Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel vél í CJ eða Wrangler?
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Elí Magnússon 21 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.03.2003 at 13:27 #192335
AnonymousHefur einhver hugaður sett dísel vél í Jeep (CJ eða Wrangler)? Hef leitað mikið á netinu af slíkum uppsetningum og rakst á einn sem hafði sett 5cyl dísel vél úr Benz 300, en þar vantaði allar upplýsingar.
Þannig að ef einhver hefur farið í slíkar breytingar þá mundi ég þiggja allar upplýsingar um slíka breytingu.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.03.2003 at 14:37 #470568
Ég veit um einn sem var með buick diesel í cj-5 og mér skilst að þa sé ekkert flóknara að setja svoleiðis rokka ofan í en t.d. 350 chevy og ef ég man rétt er hann búinn að henda henni aftur úr. En afhverju? það er spurningin. er ekki aðalsmerki willis að vera léttur? Ég get ekki ímyndað mér að cj eða wrangler verði skemmtilegur með díselhlunk í húddinu. 304 Amc /305 chevy eða e-h smallblock hljómar mun betur og best hljómar í mínum eyrum buick v-6. En það er nú bara ég.
Williskveðja,
Dóri
12.03.2003 at 14:59 #470570Það er nú bara argasta KLÁM að láta sér detta þetta í hug !
Og hananú !
12.03.2003 at 15:25 #470572Já það væri gaman ef maður kallaður "FASTUR" léti
skoðun sína í ljós hér.kv Lúther
12.03.2003 at 15:28 #470574Sælir ég veit um einn á cj7 sem setti 2,8 nissan diesel í willisinn hann er kallaður litríkur hér á spjallinu þannig að það væri gaman að fá hans skoðun og ráð.
KV: Davíð R-2856
12.03.2003 at 16:11 #470576Daginn Luther
Ég myndi ekki þyngja bílinn um 200-300 kíló vegna einhverra draumóra um dísel eyðslu.
Dísel í wrangler/willys/cherooke er fjarstæða í litlum bílum eiga að vera léttar vélar.
Ég held að þú sért að hugsa um að fá þér dc eða l200 eða einhvern af þeim bílum en þorir ekki að viðurkenna það. Það er ekkert að því að vera á grútarbrennara en ef þú vilt vera á svoleiðis láttu hann líta rétt út.
En að öllu hjali slepptu vill ég spyrja hvað átti maðurinn í Þorrablóts ferðinni við þegar hann sagði við mig eftir að hafa tætt í gegnum skafla og fengið bílinn til að plana á snjónum þegar hann mælti:
"Það er líka gaman að vera á dísel"
Ég bara spyr
Kveðja Fastur
ps. Luther ég var farinn að sakna þín 😀
12.03.2003 at 21:34 #470578Þórir Nokkur Gíslason er með 5,7ltr dísel og er bara nokkuð sáttur að ég held og er á JEEP (kallaður HROLLUR)ég er viss um að hann geti látið þig hafa þær upplýsingar sem þig vantar.Hann er í Austurlandsdeild
12.03.2003 at 21:52 #470580Já Fastur ég hef nú gengið um gólf í allan dag og klórað
mér í hausnum yfir því hvað þessi ágæti maður átti við
þegar hann nefndi að gaman væri að vera á díesel.Þó ég sé nú með diesel vél í húddinu mínu þá skil ég ekki ennþá hvað hann átti við, og þó ekki nema hann líti svo á
að hann sé að reykspóla þegar hann sér svartan reykjamökkinn
fylla út í afturspegilinn.en ætli menn séu ekki að horfa í rekstrarkostnaðinn þegar
þeir vilja fara úr bensín í díselinn.Já já Fastur ég veit að þínar tölur sega annað en svona er þetta nú samt.
En ég er allveg samála því að Wrangler verður alltaf
soldið skrítinn með diesel lykt úr húddinu.kv.Lúther
12.03.2003 at 22:13 #470582Ég átti þennan Willys CJ 7 með 2,8L Nissan leigubílamótor til skamms tíma og mér finnst þetta mjög eigulegur vagn ef plássleysi truflar ekki.
Rekstrarmunurinn á svona bíl með bensin eða með diesel er mjög mikill, gæti trúað að dísillinn sé 2/3 ódýrari í rekstri.
Sá hamingjusami einstaklingur sem á þennan eðalvagn í dag heitir Baldur og vinnur hjá Bæjardekk í Moso, passaðu þig bara á þessum völtu Davíðum þarna ef þú rennir þangað og kíkir í húddið á kagganum.
kveðja úr sveitinni sígrænu.
Palli
12.03.2003 at 22:24 #470584já Palli rétt að fara varlega þegar menn renna inn á
ákveðið plan í Mosó ég las það í einhverjum þræðinum hérna að þar væru menn að innbyrða prósak í stórum skömtum og væru allir próflausir sel það ekki dýrara en ég las það.
(afsakið ég er víst kominn út fyrir veg nei ég meina efnið)
kv.Lúther
13.03.2003 at 10:16 #470586Sælir,
Það er auðvitað gaman að vera á [b:1zntrudk]léttum[/b:1zntrudk] bensínbíl, en afskaplega leiðinlegt að geta ekki farið í Bláfjöll á skíði og boðið einum farþega með af því að skíðin taka plássið sem faþeginn átti að fá.
Ég held að það sé della að setja dísel vél í svona bíl.
Ég veit ekki hver pælingin er með dísel í svona bíl þar sem tölur frá Fastur sýna að eyðslan er tiltölulega lítil. Þ.e. svipuð í lítrum talið og hjá mér (ég er á grútarbrennara. og það er líka gaman) þó svo ég spóli ekki í hringi en næ stundum að gera dökkt ský fyrir aftan.Ég mæli með því að viðkomandi fái sér bíl með skotti til að geta haft nóg af dóti með sér hvert sem hann vill fara.
Elvar
13.03.2003 at 13:48 #470588
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ástæðan fyrir því að ég var að hugsa um dísel er sú að ég er með vélarlausann Wrangler og þarf að taka ákvörðun um hvernig vél ég ætti að fá mér.
Þannig að ég var að velta því fyrir mér hvort ekki væri gáfulegt að skell í hann dísel uppá rekstrarkostnaðinn að gera.
En eftir að hafa hugleitt þetta vel og vandlega þá ætla ég að skella mér í Bensínið. Ekki bara vegna þess að það er gáfulegra fyrir Wrangler heldur líka vegna þess eins og og Fastur segir, það er bara miklu skemmtilegra.
Þá er stóra spurningin um hvaða bensín vél ég að setja í hann, en ég er með hugann við annað hvort Chevy 350, Chevy 383 stroker, eða Chevy V6 Vortec 4.3L. Það góða við vaff sexuna er að hún er léttari en 350 og 383, og ódýrari í rekstri. Aftur á móti er hún ekki eins kraftmikil, þannig að það væri gaman að heyra í einhverjum sem hefur notað Chevy V6 Vortec í Wrangler eða CJ – Vil ekki minnka ánægjuna með því að hafa of kraftlitla vél í gripnum…
Kv.
Alphapin
13.03.2003 at 14:42 #470590
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég munda bara reyna að fá mér 4,0 lítra vél úr wranglerunum. Það eru rosalega sprækar og skemmtilegar vélar
13.03.2003 at 16:16 #470592Hey ég Elvar fyrirgefðu ég sá ekki svarið þitt.
Ég á eftir að búa til skíðagrindina á bílinn og þarna kassann aftan á hann sem er á öðrum hvor patrol. plús að setja hjólagrind á hann..
he he þá eruð við búnir að finna þarna túrbó gismó 2000 með sjávirkum kraftbreyti og gti pró haldara. 😀
Kveðja Fastur
13.03.2003 at 16:47 #470594Hey ég Elvar fyrirgefðu ég sá ekki svarið þitt.
En við sem förum í ferðalög erum ekki alltaf búnir að taka allt draslið úr bílnum í miðri viku.
Ég á eftir að búa til skíðagrindina á bílinn og þarna kassann aftan á hann sem er á öðrum hvor patrol. plús að setja hjólagrind á hann og festingu fyrir snjó akkerið.
he he þá eruð við búnir að finna þarna túrbó gismó 2000 með sjávirkum kraftbreyti og gti pró haldara. 😀
En þetta með plássleysið þá er alveg pláss fyrir 2 ferðalanga fullt af bensíni farangri og stólum of öllu dótinu sem maður hefur með sér. Eins og þú hefur tekið eftir
Kveðja Fastur
13.03.2003 at 19:40 #470596
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Það er bara skít fínt að eiga diesel willys þótt að hann sé ekki skráður nema 59,8 HÖ.
Bíllin hjá mér er CJ7 sem er með gamlan leigubíla mótor eins og Palli P. sagði, að vísu búið að setja turbo á hann.Þessi bíll hefur ekkert verið að skila sér verr áfram heldur enn þeir bílar sem ég hef ferðast með.
En ég hef einmitt farið aðeins með annari CJ7 sem er með
468cui Buick í húddinu.
Aðvísu er leigubíllin ekki jafnsprækur af stað og í brekkum fer hann ekki hratt upp, enn kemst yfirleitt á leiðarenda þótt að aflmunur sé gígantískur.Enn þegar að komið er heim og maður horfir í veskið þá er það alltaf ég sem brosi og skil afhverju ég fíla að vera með lýsisbrennara í húddinu sem getur gefið frá sér svo mikið sót að ég týnist ALDREI.
13.03.2003 at 21:39 #470598SÁ HETJUSKAPUR VAR UNNIN HÉR Á HVAMMSTANGA NÝLEGA AÐ SETTUR VAR 2,5 MMC DISELVÉL OG MILLIKASSI Í WRANGLER PAJERÓ VÉL OG KASSI VARÐ FYRIR VALINU VEGNA ÞESS AÐ DRUIFKÖGGULINN ER VINSTRAMEGIN Í WRANGLER ÞETTA VIRKAÐI BÆRILEGA NEMA DRIFHLUTFÖLL VORU NOKKUÐ HÁ . ÞREM VIKUM SÍÐAR ÞEGAR AFTURDRIFIÐ FÓR I SPAÐ VAR LEITAÐ AÐ LÆGRI DRIFHLUTFÖLLUM SEM FUNDUST EKKI OG EIGANDINN FORFALLINN TOYOTU AÐDÁANDI OG KOMIN MEÐ SLÆM FRÁHVARFSEINKENNI VAR MYTSANUM HENT ÚR OG SETTAR TOYOTUHÁSINGAR UNDIR MEÐ GORMAFJÖÐRUN FRAMAN OG AFTAN TOYOTA 2,4 TURBO DISEL AMRÍKUTÍPA SETT Í VÉLARSALINN OG BRUNAR NÚ ÞESSI TOYOTA Í DULARKLÆÐUM UM ÖLL FJÖLL .
HETJUKVEÐJUR AÐ NORÐAN.
13.03.2003 at 22:38 #470600Það þurfti að blása lífi í mig eftir að hafa lesið pistilinn hans agnars… Væri fínt að taka caps lock af og hafa fleiri en tvo punkta…
14.03.2003 at 00:18 #470602Þekki reyndar ekki hinar vélarnar, en persónulega hef ég góða reynslu af 4.0 línuvélinni. Keypti minn þegar hann stóð í 205 þús km og er núna í 262 þús km, 5 árum seinna og ekkert búinn að eiga við vélina sem getur ekki flokkast undir lífsnauðsynlegt viðhald. Þarf reyndar að fara að skipta um pakkdósina við sveifarásinn en að öðru leyti malar hann eins og stamandi kettlingur alla daga. Á örugglega eftir að endast betur en boddýið sem er orðið 16 ára og sér varla á því…
Mæli með henni.
GG – ekki félagi… ennþá…
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.