This topic contains 20 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Sælir félagar
Ég er í miðju kafi að breyta bílnum mínum og þar með talið að lengja á milli hjóla og smíða nýjan tank þar sem sá gamli passar ekki lengur í.
ég var búinn að skipta um vél og setja stærri dísel rokk í (60 krús) en notaði gömlu olíulagnirnar bara eftir sem áður. (2.4 dísel) sem mér sýnist vera c.a. 8 mm.
Nú ber svo við að eftir að ég lengdi á milli hjóla þá þurfti ég að nota bílinn aðeins, og þar sem enginn tankur var í bílnum þá setti ég brúsa framaná hann og skellti gúmmíslöngum þar ofaní og í olíuverkið.
Allt í einu er bíllinn töluvert kraftmeiri en áður! og það munar slatttta. þýðir þetta ekki bara að lagnirnar frá gamla tankinum séu alltof grannar?
spurningin mín er þessi: Skiptir máli þegar ég breikka þetta að ég fari bara í mikið breiðara? (ætla að breikka alveg úr botninum á tanki og alveg að vél)
ég var að spá í að leggja annaðhvort 12.5 (hálftommu) eða hreinlega 16 mm lagnir í þetta til að útiloka einhverja tregðu í þessu. Hvað eru menn að gera í svona málum? hafa einhverjir verið að breikka þessar lagnir hjá sér?
p.s. ef þetta virkar þá eru þetta ódýrustu hestöfl sem ég hef fundið allavega
You must be logged in to reply to this topic.