This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar.
Ég var að velta fyrir mér breytingu á Dodge Dakota árgerð 1996. Þetta er algjör Harlem útgáfa (ekkert Cruise-control, handvirkir rúðuupphalarar og speglastillingar) en þó sjálfskiptur og algjörlega óbreyttur. Hann er reyndar með mjög öfluga 5.2L V-8 vél. En nú er svo komið að mig langar að gera smá andlitslyftingu og langar helst í 35″ breytingu með loftpúðum að aftan til að bera Camperinn. Spurningin til ykkar er því þessi: Með hverjum mælið þið í verkið?
Ég veit um nógu marga sem geta breytt Pjattrollum, Hland-Krúsum og No-Luxum en hver getur breytt amerískum kagga svo vel sé?
Mér hefur hingað til fundist Fjallasport taka full mikið fyrir vinnu og vera meira í þessum nýju bílum, en hvað með Stál og stansa hf.? Eru einhverjir sem sérhæfa sig í amerískum jeppabreytingum?Með kærri kveðju
Lada
You must be logged in to reply to this topic.