This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Halldór Sveinsson 18 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Það eru fleiri en jeppamenn sem eiga í stríði við löggæslu til að fá að stunda áhugamálið. Kayakmenn eiga ekki síður undir högg að sækja og merkileg tilviljun að það er ekki síst fyrir austan fjall. Héraðsdómur Suðurlands var að fella þennan dóm yfir kayakmanni sem var svo ósvífinn að sigla Ölfusá.
Eftirfarandi setning er lýsandi fyrir skilningsleysið sem er í gangi:
‘Ölfusá sé víða hættuleg yfirferðar vegna mikilla strauma víða í ánni sem séu hættulegir og iðukasts og hylja sem séu varasamir. Því sé nauðsynlegt að takmarka ferðir manna á ánni í þeim tilgangi að draga úr hættu og óþægindum og tryggja öryggi fólks eins og kemur fram í 3. gr. laganna.’
Það er einmitt straumur og iðukast sem straumkayakmenn sækjast eftir og út á það gengur sportið. Kayakmenn sjálfir eru fullfærir um að meta aðstæður eða allavega betur til þess fallnir en lögregluyfirvöld á Selfossi.
Vekur spurningar um hvort við getum átt á hættu að vera bannað að aka á jöklum af því það sé hættulegt!
Kv – Skúli
You must be logged in to reply to this topic.