Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dodge Ramar á 54 ?
This topic contains 75 replies, has 1 voice, and was last updated by Hlynur Snæland Lárusson 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
30.01.2008 at 22:26 #201758
Ég heyrði útundan mér að einhverjir töffarar væru að breyta tveim nýjum dodge ram á 54 og hefðu skroppið til þýskalands og náð sér í unimog hásingar undir bílana.
Gaman væri að fá fréttir af þessu og ef rétt reynist þá endilega að fá myndir á vefinn.
Gagnrýnis og leiðindapúkar ps. ekki vera að komenta um þetta allir aðrir velkomnir.
kveðja Trausti Kári Hansson -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.01.2008 at 20:46 #612308
Var að leita að doka þ.e. með stóru húsi. En á enginn myndir af doddunum.
kv.Trausti
31.01.2008 at 22:19 #612310Flottar myndir í myndasafni Snorri dekkin eru eins og 38 undir hilux, hann virðist á myndum samsvara sér mjög vel.
kv. Trausti
31.01.2008 at 22:50 #612312þessi benz sem þú keyptir er gamli bíllinn hjá björgunarsveit ísafjarðar og kemst allan djöfullinn… en hvernig væri að fá myndir af þessum römum og cruiserinn er hann einhvað kominn lengra?
31.01.2008 at 23:07 #612314[url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=breytingar/5895:he4bba98][b:he4bba98]myndasafn[/b:he4bba98][/url:he4bba98]
Snorri Ingimars
setti inn myndir.
kv.Trausti
sem á einn öflugan unimog
31.01.2008 at 23:33 #612316Þetta er auðvitað snilldarflottur bíll á þessum dekkjum. Ég segi nú ekki annað en það, bara frábært. Hann hefur auðvitað líka aflið til að snúa þessum hjólum, ég geri ráð fyrir að það veiti ekki af.
Ég á 2500 RAM (árg. 2003) sem ég ætla að setja á 47" en hef verið að vandræðast með kanta á hann. Hvaðan eru þessir kantar? Eru þetta kantarnir frá Formverk eða þeim í Hafnarfirðinum (man ekki hvað það fyrirtæki heitir)? Það væri mjög gott að fá einhverjar upplýsingar um þetta hjá ykkur.Kveðja:
Erlingur Harðar
01.02.2008 at 08:46 #612318hvað með ferðahraða á þjóvegi 1
vita menn eitthvað hvað það er hægt að farta þessum græjum. að mínu mati þyrti meðal hraði að vera 80 til 90 km og svo topp 110 til að fara framúr bílumskari
01.02.2008 at 08:49 #612320Unimog 1300L með háu drifunum var hægt að keyra upp í svona 115 km, þannig að það ætti svo sem ekki að vera neitt vandamál.
R.
01.02.2008 at 08:55 #612322Þetta kemur ótrúlega vel út. Eru til einhverjar upplýsingar um hvað bíllinn þyngdist mikið við þessar hásingar?
–
Bjarni G.
01.02.2008 at 09:47 #612324afhverju að vera að þessu? Er ekki 46 tomman að svínvirka undir þessum bílum á dana 60?
(þetta er samt drulluflott:P)
kv.gsec
01.02.2008 at 09:52 #612326Eftir að hafa skoðað myndirnar þá segji ég það nú sem fyrr, "þessir ógurlegu pattar eru ekkert annað en yfirbyggð fjórhjól"
kv
R.
01.02.2008 at 09:53 #612328Flottur en hrikalega háfættur, þarf ekki stiga til að komast upp í þetta 😉
Hvað ætli menn geri í ljósamálum, þarf að færa park og stefnuljós eða er nóg að setja auka aðalljós og setja þau kannski í þokuljósin ?
kv
Agnar
ps ég held að þessi bíll opni nýjar víddir í krapaakstri ….
01.02.2008 at 10:46 #612330Af hverju eru menn að þessu, er spurt.
Er þetta ekki það sterkasta sem völ er á?
Hvernig eru legumál í þessum mogga hásingum?
Sleppa menn ekki við LO gír þegar notast er við mogga hjásingar?
–
Spennandi að heyra hvað bílarnir þyngjast mikið við þessar hásingar og gaman væri að heyra hvað þær kosta.
01.02.2008 at 11:07 #61233201.02.2008 at 13:47 #612334Hér er ýmislegt um Unimog:
[url=http://www.redcougar.ca/unimog-models-square_shaped_cab.htm:2ammia7x][b:2ammia7x]Unimog square-shaped cab [/b:2ammia7x][/url:2ammia7x]
–
Bjarni G.
01.02.2008 at 17:20 #612336mig hlakkaði nú mikið til að sjá þennan ram eins og hann var nú flottur fyrir og litu myndirnar vel út.
Enn ég mætti honum Gulla áðan og verð ég nú að segja að þetta er nú það ljótasta sem ég hef séð lengi alltof hár og eru þessar felgur horbjóður alveg búið að eyðileggja bílinn.enn á eflaust eftir að virka vel
01.02.2008 at 21:11 #612338gott að þú sért svona jákvæður,
ég var annars að pæla hvað eru þetta stórar felgur?
01.02.2008 at 21:32 #612340Fyrst felgurnar komast yfir bremsurnar á U1300 hásingum þá hljóta þær að vera 20 tommu.
01.02.2008 at 21:40 #612342þetta eru náttúrulega bara rudda tæki, ekkert ætluð til neins annars en að vera ruddalegir… væri gaman að sjá þetta ´dót á fjöllum en samt öruglega helv. fúllt að lenda í förunum eftir þá, spáið í því þegar þeir eru farnir að draga kúluna…
01.02.2008 at 22:39 #612344cummings er nú svaklega öflug í nýju bílunum
svo að það verður gaman að fylgjast með þessum bílum, ég veit að menn hafa brotið niðurgírinn út við hjól ef menn hafa fest múkkann í sandbleytu.
Ég var að frétta að hægt væri að færa dótið úr 1600- 2400 bílnum og bolta utan á 1300 hásinguna, það var víst gert við unimoginn hjá hópferðamiðstöðinni (upphaflega 1300 en heitir að mig minnir nú u2150) til að fá hann skráðan upp í burðargetu þe úr 7.5 tonnum í milli 8 og 9 tonn.
Hvort að það séu bara stærri legur eða allur niðurgírinn sterkari það veit ég ekki.
kv. Trausti
02.02.2008 at 00:17 #612346Þetta er þvílíkt flashback aftur "to the eitís" þegar menn voru að troða þessu dóti undir Bronco-a, F – Forda ofl. Hvað lærðu menn af því? Hvers vegna er t.d. "Úllan" ekki ennþá á svona hásingum. hmmm.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
