Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › disel/steinolía
This topic contains 28 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years ago.
-
CreatorTopic
-
20.12.2007 at 15:20 #201422
sællir félagar
hvað eru menn að blanda mikið af steinolíu út í díselinn.
20 eða 30% eða kanski meira
hvað segið þið hvernig er best að gera þetta.
ég er með gamla GMC 6,2 túrbó lausaskari (semþorirekkiúturskurnummeðbílnvegnaolíuverðs)
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
24.12.2007 at 11:10 #607424
Það var ágæt frétt á Stöð 2 minnir mig um þennan ágæta Landa á Akureyri sem keyrði eins og ekkert væri sjálfsagðara á úrgangs djúpsteikingarfeiti. Hann var með búnað til að hita olíuna áður en hún fór á vélina og virkaði þetta vel.
Það er náttúrulega ekki borgað vegskattur af djúpteikingarolíu frekar en steinolíu, en er ekki nóg að borga bara matarskatt, Landinn nærist á þessari olíu og étur upp til agna.
Kv – Skúli
24.12.2007 at 11:37 #607426Ég sé að Grímur veltir þvi fyrir sér af hverju rík blanda valdi háum hita á dísel en lágum á bensín.
Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu.
Af því að bensínvélin blandar bensíninu og loftinu áður en kveikt er í því þá hefur blönduhlutfallið áhrif á hversu hraður og hversu heitur bruninn er.
Dísellinn sprautar bara inn olíu yfir ákveðinn tíma, og þegar þú eykur við olíuverkið þá lengirðu þann tíma, en sú olía sem brennur seint í ferlinu (bæði vegna þess að henni er sprautað seint inn, og vegna þess að hún nær ekki að blandast við súrefni fyrr en seinna þegar það er orðið af skornum skammti) hún skilar sér voðalega lítið í afli, heldur meira í hita þegar að stimpillinn er kominn af stað á niðurleið.Svo myndi það sem kallast rík blanda á dísel vera lean á bensínmótor, dísellinn er byrjaður að mökkreykja þegar hann nálgast 1.0 í lambda sem er við það umframsúrefnishlutfall þar sem hæstur hiti myndast á bensínvélinni. Bensínvélin gengur líka köld við lean mixtúru, ef maður skilgreinir lean sem allt yfir 1.0 lambda. Hún getur hinsvegar ekki gengið jafn lean og dísellinn vegna þess að blandan þarf að vera nógu þétt til þess að neistinn nái að kveikja í henni.
24.12.2007 at 14:23 #607428Af því að ég kann á flugvél get ég upplýst af hverju rík blanda er "holl" fyrir bensínvélar. Í flugtaki er gríðarlegur kraftur tekinn út úr bensínmótor. Það eru alþekkt sannindi að mótor undir miklu álagi hitnar talsvert. Nú eru flugvélarmótorar loftkældir og treysta á hraðann til að fá blástur yfir strokkana. Í klifrinu er hraðinn lítill og kælingin því sömuleiðis lítil. Til að bæta þetta upp er blandan höfð svo feit að hún getur ekki öll brunnið. Sá hluti bensínsins sem ekki brennur gufar upp á strokkveggjunum og kælir þá þar með og er síðan blásið út með pústinu. Þegar komið er í hæð þynnir flugmaðurinn síðan blönduna þar til komið er í sk. "best power" hlutfall sem mig minnir að sé 1:14,7. Til að fá minni eyðslu er svo þynnt ögn meira, til að fá "best economy", en ekki of mikið því þá brennur blandan svo hægt að eldurinn er ekki kulnaður þegar stimpillinn leggur af stað upp aftur og getur það valdið leiðindum, ofhitnun og íkveikju. Til að blandan verði rétt er í flestum flugvélum bæði strokkhaushitamælir og afgashitamælir og gjarnan einn af hvoru fyrir hvern strokk. Alfullkomnustu bensínmótorar sem notaðir voru undir lok bensínaldar í DC-7 eða Constellation sprautuðu svo vatni inn í strokkana til kælingar til að hægt væri að hafa blönduna sem allra þynnsta. Mælafjöldinn í þeim fyllti allan framhluta vélarinnar, en samtals voru strokkarnir 28×4=112 og þessir mælar því jafnvel 224 samtals, auk allra annarra s.s. olíuhitamælis og olíuþrýstings o.s.frv. Það var því fullt starf að vera vélstjóri á svoleiðis græju, og langt nám. Sumum vélstjóranna rann svo til rifja að kapteinninn sem hafði miklu styttra nám að baki fékk svo alla gloríuna. Á þotuöld og tölva er nú búið að leggja vélstjórastarfið niður.
Þetta með dísilmótorana kunna sjálfsagt aðrir betur.
Gleðileg jól;
Þ
26.12.2007 at 23:50 #607430Varðandi marine diesel olíuna (MD olía), þá er hún ekki vænlegur kostur á bíla, hún er það þykk að ef hún fer undir +20°C þá stappfyllir hún allar síur af vaxi.
Flotaolíuna (marinegasoil), hef ég ekki prófað í frosti ennþá svo ég get nú ekki svarað til um hana en hún er talsvert þykkari en dieselolían á bensínstöðvunum svo það er ekki víst að það sé gott að nota hana í frosti (þar fyrir utan er hún lituð svo það er lítið að græða á henni).Með blöndu á bensín og dísil.
Ég veit að pabbi notaði fyrir mörgum árum bensín sem var tappað úr slöngum á olíubíl með því að reka dísil á eftir því (gert til að ekki færi bensín í dídil tankana). Bíllinn brenndi ekki dísilnum og var þetta á endanum það slæmt að hann þurfti að skipta um smurolíu á 500 km fresti þar sem hún var orðin gegnsósa í dísil.
Bíllinn var ’71 K5 Blazer.Varðandi blossamark
Blossamark bensíns er talsvert lægra en bæði á steinolíu og dísil. aftur á móti þolir bensín betur að vera þjappað saman áður en sjálfsíkveikja verður.
Þess vegna er bensíni blandað saman við loft áður en þjöppun fer fram og svo kveikt með neistanum á kertinu. Einnig verður hlutfallið milli bensíns og lofts að vera rétt svo bensínið brenni
Í dísilvél er loftinu þjappað saman mun meira en í bensínvél og er loftmagnið alltaf það sama ef vélin er ekki með túrbínu (undantekning er þó nissan 3.3 dísil, túrbólaus). Hitin sem myndast við þjöppunina er notaður til að kveikja í olíunni, og ákvarðast kveikjutíminn við tíma á innsprautun olíu.
27.12.2007 at 04:48 #607432Af ofantöldu dreg ég þá ályktun, án þess að slá neinu föstu, að tíming sé meginfaktorinn með þessa undarlegu þversögn á milli bensín og dísel.
Semsagt:
Bensín er ekki eins "eldfimt" og dísel, í sjálfu sér, samanber blossamark. Ef blanda af bensíni er veik brennur hún hægar og veldur hitamyndun seint, og þ.a.l. á óhentugum tíma.
Dísil er dælt inn (fyrst) á ákveðnum tíma í hverju slagi, og ef meira magni er sprautað inn tekur það lengri tíma, sem veldur sams konar seinni tíma óhentugum bruna.
Ef þetta er samnefnarinn þá er ég bara alveg sáttur. Það eina sem ég fæ ekki til að ganga upp er að forsprengingar eiga sér frekar stað með daufri bensínblöndu, sem bendir hugsanlega til óstöðugra ástands sem þýðir hraðari bruna, sem aftur fellir fyrri kenninguna.
Það sem gæti aftur bjargað þeirri kenningu er áhrif af fyrra slagi, s.s. hitamyndun seint í fyrra slagi setur af stað bruna í því næsta.Vona að þetta skiljist…
kv
Grímur
29.12.2007 at 00:20 #607434Bensín er klárlega mun eldfimara en dísil og hefur meira orkuinnihald per kíló.
Blossamark bensíns er mun LÆGRA en dísils
Meðan nýtni í dísil vél er 39-42% er nýtni bensínvélar ekki nema kring um 25%.
Þannig að eyðsla getur verið svipuð í lítrum talið.Aftur á móti þolir bensín betur að þjappast saman en dísil, svo skrítið sem það er.
Oktantalan er einmitt mælikvarði á hversu vel bensín þolir að þjappast saman án þess að það verði sjálfsíkveikja, því hærri oktantala þeimur meira þol. Af þeirri ástæðu verður oft að keyra bensínvélar þar sem þjappan hefur verið hækkuð, með útborun á sílender eða plönun á heddi, á oktanhærra bensíni.
Ein ástæðan fyrir að magurri blanda bensíns og lofts brennur heitar er að þegar minna er af bensíni fer minna af varmanum sem myndast í að hita eldsneytið, einnig er þá meira loft til skiptanna svo bruninn ætti líka að vera hraðari.
Dísil hefur cetantölu sem segir til um hæfni dísil til að brenna við þjöppun, því hærri tala þeimur auðveldari bruni.
29.12.2007 at 02:09 #607436Ég ruglaði saman Blossamarki og Sjálfsíkveikjumarki. Vinsamlega afsakið það, ég var að hugsa um töflu sem ég las í handbók fyrir ca 15 árum síðan.
Blossamark er "Flash Point", Sjálfsíkveikjumark er "Autoignition Temperature".
Wikipedia er með ágæta lesningu um þetta.
http://en.wikipedia.org/wiki/Flash_pointÍ innlegginu hér að ofan átti ég við "Autoignition Temperature".
Hins vegar fer ég ekki ofan af því að "Calorific Value" er nokkurn veginn það sama fyrir bensín og dísel, ef miðað er við massa. Sjá þessa slóð:
http://www.kayelaby.npl.co.uk/chemistry … _11_4.html
Athyglivert er miðað við þessar upplýsingar hversu orkuinnihald Metanóls og Etanóls er takmarkað, Bandaríkjamenn eru farnir að blanda Etanóli í bensín og kalla það E85, en þar er 15% spíri í mixinu. Ég veit nú ekki hvort nefnarinn þar er rúmmál eða massi, enda skiptir það lítlu. Allavega er verið að selja nokkuð sem hefur lægra orkuinnihald heldur en venjulegt bensín, það er alveg klárt.
kv
GrímurCalorific Value er einnig sambærilegt fyrir mörg gös, ef miðað er jafnframt við massa (ath. að á síðunni sem ég vísa í er orkuinnihald gass sett upp miðað við rúmmeter).
29.12.2007 at 03:37 #607438E85 er 85% Etanól og nálægt 15% venjulegt Bensín.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.