Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dodge Ram 1500 1995
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 17 years, 12 months ago.
-
CreatorTopic
-
31.10.2007 at 22:01 #201078
Sælt veri fólkið.
Gæti einhver hér frætt mig um hvaða hásingar eru undir þessum bílum ( 1995 1500 Ram bensín ) og hvernig þær eru að höndla t.d 44″ á 18″ breiðum felgum?Þetta er enginn vandræðabúnaður ef það er farið sæmilega með þetta , eða hvað ?
Kveðja Kalli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
31.10.2007 at 22:06 #601624
Reyndar tel ég mig nokkuð kláran á að það sé dana 44 undir þessu , en ég vildi vera alveg viss. Svo er spurning hvort þær séu eitthvað öðruvísi en gömlu dana 44 – þ.e.a.s með bil á milli lega og allt það –
31.10.2007 at 22:10 #601626einnig væri ágætt ef einhver gæti sagt mér hvaða skiptingar eru í þessu og hvernig þær hafa verið að koma út
31.10.2007 at 22:25 #601628[u:1a0p1vl3][b:1a0p1vl3][url=http://dodgeram.org/tech/specs/Ramspecs.htm:1a0p1vl3]Allt sem þú vildir vita og miklu meira?[/url:1a0p1vl3][/b:1a0p1vl3][/u:1a0p1vl3]
31.10.2007 at 22:35 #601630Skondið að þú skulir spurja að þessari árgerð og týpu og þessari dekkjastærð og þessari breidd á felgu….
Faðir minn átti nefninlega nákvæmlega svona bíl á þetta stórum dekkjum og svona breiðum felgum.
Hann átti dodge Ram 1500 95" með 18" sérpöntuðum Weld racing ál felgum á 44" dekkjum.
Framhásingin er Dana 44 og Afturhásingin er Chrysler 9 1/4". Framhásingin var talin ónothæf af mörgum hrottum og fannst hún ekki duga. Faðir minn notaði þennan bíl á fjöllum í 8 ár og jú, ég náði einu sinni að brjóta kross í framhásingunni. En því var reddað og settir öxlar með sverari björgum utan um krossana. Þetta reddaði því vandamáli. Annað er að menn hafa verið að beygja þessar hásingar, en ef þú virðir faratækið þitt og gerir ekki neinar rósir þá endist þetta bara og endist.
Eina viðhaldið við framhásinguna er að það þurfti að skipta um framhjólalegur einu sinni á þessu tímabili og síðan spindilkúlu 2svar að mig minnir.
Hásingin var aðeins styrkt út við endana, þ.e.a.s. sett styrking frá gormastatífinu út í … ahh hvað heitir þetta dótari þar sem spindlarnir eru.. hihi ég og tæknimál, allavega var hún aðeins styrkt til að höndla þetta betur.
Í framhásingunni var hann með 4:56 hlutföll og ARB lás, var oftast ekki læstur vegna þeirrar vitneskju að framhásingin var jú bara dana44.
Hérna er ein mynd af tryllitækinu hehe..
+ [img:ciq3nq8v]http://www.f4x4.is/new/files/photoalbums/5697/45601.jpg[/img:ciq3nq8v]
jæja nóg í bili… spurðu bara ef þú viilt vita eh meira.
kv
Gunnar
31.10.2007 at 22:38 #601632Ég gleymdi mér alveg í bullinu… og gleymdi að segja þér frá skiptingunni.
Þessi skipting er fín, en faðir minn setti hitamæli á hana til að fylgjast með henni, ef þær ofhitna þá fer allt í klessu… líkt og með aðrar skiptingar.
Þessi skipting átti það til að hitna stundum en það var bara undir miklu álagi… í langan tíma… en ef maður fylgdist bara með hitamælinum af og til á fjöllum var þetta ekki vandamál sem vert var að tala um.
k kv
Gunnar. Ingi.Já snillingurinn hann Guðmundur Jónsson, hjá G.J. Járnsmíði breytti þessum bíl. Snilldarbreyting, lág þyngdarmiðja og svaka flottur á velli.
31.10.2007 at 23:18 #601634Sæll. Heldurðu að það geti verið að þessi bíll sé staddur á Akureyri núna ?
Kv. Karl H
31.10.2007 at 23:22 #601636Já hann var seldur þangað 2004…
Það stemmir.kv
Gunnar
31.10.2007 at 23:25 #601638þú ert ekki með msn eða eitthvað þannig að maður geti spjallað aðeins við þig ?
Eg er að spá í einmitt þessum Ram
31.10.2007 at 23:26 #60164031.10.2007 at 23:28 #601642Búinn að adda þér en segir að þú sért offline ..
01.11.2007 at 09:03 #601644Er s.s. bíllinn hans Sidda fyrir norðan til sölu ;)?
01.11.2007 at 17:48 #601646Hehe já. Þetta er bíllinn hans Sidda
01.11.2007 at 23:24 #601648Hvernig er eyðslan á 5,2 vélinni á 44"?
02.11.2007 at 13:33 #601650Já þetta er bílinn hans Sidda rakara (Sigurkarl). Bílinn er til sölu og spáði ég mikið í þennan bíl. En þar sem ég hef ekki tíma til að ferðast neitt í vetur ákvað ég að vera meira og minna jeppalaus í vetur.
Við Siddi höfum ferðast nokkuð saman og hefur honum gengið mjög vel á þessum bíl. Flottur bíll sem drífur helling og hljómar flott.
Það er hægt að finna síman hjá kallinum á heimasíðu Eyjafjarðardeildar!Kveðja:
Erlingur Harðar
02.11.2007 at 20:11 #601652Ég verð bara að spyrja, er Siddi rakari sá sem einna fyrstur var til að breyta Hilux og ryðja þá braut eða eru fleiri í bransanum sem kallaðir eru ,,rakari"?
Kv, Hjölli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
