Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Djúpar loftpælingar
This topic contains 29 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.10.2002 at 15:04 #191742
AnonymousJæja er ekki málið að skella sér á loftdælu?
Eftir því sem ég kemst best að væri sniðugast að fá sér 12 volta dælu og festa hana frammí húddi. Einhver sagði mér að svona aircondition-mix dælur gefi sig fyrr vegna smurvandamála og það að fá sé svona rafmagnsdælu væri líklegast besta lausnin.
Ég kannaði líka það að nota kút. Hringdi uppí AGA/ÍSAGA
33.- kr á dag í skammtímaleigu
8.806.- kr ársgjald
7 lítra kútur var mér sagt að jeppakarlar væru að taka
1.418.- kr áfylling (nýr kútur/hylki)Ég veit ekki hvað menn eru að fara með margar áfyllingar yfir árið eða hvað menn vilja stóra kúta.
Eru menn jafnvel með fasta kúta undir jeppunum og dæla með rafmagns/aircondition dælum inn á þá og „skjóta“ síðan í dekk af kútunum?
Ég er með Hilux og er á 38 tommum og nú spyr ég hvaða lausn ráðleggið þið manni að fara út í?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.10.2002 at 15:20 #463798
Skoðaðu þessa síðu þar hef ég tekið saman tímann á hinum ýmsustu loftdælum og borið saman eftir beztu samvisku
http://www.arctictrucks.is/template3.asp?pageid=398
25.10.2002 at 15:53 #463800Sæll Þurs
Ég er með loftkælidæli í húddinu hjá mér ásamt 5 lítrakút undir bílnum. Þetta er búið að vera í 3 ár og ekkert vesend. Ef þú vilt kynna þér hvernig maður gengur frá svona er góð teikning uppi í Barka í Kópavogi. Þá ertu með olíu skilju á eftir loftkælunni og lætur það sem dropar af henni fara aftur inn í loftinntakið fyrir dæluna. Ef það er mikill raki í loftinu sest vatn í glasið sem hefði annars farið inn í dekkið.
Helsti kosturinn við þetta er að maður á nærri því endalaust lofti ef maður skemmit felgur dekk eða er duglegur við að affelga.
Ég er reyndar alltaf líka með kolsýrukút. Getur verið gott að hafa hann ef maður er gengur erfiðlega að fá dekk til að leggjast þétt að felgu. En reyndar er lausin á því frekar lítill brennari sem bræði snjóinn/klakann svo dekkið leggist almennilega að.
Menn segja síðan sögu af að það sé vont að fá loftkæli olíu og raka í dekkin. En menn segja líka að dekk skemmist vegna mikillar kolsýru notkunar. Ég hef hvorki reynslu né skoðun á þessum punktum en báðir hljóma ekki heimskulega.
Kveðja Fastur
25.10.2002 at 17:14 #463802Sælir.
Ég vildi sjálfur eiga rafmagnsdælu sem dælir eins og A/C dæla. Eins og taflan hans Freysa sýnir er það hægt, en hvað um kostnaðinn?
Ég veit ekki betur en að hægt sé að kaupa margar A/C dælur fyrir hverja rafmagns.
það þarf auðvitað að halda A/C dælunum við. Mér sýnist af reynslu annara að olíuskvetta í inntakið, helst Militec tryggi áralanga endingu. Góður félagi minn hefur í tvígang orðið fyrir því að dælan hans hafi gleymst í gangi, en við það festist dælan á endanum. Í bæði skiptin hafa olía og smá lægni komið henni í gang aftur.
En er ekki borðleggjandi að það er betra að hafa loftkút?
það held ég. En það er ekki alltaf auðvelt að koma þeim fyrir. Og svo kosta þeir auðvitað eitthvað.
Sumir hafa reyndar smíðað loftkúta í stuðara og fleira þessháttar. Eg prófaði það sjálfur, en hef ekki tengt enn.
En hvernig er það. Er þörf á að setja olíuskilju eða eitthvað þessháttar á þannig kút? Ekki veit ég.Eitt að lokum.
Ég var ekki lítið hrifinn af framtaki þínu Freyr, á vefnum ykkar. það hjálpar örugglega mörgum að geta lesið smá um þessar kúnstir okkar.Kveðja,
Emil Borg
26.10.2002 at 00:05 #463804Af þeim dælum sem ég notað þykir mér Fini dælan koma hvað best út. Hraðvirk, ekkert olíusull, auðvelt að færa á milli bíla og ódýrari en margt af því sem er í boði. Nokkuð auðvelt að koma fyrir í húddi eða bretti ef fólk nennir ekki að skella á geyminn.
Ég myndi hugsa mig um tvisvar áður en ég færi út í A/C, þær virðast ekki þola vel mikla og daglega notkun. Eiginlega finnst mér slíkur búnaður ónothæfur nema með kút, en þá þarf náttúrulega slatta af slöngudóti og fleiri samskeyti sem auka hættu á leka og svoleiðis veseni.
Virkaði reyndar fjári vel í einum bíl en sá búnaður var mjög einfaldur og engar skiljur eða svoleiðis vesen – olíublandað loft inn í kútinn niðri og út uppi = ekkert í dekkin (ef það skiptir máli).
Skil samt ekki af hverju "fastur" er líka með kolsýru ef hann er með kút. Rosaöflugt en varasamt að hafa slíkt innandyra og þarf náttúrulega að festa mjög vel niður.
Hef svosem engar vísindalegar sannanir fyrir því að kolsýran skemmi dekk, en þegar hvallsprakk hjá mér á þjóðv. nr 1. á nýlegum PARNELLI JONES þá var einmitt ein af spurningum dekkjasölumanns "notarðu kolsýru".
Jóhann
26.10.2002 at 00:59 #463806Lang besta lausnin sem ég hef prófað er aircondition dæla. Ég notaði slíka dælu í 6 ár, gaf henni smá olíu annaðslagið. Ég gleymdi henni nokkrum sinnum á, einu sinni yfir hálfan Vatnajökul en dælan hikstaði aldrei. Þessi dæla var original í bílnum, ég aftengdi hana frá miðstöðinni og þéttinum og tengdi við hana plastslöngu sem kostaði nokkra hundraðkalla í Húsasmiðjunni.
Á fyrsta jeppanum sem ég átti notaði ég 6 kg kolsýru kút. Þá kostaði hleðslan ekki nema 500 kr. (áður en Ísaga keypti Eim).
Á núverandi jeppa er ekki pláss fyrir aircondition dælu þannig að ég er með "big red" dælu sem er um 4 mín að dæla í dekkið (air condition dælan var rúma mínútu). Það er allt í lagi þegar maður er með hóp því oftast eru eitthverjir í hópnum með rafmagnsdælur líka.
26.10.2002 at 18:46 #463808Ef AC dælan á að entast er best að vera með kút.Ég hef stúterað þetta mjög mikkið og tel útfæsluna sem ég er með nokkuð örugga.Ég er með olíusmurglas fyrir loftverkfæri með loftsíu á soghliðinni síðan er ég með olíuskilju eftir AC dælu og hendi vatni og olíu, eftir olíuskilju er ég með einstefnuloka (svo loftið leki ekki í gegnum dæluna).Flesta þessa hluti má fá notaða fyrir lítið t.d AC dæla í Vöku kostar í kringum 5000 kall.
Kveðja Magnús.
26.10.2002 at 21:04 #463810Ég tel að það sé ekki spurning að Fini loftdælan sem Fossberg er að flytja inn eru lang bestu dælur sem menn geta fengið í dag til að nota í jeppum. Hún er að dæla 173 lítrum á min og það er óverulegur munur á AC og Fini dælum hvað varðar hraða og svo bilar Fini ekki ef hún er notuð mjög mikið og ekki neitt olíusull eða svoleiðis vesen.
Hlynur R2208
26.10.2002 at 21:04 #463812Ég tel að það sé ekki spurning að Fini loftdælan sem Fossberg er að flytja inn eru lang bestu dælur sem menn geta fengið í dag til að nota í jeppum. Hún er að dæla 173 lítrum á min og það er óverulegur munur á AC og Fini dælum hvað varðar hraða og svo bilar Fini ekki ef hún er notuð mjög mikið og ekki neitt olíusull eða svoleiðis vesen.
Hlynur R2208
27.10.2002 at 00:44 #463814Fini ermjög skemtileg dæla. Fékk mína í Bykó á tilboði 26.900kr. Dælir 173 ltr á min. Kom henni fyrir í húddinu, rofanum í grillinu og hraðtengi í stuðarann og 10mm (innanmál) bensínslöngu (frá Landvélum). Er á 38" DC og 15"x14" felgum, boraði pílulausu ventlana út með 4 mm bor og pumpa í þá og það tekur mig 1 minútu að dæla ca 11 pundum. Sem sagt 1 minúta að dæla úr 5 pundum í 16 pund eða 1 og 1/2 mínúta að dæla úr 4 pundum í 20. Get ekki annað en mælt með þessari frábæru dælu.
Halli.
27.10.2002 at 10:50 #463816Blessaður Jói
Hvar getur maður fengið Fini loftdælu og hvað gæti hún kostað?
17.04.2005 at 09:57 #463818Sá á höfðanum nánar til tekið hjá þessum http://www.gastec.is/ (sama húsnæði og wurth)
Fíni Loftdælu man ekki verðið en held að það sé 28-29 þúsund.Þó að þessi þráður sé gamall þá er aldrei of seint að vekja hann.
kveðja
JÞJ
17.04.2005 at 11:30 #463820Ég er nýbúinn að fá mér Fini dælu. Keypti hana í byko, kostaði í kringum 30000 ( var óvenju fljótur að gleyma hvað hún kostaði þegar konan fór að spurja mig )
17.04.2005 at 17:42 #463822Já áhugaverður þráður og loksins eitthvað annað að lesa hér enn röfl og tuð út af heimasíðunni.
Enn annars er ég í þeirri stöðu núna að þurfa að fjárfesta mér í loftdælu og líst best á Fini dæluna, maður er líka ekki lengur á þessum litlu 38" dekkjum.
Hlynur hvernig er hún tengd hjá þér við erum náttúrulega með svo lítið pláss í húddinu sökum þessa stóra mótors okkar að útilokað er að setja hana þar.
Þarf maður bara að rölta aftur í skott og ná hana og tengja hana svo við geyminn framm í húddi?Lúther
17.04.2005 at 18:57 #463824Þú setur hana bara afturí eins og við hinir gerum
Patrol kveðjur.
17.04.2005 at 19:10 #463826Já gott á þig að þurfa að fara allaleið aftur í skott til þess að ná í dæluna, þú áttir bara að hafa vit á því að kaupa þér stuttan Patta til Þess að spara þér sporinn. PS ég keypti mína dælu í Verkfæralagernum í Ármúla held ég á 27000 kall, djöfulli er maður alltaf að græða ég hefði átt að kaupa tvær. Lúter minn eigum við að taka anna Ódáðahaunstúr í sumar ?
Jón Snæland
17.04.2005 at 19:41 #463828sælir loftblástursáhugamenn
Verkfæralagerinn er í Skeifunni 8 (minnir að hún hafi nú samt einhvern tíman verið í Ármúla hér í denn) en verkfærasalan er í Síðumúla og þeir selja einmitt Fini á 27.900. Ég veit þó að hægt er að fá Fini á þessu verði hjá Landvélum ef þú minnist á þetta verð hjá Verkfæralsölunni og þar sem þú þarft hvort eð er að fara þangað til að fá almennilega slöngu þá sparar það manni sporin
Er mjög ánægður með þessa dælu en smá pirrandi að þurfa alltaf að fara í skottið með blessaðan gripinn. Er einhver hérna á spjallinu með svona í húddinu hjá sér? Þola þær að blotna?
kveðja
Agnar
17.04.2005 at 19:54 #463830Já rétt hjá þér í verkfærasölunni, Ég var nú að velta fyrir mér að fastengja dæluna bara aftur í og leggja síðan slöngurnar niður í gegnum gólfið svo maður þurfi ekkert að vera dæluna á ferðinni og síðan er nú ekki alltaf skemmtilegt að vera með húddið opið í slæmum veðrum
17.04.2005 at 20:27 #463832Já hafði hugsað mér það líka ef mér litist ekki á húddið. Fannst það nú samt aðeins síðri lausn út af hávaðamengun…… ennnnnn maður lætur sig nú líklega hafa það ……..
kv
Agnar
17.04.2005 at 20:51 #463834Enn má ekki setja bara hraðtengi (spiltengi) á dæluna, þá í það minnsta losnar maður við að hafa húddið opið.
Allavega lét ég útbúa startkaplana mína svoleiðis.Ofsi ég ætla rétt að vona að það þessi túr okkar í fyrrasumar verði árlegur viðburður, reyndar kannski með svolitlum áheyrslubreytingum, eða þó kannski ekki…..breytingar eru bara til að breyta og það er nú yfirleitt bara óþarfi.
Lúther
17.04.2005 at 20:59 #463836Var búinn að láta mér detta það í hug en höfuðrofinn á spiltenginu er í húddinu þannig að það sparar mér nú ekki mörg spor …. (nema maður útbúi nýtt tengi)
Býst við að reyna að koma henní í húddið með skottið sem varaúrræði. Heyrði einnig einhvern tíman að menn tækju hana úr rauða kassanum ef þeir fasttengdu hana…..
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.