This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 21 years ago.
-
Topic
-
Góðan daginn,
ég er nýbúinn að kaupa mér jeppa sem er með dísilmæli. Eftir einn mánuð er ég búinn að keyra um 2800 km og sé fram á að ég muni keyra töluvert meira en 20.000 km á ári sem ég hef alltaf talið viðmiðun um hvenær borgar sig að vera með mæli.
Það sem mig langar að spyrja ykkur er hvort það sé hægt að losa sig við svona mæli fyrir einhvern pening ? Borga skoðunarfyrirtækin manni eitthvað fyrir að skila inn svona mæli ??Svo er annað sem ég hef verið að spá í … ef það kemur til þessi breyting varðandi olíugjald á dísilolíuna, hvað verður þá um alla bílana sem eru með mæli núna ? Mun ríkið eitthvað bæta þeim kostnaðinn við það að kaupa þennan mæli ??
Bara að velta fyrir mér hvort einhver hérna geti aðeins frætt mig um þetta.
Kveðja,
Óli
You must be logged in to reply to this topic.