Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Díselhitun minnkar eyðslu
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Sigurður Ásmundsson 18 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.07.2006 at 14:33 #198225
Sælir
Í bílablaði Fréttablaðsins (ofarlega á Bls. 7) er fjallað um nýjung á markaðinum sem sagt er að geti sparað 20-25% eyðslu á díselbílum.
Ólafur nokkur Ólafsson hefur hafið innflutning á díselhitara-hólkum sem ég sé ekki betur en sé bara millistykki á vatnskassaslönguna í bílnum og svo er olían leidd í röri í gegnum. þetta á að hita olíuna uppí 57-63 gráður.
Hversu heit má díselolía verða í svona hitun? er ekki einhver sjálfsíkviknunarhiti? getur kælivatn ekki orðið allt að 90°c heitt eða jafnvel heitara ef kælikerfið er yfirþrýst?
Ég hef nú pælt í þessu sjálfur, m.a. í tengslum við að reyna að keyra minn gamla dísel á jurtafeiti, en þá þarf maður að hita hana verulega til að hún fljóti og sprautist úr spíssunum og hegði sér svipað og dísel við normalhita (umhverfishita). Aldrei hef ég samt heyrt áður að hituð díselolía brenni betur eða fari betur með vélarnar og minnki eyðslu við það að verða hituð…..
Hefur einhver prófað þetta eða hitað olíuna sína með svipuðum hætti? Hvað má díselolía verða heit svo hún sé örugg?
endilega hellið úr viskubrunnum ykkar.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.07.2006 at 15:23 #555994
Alveg ótrúlegt helvítis bull. Ég verð argur þegar ég les svona mikið kjaftæði, og ennþá argari að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega byrtir svona svakalegt bull. Þekki menn sem létu smíða fyrir sig svona stykki, þegar olían sem kom einn veturinn var í endalausu vax vandræðum í kulda, og var þetta viðleitni í að reyna að koma í veg fyrir það. Þessi dúddi kaupir þetta af götusala einhverstaðar heldur fram að eyðsla fari niður um 10 til 25% bara sí svona. Alveg ótrúlegt helvítis kjaftæði.
Góðar stundir
08.07.2006 at 23:49 #555996Það er nú ekki hægt annað en að hlæja að sumum af þessum töfralaustnum sem eiga að gefa aukinn kraft og minni eyðslu. yfirleitt er ekkert vísindalega sannað á bak við þetta bull.
Nú á tímum þegar allt snýst um nýtni og hagkvæmar eyðslutölur hjá bílaframleiðendunum myndu þeir nú sennilega hafa eitthvað af þessum galdratækjum í bílunum ef þau gætu mögulega gert eitthvað gagn.
og talandi um fullt af ókeypis hestöflum, þeir sem pretika um K&N loftsýjur ofl sem á að gefa fullt af ónýttri orku, hafið þið prufað að rífa bara orginal-loftsíuna úr bílnum og fara og standa hann? ekki gat ég fundið einn einasta mun á afli við það. en kannski gefur K&N merkið 5 hö…
09.07.2006 at 00:39 #555998þið sem eruð ævintýramenn og uppátækjasamir eins og ég og hafa hug á að prófa að hita díselinn ykkar áður en hann fer inná vélina, þá er allavega alveg í lagi að hita hann með kælivatninu… "flashpoint" díselolíu er milli 170 og 250 gráður, var að fletta því upp.
það allavega sakar ekkert að prófa svona lagað
í versta falli virkar þetta ekki. (svipað og með hiclone, KN og annað). óþarfi að reiðast…
Ég myndi hinsvegar aldrei borga 20 þúsund eða hvað annað fyrir svona fíflaskap, svona hluti býr maður til sjálfur eða sleppir því að prófa.
09.07.2006 at 00:44 #556000Hefur einhver athugað hvað olían hitnar mikið við að fara gegnum olíuverkið og spíssana? Spyr sá sem ekki veit…
-haffi
09.07.2006 at 09:51 #556002hún ætti nú að ná einhverjum hita í gömlum dísilvélum með olíuverki, sérstaklega þar sem það lágu svo járnrör frá olíuverki að vél sem náðu að hitna vel … en svo er spurning með common rail vélarnar þar er allt svo flott að þar næst lítill hiti í olíuna… annars hef ég nú ekki nokkra einustu trú á þessu. Allavega ekki hvað varðar Patrolinn eins og hjá mér… olíusían frammí húddi og ekki vantar hitann þar… það hefur frekar verið vandamál að ná að kæla þetta drasl niður…
09.07.2006 at 10:35 #556004Við hvað hitastig missir dieselolían smureiginleikann? I olíuverkunum hefur hún líka það hlutverk að "smyrja" elementin.
Steini
10.07.2006 at 11:31 #556006ég velti einu fyrir mér líka. Við setjum intercooler í bílana til að reyna að kæla loftið sem fer inn á vélina eftir að það hitnar í túrbínunni, en eigum við svo að hita olíuna áður en hún fer inn. Hvernig virkar það saman???
10.07.2006 at 14:33 #556008Sæll
það að kæla loftið áður en það fer inná vélina í díselbíl hefur ósköp lítið með það að gera að loftið sé kalt þegar það fer inná vélina.
það sem menn eru að vinna með intercooler er að kalt loft tekur minna pláss en heitt, og því kemst meira loft (og þar af leiðandi fleiri súrefnissameindir) inná vélina við sama þrýsting heldur en þegar loftið er heitt og þessvegna er meira lofti að brenna inná vélinni eftir intercooler.
meira loft m.v. olíu þýðir líka kaldara afgas og þessvegna sést gríðarlegur munur á afgashita fyrir og eftir að kúler er settur á vélar. þetta sést líka þegar túrbínur bila, afgasið verður svart (það er ekki nægt súrefni til að brenna allri olíuni) og afgashiti rýkur upp úr öllu þótt bíllinn sé mikið kraftlausari.
svipaðan mun má sjá þegar menn auka við túrbóþrýsting án þess að auka olíumagn, afgashitinn lækkar mikið.
það að hita olíuna áður en henni er sprautað með spíssum inní brunahólfið er gert með það að markmiði að "þynna" hana (hún verður meira þunnfljótandi) og þar af leiðandi ýrist hún mikið betur, eða það er kenningin.
það sem ég er að spá er það hvor maður getur sett í bílinn aukatank sem hægt er að nota undir jurtafeiti á sumrin (en þá verður að hita hana í sem næst 90 gráður áður en hún fer inná olíuverkið til að hún skemmi ekkert) og nota svo sem auka-dísel tank á veturna í vetrarferðir…. án þess að þurfa að aftengja hitunina.
ég er búinn að leita slatta á netinu um þetta og hef komist að þeirri niðurstöðu að það er ekkert sem mælir á móti því að díselolía sé hituð í 90 gráður áður en hún fer inná vélina. í versta falli skeður ekkert, og í besta falli er maður að spara smávegis
kveðja,
Lalli vitleysingur
10.07.2006 at 15:21 #556010Lalli – myndurðu prófa svona græju ef þú þyrftir að borga 2-4000 kr fyrir hana?
Ég get sjálfur ómögulega gert upp við mig hvort ég hafi trú á þessu eða ekki (ég er sennilega ekki eins víðlesinn og Hlynur 😉 en væri alveg til í að leggja í púkk fyrir einni svona græju sem færi til prófunar í einhvern bíl.
Krúserinn minn er að fara með 16-20 lítra eftir aðstæðum og mér reiknast svo til að ég gæti sparað andvirði svona dóts á einu ári ef eyðslan minnkar um 10%. (m.v. 10.000 km akstur)EE.
10.07.2006 at 15:58 #556012Olían í eldsneitskerfi díselbíla er notuð bæði til að smyrja og kæla og þegar olían er hituð upp þá minnka smureginlekar olíunar og kælingin verður minni.
Menn ættu að vera meðvitaðir um áhættuna þegar svona auglýsingarusl er tengt við eldsneitiskerfið.
Ávinningur er engin því eldsneitskerfið er hannað fyrir ákveðið hitastigbil og segjubil.
10.07.2006 at 16:40 #556014Sæll
ég held ég myndi nú ekki kaupa svona græju bara til að prófa, nema þá með þeim skilmálum að ef þetta virkar ekki þá mætti ég skila þessu, "no questions asked" svipað og með hiclone. ég hef reyndar ekki prófað það heldur
Ég er að smíða kerfi sem gerir mér kleift að keyra á Rapeseed (repju eða Canola, stundum kallað rapsolía) olíum, þar er svona hitari innbyggður í kerfið. Ætli ég noti ekki venjulega olíu á það kerfi fyrst um sinn meðan ég geng úr skugga um að engir lekar séu neinsstaðar og að þetta sé allt þétt og fínt hjá mér… þá ætti að sjást strax munur á eyðslu ef einhver er.
Ég er ekki langt kominn með kerfið, en byrjaður að viða að mér hlutum
svo kanski setur maður myndir hingað á netið af gangi mála öðru hvoru… hver veit. Bíllinn minn er gamall og þess vegna er allt í lagi að gera svona tilraunir á honum.
Dagur: hvaða hluta kerfisins er díselolían notuð til að kæla? aldrei hef ég heyrt um það….
10.07.2006 at 17:31 #556016Sælir, ég smíðaði mér svona fyrir um 14 árum síðan vegna olíuvandræða í miklu frosti, fékk mér 1 og 1/2" rör 15 cm á leignd og 8mm rör í gegn fyrir olíuna 2 stútar inn og út, teigndi miðstöðvar slaungurnar inn á þetta og þetta þræl virkaði, en fann eingan mun á eiðslu:o)
10.07.2006 at 18:55 #556018Lalli – þú mátt gjarnan leyfa mér að fylgjast með þróun mála hjá þér – mundi gjarnan vilja tala við þig fyrir blaðið þegar þetta er komið á koppinn hjá þér.
kv.
EE.
10.07.2006 at 19:55 #556020Í öllum díselolíukerfum sem ég þekki, dælir fordælan töluvert meira eldsneiti en það sem fer inn á vél og fer umframmagn oíu í gegnum þrýstistilli til baka í olíutankinn, en í bílum sem gerðir eru fyrir kalt loftslag er yfirleitt thermoloki á olíubakafærsluni sem beinir heitri olíu beint í olíusíuna í stað olíutanksins. [img:1uwi0jct]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/3929/32832.jpg[/img:1uwi0jct]
Thermoloki í Patrol stilltur á 30°CÞessi thermoloki gæti vantað eða verið bilaður hjá Tuddanum þegar hann lenti í verulegum vandræðum með vax í olíusíunni í vetur. Allur mekanískur vélbúnaður myndar hita við keyrslu og er hitamyndunin í réttu hlutfalli við þrýstingin á kerfinu. Í mörgum eldri bílum með forbrunahólfi er innsprautunarþrýstinurinn 140-160 bar en í nýjustu common rail kerfum er þrýstingurinn að nálgast 2000 bar og rafstraumurinn sem opnar spíssana allt að 70 A. Þennan búnað þarf að kæla og er olían sem fer til baka frá kerfinu kanski 20 °C heitari en olían að kerfinu. Þegar þykkari olía er notuð þarf oft að hita olíuna til að halda segjunni réttri og í skipum sem brenna svartolíu getur eldsneitishitinn verið 160°C og er segjumælir notaður til að stýra hitanum. En svartolíukerfi eru hönnuð fyrir þetta og þarf að hringrása heitri olíu um eldsneitisdælur, spíssarör og spíssa þegar vélin er stopp og er rýmd stimpla og spíssa ekki sú sama og í kerfum fyrir venjulega díselolíu. Einnig eru notaðir hitarar í tönkum og fyrir síur.
Hitun á olíu getur valdið tæringu, cavitasion, á elementum og eykur áhrif lífrænna sýra í olíunni og koksmyndun ef hitastigið verður of hátt.
Raki í olíunni getur valdið vandamálum þegar hitinn eykst og einnig minkar það magn olíu sem hvert slag í eldsneitisdælu rúmar því rúmtak olíunar eykst með hitastigi.
10.07.2006 at 21:18 #556022smá vinkilbeygja……….Einar Elí: rosalega er bíllinn þinn að eyða miklu?????
10.07.2006 at 23:42 #556024Sæll Dagur.
þú virðist vera fjári vel að þér um þessi kerfi. Eru öll dísel verk þannig úr garði gerð að þau dæla fram í húdd meiri olíu en verkið notar og svo er bakflæði aftur í tankinn? er þá olían marg-síuð þegar hún hringsólar frá tanki í gegnum síu, og til baka í tank og aftur hring eftir hring? ég vissi að þetta er í bensínbílunum en héllt að díselinn notaði ekki þessa tækni þar sem eina dælan sem er í kerfinu er í húddinu.
Í mínum bíl, módel 1987 er alveg ljóst að afgangs dísel er ekki hringsólað á bakaleiðinni í gegnum olíufílterinn til að hita þá olíu sem er þar. Er nokkur séns á að það sé ekkert bakflæði? Ég vill ekki fá afgangs rapeseed olíu í venjulega díseltankinn minn þegar ég skipti til baka yfir á venjulega olíu….
11.07.2006 at 00:04 #556026margir ef ekki allir eldri díselbílar eru ekki með dælu afturí tank heldur engöngu sog frá olíuverki sem sogar olíu í því magni sem olíuverkið þarf og er því ekkert bakflæði. margir nýrri díselbílar eru aftur á móti komnir með hringrásardælingu einsog bensínbílar og virka einsog áður er lýst af margfallt kunnugri mönnum en mér.
11.07.2006 at 01:03 #556028Ég hef aldrei séð eldsneitiskerfi án retúrlagnar aftur í tank og skoðaðu betur kerfið í bílnum þínum.
11.07.2006 at 08:43 #556030Sælir
Ég held að það sé alltaf fæðidæla og alltaf slef til baka í tank.
Hef aldrei séð þetta öðruvísi.Kveðja O.Ö.
11.07.2006 at 09:11 #556032Tek undir með Degi, hef aldrei átt við kerfi sem ekki er með slef/bakflæði.
Ef menn vilja eyða minna af olíu er líklega best að keyra yfirvegað. Breyttur jeppi sem er með kassa og annað drasl á toppnum, stengur og dót eyðir trúlega ca 10% minna ef hann er keyrður á 85-90km eða 95-100km. Svona töfralausnir eins og þessi hólkur eru bara peningaplokk sem ekki skilar neinu, nema holu í veskið.
Góðar stundir
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.