This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 19 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Jæja er ekki málið að skella sér á loftdælu?
Eftir því sem ég kemst best að væri sniðugast að fá sér 12 volta dælu og festa hana frammí húddi. Einhver sagði mér að svona aircondition-mix dælur gefi sig fyrr vegna smurvandamála og það að fá sé svona rafmagnsdælu væri líklegast besta lausnin.
Ég kannaði líka það að nota kút. Hringdi uppí AGA/ÍSAGA
33.- kr á dag í skammtímaleigu
8.806.- kr ársgjald
7 lítra kútur var mér sagt að jeppakarlar væru að taka
1.418.- kr áfylling (nýr kútur/hylki)Ég veit ekki hvað menn eru að fara með margar áfyllingar yfir árið eða hvað menn vilja stóra kúta.
Eru menn jafnvel með fasta kúta undir jeppunum og dæla með rafmagns/aircondition dælum inn á þá og „skjóta“ síðan í dekk af kútunum?
Ég er með Hilux og er á 38 tommum og nú spyr ég hvaða lausn ráðleggið þið manni að fara út í?
You must be logged in to reply to this topic.