This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 8 months ago.
-
Topic
-
Sælir
Í bílablaði Fréttablaðsins (ofarlega á Bls. 7) er fjallað um nýjung á markaðinum sem sagt er að geti sparað 20-25% eyðslu á díselbílum.
Ólafur nokkur Ólafsson hefur hafið innflutning á díselhitara-hólkum sem ég sé ekki betur en sé bara millistykki á vatnskassaslönguna í bílnum og svo er olían leidd í röri í gegnum. þetta á að hita olíuna uppí 57-63 gráður.
Hversu heit má díselolía verða í svona hitun? er ekki einhver sjálfsíkviknunarhiti? getur kælivatn ekki orðið allt að 90°c heitt eða jafnvel heitara ef kælikerfið er yfirþrýst?
Ég hef nú pælt í þessu sjálfur, m.a. í tengslum við að reyna að keyra minn gamla dísel á jurtafeiti, en þá þarf maður að hita hana verulega til að hún fljóti og sprautist úr spíssunum og hegði sér svipað og dísel við normalhita (umhverfishita). Aldrei hef ég samt heyrt áður að hituð díselolía brenni betur eða fari betur með vélarnar og minnki eyðslu við það að verða hituð…..
Hefur einhver prófað þetta eða hitað olíuna sína með svipuðum hætti? Hvað má díselolía verða heit svo hún sé örugg?
endilega hellið úr viskubrunnum ykkar.
You must be logged in to reply to this topic.