Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dodge Ramar á 54 ?
This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2008 at 22:26 #201758
Ég heyrði útundan mér að einhverjir töffarar væru að breyta tveim nýjum dodge ram á 54 og hefðu skroppið til þýskalands og náð sér í unimog hásingar undir bílana.
Gaman væri að fá fréttir af þessu og ef rétt reynist þá endilega að fá myndir á vefinn.
Gagnrýnis og leiðindapúkar ps. ekki vera að komenta um þetta allir aðrir velkomnir.
kveðja Trausti Kári Hansson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
02.02.2008 at 00:40 #612348
Þekki einn sem átti Bronco á Unimog hásingum, sá bíll var næstum ókeyrandi vegna þess að þegar að stigið var á kúpplingu til að skipta um gír, var eins og stigið væri samtímis á bremsur, bíllinn stoppaði næstum. Er þessi niðurgírun ekki of mikil fyrri svona létta bíla, þó að múkkinn haldi ferðinni með sína þyngd. Svo var víst betra að skokka ef að manni lá eitthvað á………
Kv.
ÞH.
02.02.2008 at 13:21 #612350Ég held að farartæki hverar gerðar sem er verði seint of létt. Það er alltaf mikils virði þegar menn eru í svona æfingum og það er þetta sem stuðlar af framförum í þessu. Það er hinsvegar óleyst vandamál í þessum dodge-bens og ég mundi hafa verulegar áhyggjur af er að svona niðurgíranir og stór diagonal dekk eyða mikill orku og þessi bíll mun alltaf að eyða miklu og þá meina ég eyða ekki nota. : ) en það er kannski ekki neitt sem aðrir en Al Gor og Steingrímur J hafa áhyggjur af. Annað sem mér líst illa á er ef hann er svona hár eins og menn eru að segja það virkar aldrei nema á jafnsléttu. Ég helt að menn sem væru búnir að ferðast í áratugi á fjöllum vissu það.
03.02.2008 at 12:24 #612352Jæja fór einhver með í prufutúrinn, sem er tilbúinn að tjá sig um hvernig skrímslið virkaði.
kv
Baldur
04.02.2008 at 10:24 #612354Gunnlaugur SONAX kom á 54 tommunum á árlegt þorrablót Fúlagengisins sem haldið er í frábærri aðstöðu í [url=http://kerlingarfjoll.is:3dyzrybu][b:3dyzrybu]Kerlingarfjöllum[/b:3dyzrybu][/url:3dyzrybu]. Þorrablótið var fjölmennt, vel heppnað og fjörlegt að vanda.
Í stuttu máli, þá lofar þetta mjög góðu. Ekki reyndi á flot í miklum lausasnjó en hann öslaði létt áfram í snjó sem þykir djúpur fyrir minni hjól. Hann stóð sig líka vel í brekkuklifri þegar mátað var í brekkurnar í Kerlingafjöllunum. Hann dró aldrei kúlur, ég sá framkúluna snerta einu sinni þegar hann tommaði sig áfram í báðum lággírunum upp brekku í lausasnjó.
Ekkert bólaði á hrikalegum söng í múkkahásingunum eða öðrum vandamálum sem spáð hafði verið af fortölumönnum, þetta rann allt ljúflega.
Eftir þessa fyrstu prófun virðist sem að hér sé komin álíka framför og þegar 49 tomman kom fram fyrir nokkrum árum, semsagt nýr kafli í drifgetu …..
Við skulum svo halda til haga hvar þessi þróun átti sér stað. Þessi breyting var gerð af kunnáttumönnum á einstaklingsverkstæði, en ekki á -vottuðu- breytingarverkstæði. Enda er það mín skoðun að stóru stökkin í þróuninni hafi flest komið fram á verkstæðum einstaklinganna.
Snorri
R16
04.02.2008 at 11:20 #612356Þetta er nokkuð áhugavert og gaman verður að fylgjast með þessum trukkum á fjöllum.
Ég bíð líka spenntur eftir andsvörum frá fulltrúum litlu og léttu fylkingarinnar …….. það er ekkert gaman að þessu nema menn hafi skoðanir
kv
Agnar
04.02.2008 at 12:27 #612358Gunnlaugur var með okkur félögum sínum í "Fúla genginu" á þorrablóti í Kerlingafjöllum um helgina og var að sjálfsögðu á nýju dekkjunum. Sjá myndasafn:
[img:5r5nkl7p]http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5900[/img:5r5nkl7p]
04.02.2008 at 12:35 #612360Ég vona að nú takist að setja inn slóðina! [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=ferdamyndir/5900:3akvyv48][b:3akvyv48]Myndasafn[/b:3akvyv48][/url:3akvyv48]
04.02.2008 at 14:19 #612362Flottur bíll og ætti að drífa alveg helling. Bara það að setja burðarmiklar Unimog hásingar undir er snilld og mætti þess vegna vera gert meira af því og það á minni dekkjum en þetta. Þetta er tæki sem á heima á fjöllum en varla innanbæjar í almennri umferð því yfirleitt eruvörubílar og rútur ekki æskilegar inni í íbúðarhverfum svo ekki sé talað um í nágrenni skóla, dagheimila og svo framvegis. Það var allavega lagt tölverð áhersla á það þegar ég tók meirapróf þó ekki nema bara fyrir það að það getur maður eða barn staðið fyrir aftan svona stóran bíl og útilokað að sjá viðkomandi svo eitt dæmi sé tekið. Mér finnst þeir sem eru á risatrukkum séu að misnota og kunna ekki að fara með það frelsi sem jeppamenn búa við hér á landi sem birtist meðal annars í því að fólk er almennt hrætt við risatrukkana. Jeppamönnum var sýnt traust á sínum tíma þegar breytingar á jeppum voru lögleyfðar. Ef öfgabreytingar sem þessar þykja sjálfsagðar hjá jeppamönnum og fara að verða almennar þá hafa þeir brugðist því trausti að mínu mati með ófyrirsjánlegum afleiðingum eins og kannski skertu áðursögðu frelsi í framtíðinni.
04.02.2008 at 15:31 #612364Er þetta ekki sami söngur og kom þegar menn settu 35" fyrst undir jeppa og svo aftur þegar stækkað var í 44"? Ef menn hræðast svona bíl í umferðinni þá hljóta þeir að vera hræddir við alla vörubíla, rútur og strætisvagna. Auk þess segir það sig sjálft að svona bíll er ekki lipur innanbæjar og því lítið notaður þar.
–
Ég tek undir það sem kemur fram hjá Snorra, nýjungar í breytingum munu fyrst og fremst koma frá skúraköllum og því fásinna að reyna að banna þá "starfsemi". Með fullri virðingu fyrir breytingaverkstæðunum, þá eru þau flest einfaldlega of upptekin við staðlaðar breytingar til að sinna nýsköpun. Auk þess sem þau eru kannski ekki tilbúin að rukka einhvern fyrir æfingar sem skila kannski engu. Þar koma klikkhausarnir sterkir inn, prófa eitthvað sem ekki hefur verið prófað áður.
–
Bjarni G.
04.02.2008 at 16:51 #612366Rolegur nu ekki þessa neikvæðni
það verða aldrei margir a þessum dekkjum
svo bara rolegur og brosa svo
kveðja Helgi
04.02.2008 at 17:31 #612368Þetta er bara glæsilegt – til hamingju með breytinguna Gulli.
Mér skilst að þetta hafi virkað æðislega um helgina…. Nú fer maður bara að leita að unimog hásingum…
Hvort þetta er of stórt eða annað röfl – það er bara sami söngur og hefur komið við allar nýjar dekkjastærðir og ég er líka alveg viss um að það verða margir á þessu ef þetta kemur til með að reynast vel. Sjáiði bara 49" – fyrst 2 – 3 bílar, svo vorum við 5 – 6 á þessum hjólum í fyrra og núna veit ég um hart nær 20 bíla á 49" og á annan tug í breytingu… Þannig verður líka með þetta ef þetta virkar vel.
Svo er það líka þannig að ef að menn ætla á annað borð að breyta Dodge þá þarf hvort sem er að skipta um hásingar ef eitthvað vit á að vera í breytingunni. Ég er allavega farinn að verða hrifinn af hugmyndinni um Megacab á 54"………
Svo þetta taut með of þungt o.s.frv. þá hljóta talmenn léttu bílana á litlu dekkjunum að fara að þagna – nóg er búið að refsa þeim undanfarna vetur…..
Benni
04.02.2008 at 18:40 #612370Þetta er náttúrulega ekki ný dekkja stærð. Aðeins ný dekkjastærða undir svona bíl
Mér finnst þetta vera flottur trukkur og ekki jafn hár og einhverjir voru að segja, minnsta kosti ekki að sjá á þessum myndum. Þetta drífur eflaust ámóta og aðrir múkkara sem eru á svona stórum hjólum og þeir eru að minnstakosti tveir í notkun hér, einn hjá flugbjörgunarsveitinni á Hellu. Múkkinn á hellu er á aðeins stærri radíal hjólum . Ég þvældist aðeins um í haust með þeim bíl í miklum lausasnjó og hann dreif ekki ver en 5 tonn New Holland Traktor sem var þarna líka á enþá stærri radíalhjólum. Hann er bara svo hár að það er varla hægt að nota hann í hliðarhalla, Mér sýnist þessi ram trukkur hans gulla vera betri hvað það varðar og hann er eflaust aflmeiri en hellu múkkinn. Mig minnir að múkkinn sé rúm 4 tonn tómur.
En það er eins með hann og hina traktorana hann mokar olíu ef eitthvað er að færð.
Ég er búinn að nota og ferðast með alltof mörgum ofurjeppum á diagona dekkjum til að vita ekki að þeir virka almennt séð illa í snjó og hálku.
Það sem margir flaska á í sambandi við stóra trukka er að það er eingin trukkur svo stór að allar hindranirnar sem á vegi hans verða verði yfirstíganlegar. Þess vegna er oft árangursríkar þegar komið er í út fyrir vegi að reyna að laga farartækið að landslaginu heldur en að reyna að forma landslagið eftir trukknum. Dæmi um þetta er krappi. það ferðast eingin neinar vegalengdir neðanjarðar í krapa. Þó svo að stórir trukkar geti stundum öslað í gegn um stuttar krapholur þá eru þeir sjaldnast að fara neyt við slíkar aðstæður annað en ofan í þá næstu. Eina leiðin til að ferðast um krapasvæði er því nær alltaf að vera ofan á honum eða utan þeirra svæða og það gerir maður bara ekki svo vel sé á diagonal dekkjum. Ef sportið er að ösla fram og til baka í krapaholum og púðursnjó þá er þetta rétta farartækið. Ef sportið er að ferðast þá er þetta eiginlega eins vonlaust og vonlaust getur orðið bæði með tilliti til ferðahraða og kostnaðar. Ég mæli mjög eindregið með því að jeppamen hætti að hugsa um vörubíla sem ferðajeppa þetta eru bara vörubílar og þó hægt sé að nota þá í snjó með ágætum árangri þá eru þeir samt bara vörubílar. þessi ram trukkur eyddi ekki minna en 300 lítrum af olíu þessa helgi ef eithvað var að færð og það er 200 lítrum meira en þurfti til að koma rassgatinu á ökumanninum þarna innúr.Vörubílar eiga bara ekki heima á hálendinu í leikaraskap ekki frekar en dráttarvélar og skurðgröfur.
04.02.2008 at 22:28 #612372kom óvart 2 sorry
04.02.2008 at 22:29 #612374Það er alltaf jafn gaman að lesa svona pistla eins og þennan frá honum Guðmundi.Þarna segir hann okkur frá reynslu sinni af drifgetu og rekstri á 46"-49" og síðast en ekki síst 54" Ameriskum pickup bilum.Nú og afhverju er þetta svona stórmerkileg og fróðleg lesning ? Jú af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur aldrei átt né rekið svona bil.Þér er auðvitað frjálst eins og öllum að hafa þína skoðun en ekki vera með svona Fullirðingar þegar að þú veist greinilega ekkert um hvað þú ert að tala og afhverju er ekki hægt að beygja framhjá krapa á diagonal dekkjum ? beygja þau ekki eins vel og önnur dekk ?
Nei það er aðeins eitt rétt hjá þér þessir bilar eyða meira en minni bilar og það hljóta allir að vita og ætti ekki að koma neinum á óvart.Við hjónin keyrðum Fordinn okkar 24 þúsund km á síðasta ári samt notum við hann aldrei innanbæjar.Þannig að allur þessi akstur var á fjöllum og eins ferðuðumst við mjög mjög mikið í sumar með 2,5 tonna hjólhýsið okkar.Hringinn í kringum landið og lf og fl og var Fordinn og er allt árið á 46".Við erum sammála um það hjóninn að það sé alger draumur að ferðast á þessum bíl okkar.Það fer mjög vel um alla í honum en við erum með 3 börn.Við gátum lagt hjólhysinu og farið á fjöll hvar og hvenær sem er,tekið með okkur fjórhjólið og fl og fl endalausir möguleikar og eyðslan jú hann er að eyða um 22 á hundraði útá vegi en er það mikið ??? 4,5 tonn c.a tilbúinn á fjöll og á 46" dekkjum.HMMMMM ??
við eigum Navigator 7 manna jeppa sem er aldrei undir 20 lítrum og einnig áttum við Range rover sem var aldrei undir 25 innanbæjar og fl dæmi get ég nemt en nenni því ekki þar sem þetta er orðið alltof langt.
Gulli til hamingju með flottan bil ! Hlakka til að sjá þig á fjöllum kveðja SÆMI
04.02.2008 at 23:12 #612376Ég veit ekki hvað þú hefur mikla reynslu af því að aka ofan á krapa Sæmi. En til að hanga ofan á krapa er oft hægt vinda hann eða aka mjög hægt yfir á minnsta lofti sem dekkin ráða við án þess að gripflöturinn aflagist eða gangi upp undir miðju dekki. Þessi mörk eru miklu ofar í öllum þeim diagonal dekkjum sem ég hef prufað en eins og þú réttilega segir þá hef ég aldrei prufað 49" eða 54" en ég geri bar ráð fyrir að það sé eins í þeim og öðrum diagonal dekkjum Að minnsta kosti voru 44" boggrarnir sem ég prufað fyrir bráðum 20 árum þannig. Það var undir tæplega 3 tonna wagoneer. sennilega bara svipuð hlutföll og eru í bílnum hans gulla. en þetta geri það að verkum að diagonal dekk virka bara mjög illa til að hanga ofaná krapa. En ég þarf hinsvegar ekki neina reynslu til að vita að það kostar helmingi meira að reka 4 tonna bíl en 2 tonna bíl. : )
05.02.2008 at 00:00 #612378Miðað við það sem sást til 54 dekkjanna um helgina, þá spái ég því að Dodgeinn fljóti með allt úrhleypt í rot svipað og Hilux á 38 ofan á krapa. Sjáið myndirnar af því hvernig þessi dekk leggjast og hvað hliðarnar í þeim eru mjúkar. Hann gæti þurft að skera aðsins í stóru kubbana á hliðnum á sólanum til að mýkja þá aðeins, en þetta á bara eftir að virka í floti líka. Flot á krapa er líka ekki síður spurning um lága gírun og mjúkt átak heldur en flot.
Leyfum þessu bara að koma betur í ljós í næstu túrum við msimunandi aðstæður.
Varðandi eyðsluna, þá upplýsir Gulli að hann fór með 120 lítra á leiðinni Geysir-Kerlingarfjoll-Rvk.
Snorri.
05.02.2008 at 09:45 #612380Hann Þór Ægisson setti nokkrar myndir úr þorrablótsferð Fúlagengisins inn á myndasafnið.
Hjalti R-14
05.02.2008 at 10:12 #612382Sæll aftur Gummi.
Eins og ég sagði hér að ofan að þá er það ekkert leyndarmál að þessir bílar eyða meira en minni bilar
það gefur augaleið en nóg um það.Mín reynsla og þeirra
sem ég ferðast alltaf með (Benna) er sú að við höfum ekki enþá lent í því færi sem að Fordarnir ekki drífa í.Hvort sem að menn trúa því eða ekki að þá er þetta bara staðreynd.
Minn á 46" og hans á 49" og samt erum við að ferðast mjög mikið.Í krapanum eru þeir að koma vel út og get þeir vel flotið ofan á ef við helypum mjög vel úr og svo er þetta helst spurning um lóló og læðast yfir.Við höfum farið í mikla krapa túra með 44" Patrolum,100 Cruiser á 46",
44" 80 Cruiser,38" Cheeroke einsog þú átt og allir þessir
bilar voru ekkert frekar að fljóta ofan á heldur en við og Cheeroke var í mesta baslinu af þeim öllum(myndir af þessu öllu í albúminu okkar) og endaði með því að frammhásinginn var nánast slitinn undan honum til þess að veiða hann upp.
Vill samt taka það framm að ég hef ekkert á móti Cheeroke og held að það sé ágætis leiktæki við ákveðnar aðstæður en er ekki bill sem hentar mér.Mér finnst samt frábært að það séu til menn eins og Gulli sem að þora og geta og lyfta jeppasportinu á nýtt plan.Ef það væru ekki til svona menn þá væru menn enþá á óbreyttum jeppum.
Kveðja Sæmi
05.02.2008 at 11:36 #612384Flottur pistill Sæmundur, alveg sammála þér.
Sem betur fer eru til til menn sem þora og gera, það skapar þróunina.
Það eru líka öflugir menn með Gunnlaugi í þessu. Meðal annara má helst nefna Bjarna Einarsson og Guðna Ingimarsson sem ásamt Gunnlaugi er báðir með áratuga reynslu af jeppabreytingum og hafa áður komið að smíði nokkurra tímamótajeppa.
Minni aftur á að þetta er allt að gerast í skúr en ekki á -viðurkenndu- breytingarverkstæði.
Snorri
R16
05.02.2008 at 11:51 #612386Það mætti nátturulega fara hægt og rólega í að setja út á nýbretta bíla þar sem hefur verið lagður metnaður í að breyta vel og faglega.. En ég er ekki búin að gleyma því þegar ég var barn þegar bekkjarbróðir minn varð undir vörubíl, sem var að manuera að mér skildist, og átti aldrei möguleika gegn þungum bíl. Full ástæða að fara varlega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.