Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dodge Ramar á 54 ?
This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2008 at 22:26 #201758
Ég heyrði útundan mér að einhverjir töffarar væru að breyta tveim nýjum dodge ram á 54 og hefðu skroppið til þýskalands og náð sér í unimog hásingar undir bílana.
Gaman væri að fá fréttir af þessu og ef rétt reynist þá endilega að fá myndir á vefinn.
Gagnrýnis og leiðindapúkar ps. ekki vera að komenta um þetta allir aðrir velkomnir.
kveðja Trausti Kári Hansson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
05.02.2008 at 13:37 #612388
Humm…. Hvaða ofboðslegu þróun er verið að tala um hérna? Er þetta ekki meira bara afturhvarf til fortíðar.
[img:qti1sa2z]http://i47.photobucket.com/albums/f180/bremsa/Strirblarltillstrkur.jpg[/img:qti1sa2z]
[img:qti1sa2z]http://i47.photobucket.com/albums/f180/bremsa/fordar_001.jpg[/img:qti1sa2z]
[img:qti1sa2z]http://i.pbase.com/u33/jonash/large/21342639.Unimogallirff828.jpg[/img:qti1sa2z]
[url=http://i.pbase.com/u33/jonash/large/21342639.Unimogallirff828.jpg:qti1sa2z]http://i.pbase.com/u33/jonash/large/21342639.Unimogallirff828.jpg[/url:qti1sa2z][img:qti1sa2z]http://k53.pbase.com/u7/jonash/large/41154930.Bronco.jpg[/img:qti1sa2z]
[url=http://k53.pbase.com/u7/jonash/large/41154930.Bronco.jpg:qti1sa2z]http://k53.pbase.com/u7/jonash/large/41154930.Bronco.jpg[/url:qti1sa2z][img:qti1sa2z]http://k53.pbase.com/u33/jonash/upload/21342614.UnimogallirChevrolet.jpg[/img:qti1sa2z]
[url=http://k53.pbase.com/u33/jonash/upload/21342614.UnimogallirChevrolet.jpg:qti1sa2z]http://k53.pbase.com/u33/jonash/upload/21342614.UnimogallirChevrolet.jpg[/url:qti1sa2z][img:qti1sa2z]http://k41.pbase.com/u33/jonash/upload/21342616.UnimogallirEconoliner.jpg[/img:qti1sa2z]
[url=http://k41.pbase.com/u33/jonash/upload/21342616.UnimogallirEconoliner.jpg:qti1sa2z]http://k41.pbase.com/u33/jonash/upload/21342616.UnimogallirEconoliner.jpg[/url:qti1sa2z]
05.02.2008 at 18:51 #612390Smá unimog útúrdúr.
Getur einhver sagt mér hvort að flugbjörgunarsveitinn á Hellu sé búinn að breyta um heimasíðu.
http://www.fbsh.is virkar ekki og hefur ekki gert í nokkurn tíma.
kv. Trausti
05.02.2008 at 19:06 #612392þetta er mjög slæmt og eg skil þig vel
en eg held að þetta se nu aðeins utan við
umræðuna herna og eg treysti þessum
mönnum alveg til að breyta þessum bilum
og eg er pottþettur að þeir lata serskoða seinna meir.
En Gummij strigadekk fljota ekkert siður en radial
og bara betur ef eitthvað skil nu ekki alveg þessi
rök um að miðjan fari upp þvi að min reynsla i krapa er að hafa ekki of litið loft i dekkjunum það er að þau nai að krumpast upp i miðju, það er ekki
gott að hafa of litið loft, temmilegt a 44 ca 3 eða 4 p
enþa eru dekkin ekki of bæld og ekki of hörð
og svo bara nogu rolega helst lo lo, og með þetta loft na dekkin jafnvel niður i gegn um krapann en ekki 38 t dekkin
kveðja Helgi
05.02.2008 at 19:48 #612394þakka fyrir ferðina á Laugardaginn var gaman að sjá muninn á þessum bílum og á ég nú líka myndir af Ford í speglinum hjá mér :).skal nú bjóða fram mína þjónustu við það að bera þessa bíla saman hef nú verið að rekast dáldið á þessa bíla á fjöllum og viðurkenni að þetta er mjög öflugt í krapa og mjög djúpu púðri enn finnst þeir nú hálf slakir í öðru og fara hægt yfir.
væri til í að sjá muninn undir venjulegum aðstaæðum enn ekki bara kjöraðstæðum fyrir annan hvorn bílinn.
annars finnst mér asnalegt að bera saman cherokee og stóra bíla á risadekkjum þar sem ekki er hægt að bera saman notagildið.
enn hef nú samt grun um að litlu ´léttu bílarnir fari nú hraðara yfir í fleiri tilvikum
05.02.2008 at 19:57 #612396Er það bara ekki gott fyrir sportið að það séu ekki allir steyptir í sama mót? Gaman að sjá einhvern stíga þetta skref. Ég er sammála Snorra að mesta þróunin verður oft í bílskúrunum og slæmt ef það frelsi yrði heft.
Kv
05.02.2008 at 20:44 #612398Sæll þórarinn og takk sömuleiðis.
Eins og ég sagði hér að ofan og hef oft sagt að þá er þessir léttu,kraftmiklu bilar eins og þú og fl eiga
mjög skemtileg leiktæki og var ég ekki spar á að hæla bilnum þínum um helgina eins og þú veist t.d fjöðrun og fl en það er mín reynsla eftir að hafa ferðast mjög mikið á fjöllum með allskonar jeppum að þá eru Fordarnir svo jafnir og ansi oft með mikla yfirburði.Með okkur ferðast t.d mikið 38" 90 cruiser og pajero á 39,5 og það hefur aldrei skeð að þeir stingi af og oftar en ekki þurfa þeir hjálp.
Fordarnir ná alltaf að halda ágætis hraða sama hvernig færið er en t.d á mjög ósléttum jökli og hörðu færi myndir þú örygglega fara hraðar yfir en ég og stökkva lengra en þú gerðir um helginaNú á sunnudeginum fórum við á skjaldbreið og þar var nánast öll jeppa flóran frá patrol,hilux willis og fl á 38" dekkjum og voru þeir í ansi miklu basli og sumir fóru hreinlega ekki upp en þar var Fordinn lang fyrstur upp og beið og fór svo aftur niður og aftur upp ekkert mál í 3 pundum.
Ég persónulega og mín kona viljum mjög öflugan fjalla jeppa sem er líka mjög rúmgóður fyrir okkur öll 5 og getur dregið okkar stóra hjólhýsi og fer mjög vel með alla sem í honum eru.Við keyrum hann einnig mikið norður í land á veturnar í skíta veðri og mikilli hálku og alltaf líður okkur jafn vel og alltaf skilar hann okkur á leiðarenda.
Hann einfaldlega hentar okkur mjög vel að öllu leiti og
jú hann eyðir olíu ekki spurning en svo kemur á móti að við höfum ekki þurft að kaupa 1 varahlut á þessum 24.000Þ km.Þannig að já við erum vægt til orða tekið ánægð með hann að öllu leiti.Kveðja Sæmi sem fer aldrei ofan af því að Ford er bestur
05.02.2008 at 22:03 #612400Svona þræðir eru alltaf sérlega ánægjulegir því hér kemur fram sem oftar hvað menn í klúbbnum eru upp til hópa hamingjusamir! Allir svo yfir sig ánægðir með sinn bíl, litilir bílar, stórir bílar, sama hvað merki er á þeim, allt eru þetta greinilega hinar mestu eðalkerrur og eigendurnir ánægðir eftir því. Þetta er mjög gott fyrir sálarlífið.
En að efninu, vígalegur þessi Dodge og órtúlegt hvað hann samsvarar sér vel á þessum 54 tommum. Þetta er fínt krydd í flórnuna.
Kv – Skúli
05.02.2008 at 22:39 #612402fyrst allir eru að lýsa hamingju sinni yfir sínum bílum þa vildi eg koma því á framfæri að eg er hundóánægður með mína (lc 60 og grand ceerokie limeted) og endilega ef eitthver vill skipta á 54" dodge mætti hann endilega hringja
8654347
06.02.2008 at 10:50 #612404Gulli er kóngurinn greinilega 😉
Þekki hann ekkert en man hvað ég góndi á græna Raminn sem að hann breytti á 44" á sínum tíma, það var nú töff græja líka á þeim tíma.
En þessi er gríðarlegur.
.
En aðeins út fyrir efnið, Sæmi hefurðu ekkert þurft að taka upp vélina í Fordinum ennþá fyrir milljón kalla eða meira?? Er ekki bíllinn hans Benna í stöðugu viðhaldi hjá Breyti?
Ég hef unnið mikið á Fordum með 6 lítra vélinni og það er eilífðar vesen með bæði hedd og dísur.
Hefurðu ekkert lent í því sjálfur?
06.02.2008 at 12:07 #612406Jú Baldvinn, þetta er alltaf bilað og aldrei minna en milljón í viðhald á mánuði…..
Benni
P.S.
6 l Powerstroke framleidd fyrir 11/2004 hefur verið að bila mikið. Nýrri vélar hafa gengið vel – bílarnir okkar Sæma eru 2005 árgerð.
06.02.2008 at 12:12 #612408Skemmtilegur þráður og alltaf gaman þegar menn þora. Ég er þannig gerður að af ég ætlaði að skipta um bíl mundi ég fara í léttari og hef fyrirmyndina frá t.d. Gengis Kan þar sem hann sigraði heila heimsálfu. Hans aðferðafræði var að ferðast létt, þannig komst hann yfir ótrúlega mikið svæði.
Þannig að allir jeppar eiga sitt færi og að minni jeppar geti ekki stungið þá stóru “host host“ af eins “host“ og fram kemur ‘host “host’ hér að ofan “host host“ þá má ræða það. “host host“ ég verða að bregða mér frá og fá mér hostasaft.kv. vals.
06.02.2008 at 12:37 #61241014 stór skref og svo beint í 7 :).
Sé engan tilgang að bera saman þessa bíla eru eis og svart og hvítt og meira segja bókstaflega hjá okkur :).
Vona bara maður komi til með að ferðast meira með svona bílum þannig að maður geti fengið að sjá þetta á svart og hvítu.
Og ef þeir fara meira þá fara bara stærri dekk undir cherokee.Kveðja Þórarinn sem vill altaf vera fyrstur:)
06.02.2008 at 14:21 #612412Þetta er gaman að þessu þegar menn stíga skrefið til fulls hvort sem það er gert á breytingaverkstæði eða í breytingaskúr. Laglegur bíll og kemur örugglega til með að gera góða hluti. Menn eru að ítreka það hér að þetta sé ekki gert á breytingaverkstæði og framfarir séu úr skúrum komnar. Ég veit ekki alveg hvaða viðkvæmni þetta er þar sem mjög gott samstarf er þarna á milli. Fyrir utan annað hitt að flestir sem vinna á breytingaverkstæðum eru skúra kallar. Varla versna þeir við það að vinna við þetta. Að sjálfsögðu fer þróun mikið fram líka á breytingaverkstæðum og hefur gert það líka að verkum að bílskúrsmennirnir gera meiri kröfur til sjálfs síns. Það líður vart sá dagur að menn deili ekki upplýsingum sín á milli hvort sem þeir eru atvinnumenn eða amatörar. Svo má ekki gleyma 4×4 klúbbnum sem hefur komið að málum í sambandi við reglugerðir o.s.f.v.
Þegar út í svona stór verk er farið, eins og þessi RAM, þá eru bara mjög fáir sem ráða við það að láta gera það á verkstæði. En kæmi mér samt ekki á óvart þó einhverjir færu samt fljótlega út í það. Eins og Helgi Rúnar minntist á þá er ekkert nýtt að nota Unimog hásingar. En það sem er nýtt á Íslandi eru þessi 54" dekk. T.d. er töluvert síðan að einhver í US setti þetta undir Nissan Titan.Kv,
HG
07.02.2008 at 18:04 #612414Sæll Baldvin nei ég hef ekki þurft að gera neitt fyrir vélina og bilinn hefur verið algerlega viðhaldslaus þessa 24.000
þús km sem ég hef keyrt hann og hann bilaði ekkert hjá fyrri eiganda sem keyrði hann c.a 14.000 Þús km.
Bílinn hans Benna er ekki alltaf bilaður þótt hann sé oft upp í Breyti.Benni hefur bara svo gaman að því að kaupa eitthvað nýtt og flott og bæta og breyta og svo er kaffið svo gott hjá Aroni.Annars fórum við Benni kl c.a 10 í morgun austur á Selfoss að heimsækja vini okkar og var það ansi gaman.
Mikill snjór á Hellisheiðinni.Á leiðinni til baka björguðum við Björgunarsveitarmönnum sem
voru fastir á 44 Patrol á Hellisheiðinni í stórum skafli sem
Ford fór yfir á leiðinni austurKveðja Sæmi
07.02.2008 at 22:43 #612416Hvaða vin voruð þið að heimsækja ?
Það var ekki neitt fútt á Hellisheiði í dag, miðað við í kvöld. Núna er komin snjór á hana.
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.