Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel tuning
This topic contains 32 replies, has 1 voice, and was last updated by Rúnar Sigurjónsson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.09.2006 at 19:00 #198552
Sælir ég er að velta fyrir mér að hressa upp á Raminn hjá mér, hefur einhver hér reynslu á því hvað sé best og hvað er í boði fyrir þessar vélar,Þetta er cummings 24 ventla 2001 árg.
Ég skoðaði dótið frá Banks það er náttúrulega bara flott en kannski aðeins of dýrt eða 200. þús. og þá á eftir að flytja það heim með tilheyrandi gjöldum.
Hverjir eru fleiri með svona kit eða tölvukubba?
Kv.
Glanni -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
17.09.2006 at 22:34 #560230
Það er til vél niðrí vélskóla með common rail sem er
ca 1950 motelið, svo að þetta er búið að vera til í langa tíma en það sem er að rugla ykkur er að þetta kerfi verður rafeindar stýrt um þenna tíma sem þið nefnið. 5.9 vélin hefur alltaf verið með common rail Bjarni. 4500 nm fást með því að blása 150 pund in á vél (12bör).
kveðja Magnús.
17.09.2006 at 22:56 #560232Það fær nú varla staðist að það sé til vél frá 1950 með common rail. Það kom erlendur sérfræðingur frá Bosch á fund í fyrra eða hitteðfyrra og fræddi okkur aðeins um olíverk og common rail. Þar kom fram að Fíat byrjaði að hanna common rail en Bosch keypti af þeim hugmyndina 1982 að mig minnir. Þá var greinilega mikil þróunarvinna eftir því common rail fer varla að sjást í bílum fyrr en 1998-2000 að nokkru viti. Það er enn verið að þróa þessa tækni, en menn er þó kominir með forbruna aftur sem tíðkaðist í denn, en gamlar forbrunavélar eru ekki common rail vélar. Common rail er reyndar bara innspítingarkerfi frá Bosch sem allir vélaframleiðendur geta keypt í sínar vélar
18.09.2006 at 06:11 #560234Ég luma á nokkrum síðum þar sem seld eru tjún kit
í 6,5 hér koma þærhttp://www.bd-power.com/
http://www.heathdiesel.com/
http://www.peninsulardiesel.com/
http://kennedydiesel.com/
http://www.ssdieselsupply.com
http://www.us-cars-pirmann.at/GM%20Dies … 0mitte.htmEr sjálfur með tölvu frá BD power og er nokkuð sáttur mikil breyting frá orginal annars ættirþú að tala við hann Tedda hann er búinn að versla ýmislegt frá peninsulardiesel og ætlar í +300hö
en það kostar sitt
kv Gísli Þór
18.09.2006 at 10:14 #560236Samkvæmt [b:h3ovpzy2][url=http://en.wikipedia.org/wiki/Common_rail:h3ovpzy2]þessari grein[/url:h3ovpzy2][/b:h3ovpzy2] þá var vél með "common rail" dísel innspítingu fyrst sett í fólksbíl 1997, en common rail var áður notað í skipum og járnbrautarlestum.
-Einar
18.09.2006 at 15:30 #560238Sæll Glanni,
skil þig vel, er sjálfur með þungan fót og þunnt veski…
Hér er tengill inn á grein um [url=http://www.dieselpowermag.com/tech/dodge/0511dp_ram_adds_torque_power/index1.html:2y9kg5gs][b:2y9kg5gs]Cummins, 395 hestöfl, 738 pund-fet[/b:2y9kg5gs][/url:2y9kg5gs]
Viðbót stillanleg í fimm þrepum.
Reyndi að sjá á heimasíðu http://www.janettyracing.com hvað þetta kostaði, það næsta sem ég komst var EDGE JUICE WITH ATTITUDE FOR 03-04 CUMMINS 5.9L á 899 USD.
p.s. hvet þig til að skoða heimasíðu [url=http://www.dieselpowermag.com/:2y9kg5gs][b:2y9kg5gs]Dieselpowermag[/b:2y9kg5gs][/url:2y9kg5gs]
Powerkveðja, Sveinbjörn
18.09.2006 at 22:38 #560240Eru menn ekki bara að rugla saman Common Rail og díselvélum með beina innspýtingu (DI). Common Rail er ekkert annað en heitið á fæðinguni að spíssunum. Eru allir á sameiginlegri lögn(Rail) ólíkt díselvélum með olíuverk sem fá eitt rör fyrir hvern spíss.
Þessi vél sem einhver minntist á frá 1950 er örugglega ekki Common Rail en getur samt verið með beina innsprautun.
18.09.2006 at 22:40 #560242.
18.09.2006 at 22:54 #560244Strákar, í guðanna bænum fariði samt varleg í tjúnnið!
[img:1utwlaoi]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4089/27494.jpg[/img:1utwlaoi]
–
-haffi
19.09.2006 at 00:08 #560246BD Super Max Turbo
SUPER MAX TURBO SYSTEM
Can you handle 550-bhp? The BD Super Max Turbo Can.
When you’ve pushed the performance envelop of your Duramax as far as it can go with simple bolt-ons, it’s time to step up to the big leagues with BD’s new Super Max turbo kit for the 2001-2004 LB7 Durmax engines.
Engineered by BD and built to our exacting specifications by BorgWarner Turbo Systems’ AirWerks program, the Super Max creates enough airflow for up to 550-rwhp at 45 pounds of boost on diesel only (up to 675 rwhp with a shot of nitrous!). Increased efficiency reduces exhaust gas temperature (EGT), lowers emissions and even improves fuel economy over the stock turbo.
The unique extended-tip compressor wheel, combined with full-floating journal bearings, was designed to deliver quick spool-up and improve airflow across the entire rpm range-not just the top end-so drive ability won’t suffer.
Engineered as a direct replacement, the Super Max Turbo kit comes with everything you need for a complete installation, including a new cast-iron pedestal adapter, exhaust down pipe, oil drain tube, hoses and gaskets. It’s backed by a one-year warranty, and it’s rebuildable so you can enjoy the benefits of big power for years to come. Don’t settle for second best-call us today!
19.09.2006 at 02:08 #560248Hérna – það er þetta með 1000 hestöflin. Mér skilst að til þess að framleiða 1001 hestafl þurfi Bugatti Veyron að brenna 5 lítrum af bensíni á mínútu og til þess þarf 45.000 lítra af lofti á mínútu.
Að tjúna vél upp í 1000 hestöfl er eitt – að geta notað þau er annað. Ég held að eitt snorkel mundi ekki duga til þess allavega
19.09.2006 at 20:08 #560250Sæll Svenni og takk fyrir,það er gaman að lesa þetta yfir,svoldið "exstream" en margir góðir punktar þarna.
Kveðja,
Glanni
19.09.2006 at 20:45 #560252Held að það sé rétt sem Stebbi heldur fram hér að ofan, að í greininni á Wiki séu menn að rugla saman Common-rail og Direct injection (beinni innspítingu). Bein inspíting á diesel vél er það þegar það er ekkert forbrunahólf á vélinni. Svoleiðis vélar komu almennt á markaðinn einmitt í kringum 1950-1960. Þóttu alltaf frekar grófar, svo þær voru almennt aðalega notaðar þar sem þíður gangur skipti minna máli (vörubílar, iðnaðarvélar).
Rúnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
