Kalli lætursighafaþaðþóhannþurfiaðskemtasérmeiraánæstuáramótum
02.06.2006 at 19:47 #553476Björgunarsveitirnar voru dæmdar til þess að greiða skaðabætur vegna þess að þær brutu lög, afhentu vöru sem bannað var að selja eða dreifa.
Ef menn vilja fræðast um Fort Pinto málið, þá má lesa þetta í [url=http://en.wikipedia.org/wiki/Mother_Jones_(magazine):3d563hbz]wikepedia[/url:3d563hbz]
[b:3d563hbz]In September 1977, the young magazine made a splash with the publication of Mark Dowies now-classic investigative story, Pinto Madness. The article revealed that the Ford Motor Company Motor Company had, through its own testing, uncovered a serious safety problem with the gas tank design of its popular Ford Pinto subcompact car. Mother Jones obtained and published an internal cost-benefit-analysis in which Ford weighed the costs of a recall against the anticipated cost of settlements in cases where passengers would be killed or injured. Eight months after the story appeared, Ford recalled 1.5 million Pintos for repairs at the time, the largest auto recall in American history. Pinto Madness won many awards, including a National Magazine Award.[/b:3d563hbz]
Upphaflega greinin er [url=http://www.motherjones.com/news/feature/1977/09/dowie.html:3d563hbz]hér[/url:3d563hbz]
-Einar
02.06.2006 at 20:13 #553478Björgunarsveitin braut lög með að afhenda flugeld sem ekki mátti afhenda til almennings, heldur engöngu til sýninga. Engu að síður var dæmt vegna galla í flugeldinum.
Hinsvegar hef ég nú fengið upplýsingar sem ég og fleirri erum búnir að bíða eftir.
Bjögunarsveitirnar eru tryggðar fyrir þessum skaðabótadómi.
Það var tryggingafélag hlutaðeigandi sem hvatti til þess að kært yrði í málinu.
Að lokum þá þarf Landbjörg að fara fram á að fá þetta bætt frá framleiðenda ef það fæst.
Ég er drulluhræddur við að þetta mál geti skaðað starfsemi björgunarsveitana á einn eða annan hátt ef tekjur af flugeldasölu dragast saman. Mig órar við þeirri hugsun að rekstur björgunarsveitana verði settur undir ríkissjóð. Það sér það hver heilvita maður hversu skammarleg fjárlög ríkisinns er til landhelgisgæslunnar og hvernig rekstur hennar er að þeim sökum. Hvernig verður ástandið í landinu ef þannig fer einnig fyrir björgunarsveitunum.
Þess vegna vakti ég máls á þessu upphaflega og eins og mér hættir til svo frekar sé tekið eftir því sem ég segi, þá var ég annsi harðorður og tvírænn í upphafi og sagði kannski margt sem gæti sært hlutaðeigandi. Byðst ég afsökunar á því ef svo fór og óska hlutaðeiganda góðs bata og alls hinns besta.
Kveðja siggias74 E1841
03.06.2006 at 00:50 #553480Þess vegna var SJÓVÁ stefnt til réttargæslu, sem greiðandi bóta fh. Landsbjargar. Það er nú gott að botn er kominn í málið en flækjustigið var orðið oft hátt. Eins gott að maður fór ekki að blanda inn í þetta hugtökum eins og "sprang" kröfum ofl. Góðar stundir.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.