Forsíða › Forums › Spjallið › Umhverfismál › dómsmál
This topic contains 38 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Hallgrímsson 18 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.05.2006 at 12:32 #198019
Nú er mér nóg boðið, er ég las í fréttum í morgun að Landsbjörg og Björgunarsveit Kópavogs hefði verið dæmd til að greiða 3.000.000. í skaðabætur til einhvers manns sem kann ekki að kveikja á flugeld. Og útvegar sér þar að auki flugeldin eftir ólöglegum leiðum þar sem umræddur flugeldur var ekki í almennri sölu heldur fluttur inn fyrir sýningar björgunarsveitana.
Þessum manni tókst að sprengja á sér hendina, eftir að notabene hann „stal“ flugeldinum, fer svo í mál við þann sem flytur inn flugeldin og einnig þann sem hann „stal“ honum frá og vinnur málið.
Hver er svo óprúttin að krefja sjálfboðaliða- björgunarsveit, sem er notabene eini björgunaraðilin í þessu landi, um skaðabætur fyrir sín egin glappaskot. Og hverslags dómskerfi er í þessu landi að dæma þessum manni í vil?
Eru björgunarsveitirnar virkilega það vel fjáðar að fólk sem velur sér þessar leiðir til að afla sér peninga öfundist útí og sæki í sjóði þess með öllum mögulegum ráðum?
Ég get ekki skrifað meir ég er svo reiður.
siggias74 E1841 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
30.05.2006 at 15:50 #553406
Ég held að menn ættu að kynna sér málið á domstolar.is.
30.05.2006 at 16:05 #553408þó svo að skátar séu "góðgerðastofnun" þá mega þeir ekki vera lögbrjótar.
skv. dóminum var tertan sem þeir seldu gölluð
Ég velti fyrir mér hvort landsbjörg sé með tryggingu fyrir áföllum sem þessum
Elvar
30.05.2006 at 18:05 #553410Ég las yfir dóminn.
Það er greinilegt að HSSK braut af sér þegar kakan var afhent þessum manni.
Þrátt fyrir það kemur það mér svolítið einkennilega fyrir sjónir að fullyrt sé að þrenging í skothólki sé örugglega "galla" að kenna þó að það sé líka tekið fram í dómnum að maðurinn hafi lagt hendina yfir hólkana á meðan hann skar flipana af kassanum.
Þar sé ég ekki betur en að skýringin á þrengingunni sé komin ljóslifandi. Veit ekki hvort að framleiðandi, söluaðili eða innflytjandi geti verið ábyrgur fyrir því….
30.05.2006 at 18:39 #553412Ég er líka búin að lesa dóminn og öll þau gögn sem um hann er að fynna á netinu.
Ég fæ ekki séð hvernig Landsbjörg og björgunarsveitin eru skaðabótaskyld. Það er ekki ólöglegt að flytja þennan flugeld inn til landsinns, sem var það eina sem Landsbjörg gerði. Björgunarsveitin er kannski ábyrg fyrir því sem sjálfboðaliðum hennar dettur í hug að gera, eins og að afhenda flugelda sem eru ekki fyrir almenning til almennings.
En aðalmálið fynnst mér samt að þessi flugeldur komst á ólöglegan hátt til kæranda og ber ekki saman þeim sem afhenti flugeldin og þeim sem tók við honum, um hvort slíkt hafi verið tilkynnt við afhendinguna.
En það sem gerir mig virkilega reiðan yfir þessu er sú staðreind að sjálfboðaliða björgunarsveitir sem eru einu björgunaraðilarnir í landinu eru kærðar fyrir svo vafasamt mál. Að kæra þann aðila sem er sá eini sem myndi bjarga mér ef ég væri í háska væri það síðasta sem mér myndi detta í hug, og vitandi það þegar ég ligg í jökulsprungu og þarf á hjálp björgunarsveitana að halda kemur engin því ég er búin að hafa af þeim alla peningana sem í björgunarstörf eiga að fara. nei nei og aftur nei. Menn sem gera svona hljóta að vera með afskaplega skerta vitsmuni.
Í dómsorði kemur fram að þetta gæti hugsanlega þrengt reglur um sölu skotelda enn frekar.
Hvernig á þá að fjármagna björgunarsveitirnar?
Afleiðingar svona fíflagangs geta orðið ótrúlega alvarlegar og jafnvel riðið björgunarsveitunum að fullu.
Hver á þá að bjarga okkur?
30.05.2006 at 19:05 #553414Það var ekki seinna vænna að söluðailar væru gerðir ábyrgir fyriir eitthverju af þeim fjölmöru slysum sem hlotist hafa að þessari fjáröflunaraðferð. Það er tímabært að björgunarsveitirnar finni sér aðra leið til að afla peninga.
-Einar
30.05.2006 at 19:13 #553416arg!!!! eik?
30.05.2006 at 19:50 #553418
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég get nú ekki séð hvernig björgunarsveitir eigi að afla jafn mikils fjár eins og gert er með flugeldasölu og eigi að finna sér aðrar leiðir til þess. Ég held að flest öllar fjáröflunaraðferðir séu nú þegar í gangi.
Það væri kannski bara réttast að fella niður þetta sjálfboðaliðastarf og koma þessu yfir á ríkið og stofna heimavarnarlið, t.d eins og Danir eru með. Þá þarf ekki að vera að draga menn fyrir dómstóla vegna mistaka sem verða við fjáröflun og þannig hægt að sækja rekstarpeninga í ríkissjóð. Það sannaði sig nú bara síðast í dag hversu mikilvægt það er að eiga öflugar björgunarsveitir sem hafa roð og ráð til að þjálfa sinn mannskap og versla búnað….
Það væri nú spennandi fyrir ferðalanga þessa lands að vera með björgunarsveitirnar óvirkar jafn marga daga og landhelgisgæsluþyrlurnar hafa verið það sem af er ári…..
30.05.2006 at 20:07 #553420fær 10 stig frá mér fyrir þennan pistil, eða fullt hús stiga.
30.05.2006 at 20:26 #553422Daginn.
Ég trúi því ekki að þú, Einar sért þeirrar skoðunnar að björgunarsveitir landsins ættu að tapa sinni einu tekjulind sem einhverju skilar að viti og þú haldir því fram að stjórnendur þessara tuga sveita um allt land hafi ekki leitað leiða til að afla fjár með öðrum hætti. Ef svo er þá máttu, mín vegna, finna þér stórann flugeld, troða honum þangað sem þér finnst þægilegast og kveikja svo í.
Að fjallamaður skuli láta svona út úr sér, edrú!!!
Mér finnst reyndar að sveitirnar ættu, eins og þær hafa unnið að síðastliðin ár að leggja kapp í að fara eftir öllum lögum í sambandi við sölu á slíkum gripum. Við erum að kaupa þessar vörur af slysavarnarfélagi og ættum því að bera virðingu fyrir hvað þetta er hættulegur varningur.
Ég vona að þessi sveit sé tryggð gegn svona rugludöllum eða geti sótt málið áfram til framleiðenda vörunnar svo að þeir verði ekki fyrir fjárhagslegum skaða af þessu. Nóg er samt að þurfa að ganga í gegnum dómsferli fyrir og í sjálfboðavinnu.
Kv Izan
30.05.2006 at 21:21 #553424Ég hef reynslu af Björgunarsveitum frá báðum hliðum, rakettu hefur verið skotið í andlitið á mér og ég hef líka þurft að kalla eftir aðstoð þar sem björgunarsveitarmenn stóðu sig með ágætum.
Menn þurfa einfaldlega að leysa það verkefni, hvernig þessi starfsemi verði fjármögnuð. Ein leið er að ríkið styrki þær beint, slíkt yrði án efa mun ódýrara en rekstur atvinnubjörgunarsveita. Það getur líka verið að í eitthverjum tilfellum þurfi sveitirnar að sníða sér stakk eftir vexti. Það er ekki sjálfgefið að núverandi umfang sveitanna það eina rétta.Í því máli sem varð kveikjan að þessum þræði, fer ekki á milli mála að umrædd björgunarseit þverbraut þær reglur sem giltu um þessa flugeldasölu. Björgunarsveitir, eins og aðrir, verða að vera ábyrgar fyrir gerðum sínum.
-Einar
30.05.2006 at 22:54 #553426Núna er maður feginn að það kostar amk fimm ára nám að verða lögfræðingur
30.05.2006 at 23:43 #553428það voru líka útlærðir lögfræðingar sem fóru fram á sýknu sakborninga. Þannig má sjá að það eru ekki engöngu viðvaningar eins og við sem erum búnnir að spjalla um þetta mál, sem sjáum fáranleikan í þessu.
31.05.2006 at 07:20 #553430
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er spurning, sjálfur er ég ánægður með að skátarnir noti flugeldasölu til að fjármagna sig. Þessir aðilar hafa lagt mikið af mörkum til að selja mjög örugga flugelda sem eru því sem næst idiot proof. Það er mikið til af sprengiglöðum Íslendingum og held ég því að mörg okkur þætti leiðinlegt ef við myndum ekki fá að skjóta upp okkar flugeld til að vera með í suck partíinu til að lýsa upp borgina á nýju ári. Ég er ekki sammála því að skátarnir eigi að bera ábyrgð á þessu, því fólk verður að gera sér grein fyrir því að þegar það verslar flugelda er það í raun að versla sér sprengiefni. Þetta er viss áhætta sem þú gengst fyrir um leið og þú kvittar á vísanótuna í sjoppunni og lappar út með tugi kílo af púðri/sprengiefni. Ég held að allir heilbrigðir einstaklingar með vott af common sense geri sér grein fyrir þessari áhættu, slysin hafa sýnt okkur þetta í gegnum tíðina. Ef þú gerir þér ekki grein fyrir þessari áhættu þá áttu ekkert með það að versla þér flugelda og fellur því miður í hópinn með Forest Gump of félögum. Því miður er Ísland að verða soldið Americanized og við göngum út frá því að við þurfum varla að bera ábyrgð á sjálfum okkur s.b.r. það er McDonalds að kenna ef við brennum okkur á kaffinu þar. Við höfum öll val og verðum oft að gangast við ýmiskonar áhættu annað er bara ekki hægt það vill bara klikka að pæla í afleiðingunum sem fylgir valinu. s.b.r. Held ég t.d. að Tuborg Arnalds hafi gert sér grein áhættunni en kannski ekki afleiðingunum. Hann tók samt sénsinn og er ekki við neinn annan að sakast, nema ÁTVR auðvitað. Það að tala um gallað sprengiefni sem sprakk….
31.05.2006 at 08:36 #553432Í einkamálum er ekki talað um sakborninga. Í þessu máli færist sökin yfir á björgunarsveit fyrir að afhenda skoteld sem ekki var ætlaður til almennrar sölu.
31.05.2006 at 08:51 #553434Daginn.
Mér hefur alltaf þótt það svolítið skrítið að í hvert sinn sem sem eitthvað gerist, koma fram menn eins og eik og vilja banna allt sem er hugsanlega hættulegt. Hann yrði líklega fyrstur til að leggja það til að Jeep Cherokee yrði bannaður ef hann fengi svoleiðis bíl í andlitið. Ég held það væri lítið gaman að vera til ef það væri bannað að ganga á Hvannadalshnjúk af því þú gætir lent í snjóflóði, eða bannað að aka í Setrið af því þú gætir keyrt fram af hengju, bannað að fá sér bjór af því þér gæti dottið í hug að fara að keyra og keyrt á ljósastaur, bannað að ausa úr viskubrunnum sínum á f4x4 af því að eik gæti vitað betur og svo fram vegis.
Ég held að stæstur hluti slysa vegna flugelda sé vegna rangrar meðhöndlunar og sama gildir í umferðinni, þar verða flest slysin vegna rangrar meðhöndlunar ökutækja.
Kv. Smári.
31.05.2006 at 10:26 #553436Ég hef ekki lagt til að sala flugelda yrði bönnuð, efast um að slíkt væri raunhaft, a.m.k á skömmum tíma. En ég er algerlega á móti því að sala flugelda sé notuð til þess að fjármagna starfsemi björgunarsveita eða annara "góðgerðar samtaka". Ef björgunarsveitir fengu beinan ríkisstyrk sem samsvarar smanlögðum kostnaði samfélagssins af flugeldaslysum, þá held ég að þær myndu ekki kvarta.
Í mínum huga á það sama við hér og þegar að SAA og skyldir aðilar eru fjármagnaðir með fjárhættuspili.
Þetta er hvortveggja sambærilegt við það ef Hjartavernd fengi einkaleyfi til tölu á tóbaki.
Í raun held ég að það gildi svipað um flugeldana og tóbakið, það væri æskilegast að vera laus við þennan ófögnuð, en menn hafa enn sem komið er ekki treyst sér til þess að banna hann alfarið.Smári beitir sömu rökum og talsmenn byssu eigenda í USA gera (it is not guns that kill people, it is people that kill people). Samt er það svo að þar í landi deyja álíka margir af völdum byssuskota og í umferðarslysum.
Ég er ekki hlyntur því að XJ bílar verði bannaðir, þó ég hafi þekkt a.m.k. tvo einstaklinga, sem hafa beðið bana þegar svona bílar hafa oltið.
-Einar
31.05.2006 at 13:22 #553438það sem þú ert að benda á er akkúrat það sem ég sagði að væri mögulega hægt að dæma fyrir. Aðilar hafi ekki verið sammála um hvort sá sem hafði flugeldin um hönd hafi beðið sérstaklega um hann eða björgunarsveitamaður afhent hann óbeðinn og ekki greint frá því hversu öflugur flugeldurinn var og ólöglegur.
Að gera eitthvað "undir borðið" flokkast undir gagnkvæmt traust, sem svo annar aðilinn brítur með því að afhenda illa fenginn flugeld til þriðja aðila sem svo slasar sig á honum.
Í þessum dómi er sá sem hafði flugeldin undir höndum og lét hann til þriðja aðila, kæranda, sýknaður. Landsbörg er aftur á móti líka dæmd til að bætur fyrir það að flytja inn flugeldinn sem nota bene er ekki ólöglegt.
Óli, svo mér gæti nú kannski runnið reiðinn yfir þessum, að mínu mati óréttlátum dóm, þá gætir þú kannski útskírt það fyrir mér af hverju Lansbjörg er dæmd til að borga og af hverju handhafi flugeldsinns er sýknaður.
31.05.2006 at 15:10 #553440Ég er líka björgunarsveitarmaður og þekki ábyrgðina á því að afgreiða flugelda. Þegar menn lenda í tjóni (líkamstjóni) sem veldur manni örorku þá verða menn að leita réttar síns hvort sem það er gegn ríki eða félögum. Þetta mál verður svokallað prófmál, þ.e. fer líklega fyrir Hæstarétt. Ég hef ekki áhyggjur á að reglur um flugeldasölu verði hertar, nema við göngum í ESB. Þetta mun frekar leiða til þess að björgunarsveitir setji sjálfar strangari reglur. Vonandi rennur þér bræðin. Hittumst á fjöllum.
31.05.2006 at 17:53 #553442
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var virkur félagi í hjálparsveit í þá tíð sem ég bjó á landinu og tók auðvitað fullan þátt í flugeldasölunni.
Gríðarlega mikil vinna og ólaunuð auðvitað en mestan part skemmtileg.
Litlir krakkar að komandi inn og velja með hjálp mömmu og pabbi stjörnuljós og smáblys.
Hinir og þessir að koma inn með bros á vör og þakkandi fyrir þjónustu sveitanna. Smelltu kannski 5þús kalli á borðið og vildu bara fá eitthvað sniðugt fyrir það.
Og svo voru það þeir sem var minnst gaman að eiga við.
Endlaust kvabb á þeim, “Dúddi frændi var nú í skátunum í gamla daga, geturu ekki reddað okkur einhverju stærra og hættulegra til að skjóta upp“!
Kannski svipað og að vinna í apóteki seljandi ljómandi gott Magnil og Panódíl og kúninn röflandi um hvort þeir geti ekki fengið smá Morfín undir borðið.
Undantekningalaust sagði ég nei og það átti að vera reglan, en þarna hljómar eins og eitthvað hafi klikkað.
Það er gaman af flugeldnunum. Hjálparsveitirnar hafa gert mikið átak í að vera með örugga og vel merkta vöru, leiðbeina um notkun og gefa hlíðargleraugu með hverri sölu.
Það breytir því hins vegar ekki að þetta er hættulegur varningur ef ekki er rétt með farið.
Ég hef fulla samúð með viðkomandi sem slasaðist í þessu slysi, en rétt hefði verið staðið að hefði það ekki orðið.
Í leiðbeiningunum með minnstu fjölskyldupökkunum og auðvitað öllu stærra segir ekki bogra yfir flugeldnum þegar þeir eru settir upp og haldið eldfærum fjarri, svo einfallt er það.
Flugeldasalan er einfalldlega langbesta fjáröflunin fyrir hjálparsveitirnar. Kostar gríðarlega sjálboðavinnu en gefur vel af sér. Og ef rétt er með farið er þetta fín skemmtan og tilþess að gera hættulítil.
Þeir sem styðja ríksvæðingu hjálparsveitanna ættu að líta á Landhelgisgæsluna.
Hvað eftir annað kemst hún ekki í útköll af því að búnað vantar, er bilaður eða í viðgerð.
Hver hefur nokkurn tímann heyrt um að hjálparsveitirnar, sem enga ríkisstyriki fá hafi ekki komist af stað af því að búnað vantaði eða væri í ólagi?
Það er heldur ekki rétt að Ísland sé eini staðurinn í heiminum sem selur flugelda til almennings.
Þar sem ég er búsettur í Bandríkjunum er hægt að kaupa flugelda allstóra flugelda, þar með taldar [url=http://www.gorilla-fireworks.com/shell%20mortar.html:e2pnl01z][b:e2pnl01z] tívolíbombur [/b:e2pnl01z][/url:e2pnl01z]af dansandi apa í sirkúsbúningi!
31.05.2006 at 19:58 #553444
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Eg sjá hérna að skrifað var að óviða væri flugeldasala með sama hæti og hérna heima, sjáfur hef ég verið í Noregi um áramótt og eru þeir skotglaðið með meiru. Flueldar eru þar seldir af einkaaðilum inni í verlsunarmiðstöðum og jafnvel við hliðina á belsinstöðunum. Það eru marir smásölubásar úti um alla vesunarmiðstöðvarnar. Örggið krigum þetta er ekki neitt til að hrópa húrra yfir. Margir húsbrunar og slys af völdum flugelda eru tið Í noregi. Forvarnir í sjóvarpi og blöðum er ekki neitt svo vitt sé í og ókeipis hlíðargleraugu er ekki að finna heldur.
Svo mér sniðst að mart sem viðkemur fluelda sölu heima á íslandi sé til mikila sóma hvað varað forvarnir og öriggi á sölustað. En það verða því miður alltaf óhöp þrátt fyrir það. Góðar stúndir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.