Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Diskalæsingar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 22 years ago.
-
CreatorTopic
-
11.01.2003 at 22:52 #191972
AnonymousNú er ég að hugsa um að splæsa í (klafa)bíl sem er sagður með diskalæsingum. Getur einhver ykkar frætt mig um þessar læsingar, hvernig þær virka og hvort þær eru yfirleitt nothæfar? Mér er sagt að þessar læsingar séu í bílnum en hvernig get ég sannreynt það?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.01.2003 at 00:18 #466316
Yfirleit stendur "use only LSD oil" aftan á kúlunni.
Ég held að þetta virki yfirleit ekki neit og þá allra síst þegar á þarf að halda.
Ég hef stundum prufað að setja white sprit á drifið og tjakað upp og snúið þar til að læsingin fer að virka og set þá samviskusamlega LSD olíu á drif.
Læsingin virðist virka smá eftir það, en svo hratt minkandi eftir það.kv. Atli E
p.s. er ekki diskalæsing orginal í öllum SR5 bílum eftir 1992.
12.01.2003 at 02:46 #466318Ef þessar læsingar eru ekki nýlegar þá læsast þær aðalega þegar þú þarft ekkert á þeim að halda, og svo þegar á að fara að nota fínu flottu læsinguna í lausa brekku eða sýna vinunum hvernig luxarinn snýst í hringi í hálkunni þá gerist ekki baun.
No-Spin eða loftlás að aftan það dugar ekkert annað. Það er fyrirgefanlegt að hafa diskalás að framan þar sem að það er ekki gott að vera með fastann lás á þeim dekkjum sem þurfa að beygja.
12.01.2003 at 06:13 #466320Ég hef átt þrjá jeppa sem ég hef notað til aksturs í snjó. Tveir þeirra voru með orginal diskalæsingu í afturdrifinu. Sá þriðji var ýmist með 100% [url=http://www.powertrax.com/locker.htm:q7o9u7fc]Lock-Right[/url:q7o9u7fc] læsingu eða opnu drifi.
Í snjóakstri og hálku fann ég lítin mun á þessum læsingum, allar dugðu til þess að láta bæði hjólin spóla samtímis við flestar aðstæður. Helsti munurinn er sá að Lock-Right læsingin er leiðinleg á malbiki (konan kvartaði sáran) og að hún slitnaði fljótt og fór að svíkja með háværum smellum.
Ef mjög mikill munur er á gripi hjólanna, t.d. ef annað er næstúm því á lofti eða á blautu glæru svelli, þá spólar stundum aðeins annað hjólið með diskalæsingum, það þíðir þó ekki að læsingin sé að svíkja því hún er samt að taka á hjólinu sem ekki spólar. Í þessari stöðu hjálpar að nota bremsur.
Venjululeg opin mismunadrif vinna þannig að átakið deilist jafnt á bæði hjól, hvort fær 50%. Diskalæsingar og aðrar LSD (limied slip) læsingar deila átkinu á ákvðnum hlutföllum, t.d. þannig að 75% af átakinu fer á það hjól sem snýst hægar, 25% á hitt. 100% sjálfvirkar setja allt átakið á það hjól sem hægar fer, hitt fríhjólar.
Til að sjá hvort það er LSD í drifinu er hægt að tjakka bæði hjólinn upp, setja í frígír og snúa öðru hjólinu. Ef hitt hjólið snýst eins, þá er LSD í drifinu, annars ekki. Ef sett er vitlaust olía á drifið eða læsingin er orðin slitin getur virknin minnkað. Ef bæði hjólin spóla samtímis þá er læsingin að virka, með opnum drifum þá spólar yfirleitt annað hjólið á hvorum öxli.
Það eru upplýsingar um mismunadi tegundir læsinga á vef [url=http://www.tractech.com/Products.htm:q7o9u7fc]Tractech[/url:q7o9u7fc].
12.01.2003 at 06:13 #466322Ég hef átt þrjá jeppa sem ég hef notað til aksturs í snjó. Tveir þeirra voru með orginal diskalæsingu í afturdrifinu. Sá þriðji var ýmist með 100% [url=http://www.powertrax.com/locker.htm:1qu5dl64]Lock-Right[/url:1qu5dl64] læsingu eða opnu drifi.
Í snjóakstri og hálku fann ég lítin mun á þessum læsingum, allar dugðu til þess að láta bæði hjólin spóla samtímis við flestar aðstæður. Helsti munurinn er sá að Lock-Right læsingin er leiðinleg á malbiki (konan kvartaði sáran) og að hún slitnaði fljótt og fór að svíkja með háværum smellum.
Ef mjög mikill munur er á gripi hjólanna, t.d. ef annað er næstúm því á lofti eða á blautu glæru svelli, þá spólar stundum aðeins annað hjólið með diskalæsingum, það þíðir þó ekki að læsingin sé að svíkja því hún er samt að taka á hjólinu sem ekki spólar. Í þessari stöðu hjálpar að nota bremsur.
Venjululeg opin mismunadrif vinna þannig að átakið deilist jafnt á bæði hjól, hvort fær 50%. Diskalæsingar og aðrar LSD (limied slip) læsingar deila átkinu á ákvðnum hlutföllum, t.d. þannig að 75% af átakinu fer á það hjól sem snýst hægar, 25% á hitt. 100% sjálfvirkar setja allt átakið á það hjól sem hægar fer, hitt fríhjólar.
Til að sjá hvort það er LSD í drifinu er hægt að tjakka bæði hjólinn upp, setja í frígír og snúa öðru hjólinu. Ef hitt hjólið snýst eins, þá er LSD í drifinu, annars ekki. Ef sett er vitlaust olía á drifið eða læsingin er orðin slitin getur virknin minnkað. Ef bæði hjólin spóla samtímis þá er læsingin að virka, með opnum drifum þá spólar yfirleitt annað hjólið á hvorum öxli.
Það eru upplýsingar um mismunadi tegundir læsinga á vef [url=http://www.tractech.com/Products.htm:1qu5dl64]Tractech[/url:1qu5dl64].
12.01.2003 at 06:14 #466324Ég hef átt þrjá jeppa sem ég hef notað til aksturs í snjó. Tveir þeirra voru með orginal diskalæsingu í afturdrifinu. Sá þriðji var ýmist með 100% [url=http://www.powertrax.com/locker.htm:aninanon]Lock-Right[/url:aninanon] læsingu eða opnu drifi.
Í snjóakstri og hálku fann ég lítin mun á þessum læsingum, allar dugðu til þess að láta bæði hjólin spóla samtímis við flestar aðstæður. Helsti munurinn er sá að Lock-Right læsingin er leiðinleg á malbiki (konan kvartaði sáran) og að hún slitnaði fljótt og fór að svíkja með háværum smellum.
Ef mjög mikill munur er á gripi hjólanna, t.d. ef annað er næstúm því á lofti eða á blautu glæru svelli, þá spólar stundum aðeins annað hjólið með diskalæsingum, það þíðir þó ekki að læsingin sé að svíkja því hún er samt að taka á hjólinu sem ekki spólar. Í þessari stöðu hjálpar að nota bremsur.
Venjululeg opin mismunadrif vinna þannig að átakið deilist jafnt á bæði hjól, hvort fær 50%. Diskalæsingar og aðrar LSD (limied slip) læsingar deila átkinu á ákvðnum hlutföllum, t.d. þannig að 75% af átakinu fer á það hjól sem snýst hægar, 25% á hitt. 100% sjálfvirkar setja allt átakið á það hjól sem hægar fer, hitt fríhjólar.
Til að sjá hvort það er LSD í drifinu er hægt að tjakka bæði hjólinn upp, setja í frígír og snúa öðru hjólinu. Ef hitt hjólið snýst eins, þá er LSD í drifinu, annars ekki. Ef sett er vitlaust olía á drifið eða læsingin er orðin slitin getur virknin minnkað. Ef bæði hjólin spóla samtímis þá er læsingin að virka, með opnum drifum þá spólar yfirleitt annað hjólið á hvorum öxli.
Það eru upplýsingar um mismunadi tegundir læsinga á vef [url=http://www.tractech.com/Products.htm:aninanon]Tractech[/url:aninanon].
12.01.2003 at 15:33 #466326Allt er þegar þrennt er.
13.01.2003 at 13:05 #466328
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar, Einar. Ég tók eftir því að þú ert með bíl sem er loftlæstur að framan en með diskalæsingu að aftan. Virkar hvorttveggja þá álíka vel við flestar aðstæður?
13.01.2003 at 13:30 #466330Ég er ekki kominn með reynslu af framlæsingunni, er að tengja loftið þessa dagana. Ég á von á því að læsingin muni hjálpa talsvert, sérstaklega í ósléttum brekkum og hliðarhalla.
Það hægt að fá næstum all hugsanlegar læsingar í Dana 30, sem ég er með að framan, ástæðan fyrir því að ég valdi loftið er að maður ræður því hvenær læsingin er virk. Í hálku er aðveldast að hafa stjórn á bíl sem er alveg ólæstur, þar sem hann spólar yfirleitt bara á einu hjóli á hvorum öxli, hitt hjálpar þá við stýra bílnum. Ef bíll er með eitthverskonar læsingu að aftan, þarf maður helst að vera í framdrifinu í hálku.
Allar læsingar valda mismunandi átaki á hjólin sitt hvoru megin, virk læsing í framdrifi hefur því áhrif á stýrið. Ég vil geta notað framdrifið á malarvegum og í hálku.
13.01.2003 at 13:58 #466332Hæ eik
Ég vona að að þín framlæsing eigi eftir að vekja hjá þér jafn mikla lukku og mín gerir hjá mér.
Vegna þess hversu oft maður hreinlega lostnar við að ýta á takkann hlýtur maður að kalla takkann fyrir loftlæsinguna "hetju takkann".
Í þegar þú skellir henni inn í hliðarhalla áttu eftir að vera ótrúlega hissa hversu miklu mununar. Ég hljóma eins og Herbalife sölumaður með læsinguna það veit ég en fjandinn hafi það. Það að búa til gott spor hjálpar manni mikið ef maður þarf að hjakka sig áfram í gegnum snjóinn.
Ég er með tregðu að aftan sem virkar oftast og svíkur þegar mest á reynir eins og allir segja. En maður spólar seinna en ella með hana. Fann muninn eftir að gleymdist að setja limited slip á hana. Þá varð auðveldara að festa sig.
Ef þú ert með diskalæsingu og finnst hún virka ílla getur þú set bremsuvökva út í hana. Þá eykst viðnámið og hún er tregari til að sleppa.
Kveðja Fastur
ps. eik segðu mér að þú hafir sett loftkút og notir loftkælidælu með þrýstiloka, þannig að þú getur notað það loft líka til að skella dekkjum á felgur.
13.01.2003 at 14:38 #466334Ég er að setja 5 lítra kút með Big Red loftdælu og þrýstirofa eða pressustati. Í öðrum áfanga verða loftpúðarnir tengdir inn á kerfið.
Á næsta jeppa á undan (87 trooper), var ég með orginal air-condition dælu. Ég tengdi plastslöngu úr Húsasmiðjunni við dæluna og tengdi með krókódílsklemmu á rafgeiminn til að gefa henni rafmagn. Ég setti mörg dekk á felgur með þessar dælu, lenti aldrei í því að hún dygði ekki þó enginn væri kúturinn.Ef það væri pláss undur húddinu, þá væri ég með air-condition dælu.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.