Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel gjald. Osvífin hækkun.
This topic contains 178 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 12:59 #194134
Hafa menn ekki einhverja skoðun á Dísel gjaldinu
sem á að troða upp á Bíleigendur.
Samkvæmt mínum útreikningum er þetta ekkert annað en
ein skattahækunin enn, og ég hefði haldið að
flestum þætti nóg komið í þeim efnum.
Mér reiknast til að bara hækkunin á sæmilegan jeppa
sé um 500,krónur á 100km miðað við 6,91kr á kílóm
eins og er núna,
Þetta bull með að þetta eigi að bæta hag smábíla eigenda
er varla boðlegt fulhugsandi fólki,
Það gefur nokkuð auga leið, að það þarf ekki að láta
Lægsta gjaldflokk á kílómetragjaldi Miðast við
5 TONNA VÖRUBÍL EINS OG NÚ ER.
lÁTUM ÞETTA EKKI IFIR OKKUR GANGA ORÐALAUST.
Þórir G -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
19.05.2004 at 09:55 #495816
…hverskonar feimnisfélag er þetta orðið eiginlega? Hér stíga á stokk ýmsar hetjur misveðurbitnar og vinna að því í nánast hverjum þræði að draga bitið úr félaginu, áhrifum kjörinna stjórnarmanna og þá um leið samtakamætti klúbbsins.
Hvað er til dæmis athugavert við að klúbburinn taki afstöðu svona eins og einu sinni, bara í einhverju máli, svona til að prófa hvernig það er? Til einhvers eru stjórnarmenn kvaddir, ef ekki til að hafa púlsinn á félaginu, vinna að umbótum og sýna svolítinn kjark öðru hverju þegar brýtur á, hvað þá formenn skútunnar. Ég sé ekki ástæðu til að vera með félagsskap af þessari stærðargráðu sem má aldrei segja neitt…..af því það gæti styggt einhvern.
Hvaða erindi hefur til dæmis svona setning: "Ég hef efasemdir um að klúbburinn geti tekið beinlínis afstöðu á móti,…" og þá rökin: "…meðal annars m.t.t. þessa þriðjungs sem hér lýsir sig fylgjandi…".
Ekki nenni ég að leita það uppi á þessum þræði, en mjög víða hefur komið fram að lítið mark sé á spjallþræðinum takandi því hann er jú opinn öllum heiminum til skoðanaskipta. Sérstaklega er vinsælt að efast um "félagsanda" spjallverja í stílfærðum varnarræðum "drullu-málana".
Eru stjórnarmenn klúbbsins í einhverri vinsældarkeppni? Í sama svari og ég vitnaði í hér beint, koma fram hugrenningar um að "benda á" og "láta í sér heyra". Ég styð slíkt en spyr líka. Af hverju ekki bara að segja eitthvað, móta tillögur, koma þeim á framfæri……og fyrir alla muni TAKA EINHVERNTÍMA AFSTÖÐU? Meira að segja FÍB sem er nú enn "mjölkenndara" félag reynir öðru hverju að segja eitthvað. Er reyndar sjaldan sammála þeim enda gekk ég úr því á sínum tíma en á kannski eftir að koma þangað aftur þegar aðstæður og skoðanir mínar eða þess breytast.
Það hefur verið komið með trúi ég mest af þeim rökum sem menn geta yfirleitt fundið til á hvorn vegin í þessu máli bæði hér og víðar. Það væri því ekkert óeðlilegt að stjórn F4x4 komi með útfærslur og berjist fyrir þeim. Útfærslur sem henta til ferðalaga með því sniði sem klúbbstarfið gengur útá. Þess má og geta að 60-70% svo miðað sé við spjallborðið virðist td. mótfallnir þessu frumvarpi og það er þó nokkur meirihluti samkvæmt mínum bókum.
Ég er auðvitað ekki bara að tala um nákvæmlega mál þessa þráðar heldur almennt. Það heyrist andskotann aldrei neitt í þessu félagi í neinu máli, afsakið orðbragðið. Félagið hefur verið að þróast undanfarin ár, verið að sulla smá í bæjarlæknum og bleyta felgur, er ekki kominn tími til að kíkja út fyrir túngarðinn og skella sér yfir ána?
U-162
19.05.2004 at 09:55 #503139…hverskonar feimnisfélag er þetta orðið eiginlega? Hér stíga á stokk ýmsar hetjur misveðurbitnar og vinna að því í nánast hverjum þræði að draga bitið úr félaginu, áhrifum kjörinna stjórnarmanna og þá um leið samtakamætti klúbbsins.
Hvað er til dæmis athugavert við að klúbburinn taki afstöðu svona eins og einu sinni, bara í einhverju máli, svona til að prófa hvernig það er? Til einhvers eru stjórnarmenn kvaddir, ef ekki til að hafa púlsinn á félaginu, vinna að umbótum og sýna svolítinn kjark öðru hverju þegar brýtur á, hvað þá formenn skútunnar. Ég sé ekki ástæðu til að vera með félagsskap af þessari stærðargráðu sem má aldrei segja neitt…..af því það gæti styggt einhvern.
Hvaða erindi hefur til dæmis svona setning: "Ég hef efasemdir um að klúbburinn geti tekið beinlínis afstöðu á móti,…" og þá rökin: "…meðal annars m.t.t. þessa þriðjungs sem hér lýsir sig fylgjandi…".
Ekki nenni ég að leita það uppi á þessum þræði, en mjög víða hefur komið fram að lítið mark sé á spjallþræðinum takandi því hann er jú opinn öllum heiminum til skoðanaskipta. Sérstaklega er vinsælt að efast um "félagsanda" spjallverja í stílfærðum varnarræðum "drullu-málana".
Eru stjórnarmenn klúbbsins í einhverri vinsældarkeppni? Í sama svari og ég vitnaði í hér beint, koma fram hugrenningar um að "benda á" og "láta í sér heyra". Ég styð slíkt en spyr líka. Af hverju ekki bara að segja eitthvað, móta tillögur, koma þeim á framfæri……og fyrir alla muni TAKA EINHVERNTÍMA AFSTÖÐU? Meira að segja FÍB sem er nú enn "mjölkenndara" félag reynir öðru hverju að segja eitthvað. Er reyndar sjaldan sammála þeim enda gekk ég úr því á sínum tíma en á kannski eftir að koma þangað aftur þegar aðstæður og skoðanir mínar eða þess breytast.
Það hefur verið komið með trúi ég mest af þeim rökum sem menn geta yfirleitt fundið til á hvorn vegin í þessu máli bæði hér og víðar. Það væri því ekkert óeðlilegt að stjórn F4x4 komi með útfærslur og berjist fyrir þeim. Útfærslur sem henta til ferðalaga með því sniði sem klúbbstarfið gengur útá. Þess má og geta að 60-70% svo miðað sé við spjallborðið virðist td. mótfallnir þessu frumvarpi og það er þó nokkur meirihluti samkvæmt mínum bókum.
Ég er auðvitað ekki bara að tala um nákvæmlega mál þessa þráðar heldur almennt. Það heyrist andskotann aldrei neitt í þessu félagi í neinu máli, afsakið orðbragðið. Félagið hefur verið að þróast undanfarin ár, verið að sulla smá í bæjarlæknum og bleyta felgur, er ekki kominn tími til að kíkja út fyrir túngarðinn og skella sér yfir ána?
U-162
19.05.2004 at 10:42 #495821
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var mikil ræða, enda margt rétt í þessu. Félagið á að láta í sér heyra um málefni sem snúa að ferðalögum á jeppum um óbyggðir og hagsmuni jeppaeigenda og örugglega oft sem það er of mikið hikað við það. T.d. hefur verið svolítil feimni við að lýsa beinni andstöðu við uppbyggingu vegarins upp í Þórsmörk, þó lang flestir sem stunda Þórsmerkurferðir séu á móti honum. Raunar bara ótti við rangtúlkanir og útúrsnúninga ef við lýsum yfir andstöðu sem hefur eitthvað verið að flækjast fyrir fólki.
En þetta með olíugjaldið er bara allt annars konar mál. Töluverður fjöldi jeppamanna fagna þessu og sjá fram á að þessi breyting komi betur við buddunua. Það á eiginlega við alla sem eiga jeppa sem eyða undir 15 lítrum og keyra ekki þeim mun meira. Þetta er töluvert stór hluti félagsmanna og ég hef spjallað við marga í félaginu sem eru þessu fylgjandi. Stjórn klúbbsins gæti þess vegna allt eins tekið þann pólinn og barist fyrir hagsmunum þess hóps með breytingunni, þó persónulega þætti mér það fúlt. Ég held reyndar að þessi hópur sé stærri en 1/3, þar sem algengustu díeseljepparnir eru ekki að eyða neinum ósköpum og ekki margir sem eru að keyra mikið yfir 20.000 km á ári.
FÍB tekur ákveðið afstöðu með frumvarpinu og þess vegna er ég afskaplega ánægður með að hafa fyrir mörgum árum hætt að borga félagsgjald í þann félagsskap.
Kv ? Skúli H.
19.05.2004 at 10:42 #503143
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var mikil ræða, enda margt rétt í þessu. Félagið á að láta í sér heyra um málefni sem snúa að ferðalögum á jeppum um óbyggðir og hagsmuni jeppaeigenda og örugglega oft sem það er of mikið hikað við það. T.d. hefur verið svolítil feimni við að lýsa beinni andstöðu við uppbyggingu vegarins upp í Þórsmörk, þó lang flestir sem stunda Þórsmerkurferðir séu á móti honum. Raunar bara ótti við rangtúlkanir og útúrsnúninga ef við lýsum yfir andstöðu sem hefur eitthvað verið að flækjast fyrir fólki.
En þetta með olíugjaldið er bara allt annars konar mál. Töluverður fjöldi jeppamanna fagna þessu og sjá fram á að þessi breyting komi betur við buddunua. Það á eiginlega við alla sem eiga jeppa sem eyða undir 15 lítrum og keyra ekki þeim mun meira. Þetta er töluvert stór hluti félagsmanna og ég hef spjallað við marga í félaginu sem eru þessu fylgjandi. Stjórn klúbbsins gæti þess vegna allt eins tekið þann pólinn og barist fyrir hagsmunum þess hóps með breytingunni, þó persónulega þætti mér það fúlt. Ég held reyndar að þessi hópur sé stærri en 1/3, þar sem algengustu díeseljepparnir eru ekki að eyða neinum ósköpum og ekki margir sem eru að keyra mikið yfir 20.000 km á ári.
FÍB tekur ákveðið afstöðu með frumvarpinu og þess vegna er ég afskaplega ánægður með að hafa fyrir mörgum árum hætt að borga félagsgjald í þann félagsskap.
Kv ? Skúli H.
19.05.2004 at 11:53 #495824Punkturinn sem ég er að koma á framfæri er að félagið á að taka afstöðu, í því felst að koma skýrt fram með rökstudd álit til hagsbóta m.t.t. markmiða félagssins, og þá bæði í efnislegum og "andlegum" gæðum. Með andlegum á ég við ásýnd, trúverðuleika og traust samborgarana til jeppamanna. Og það á að gera meira en að "láta í sér heyra…..".
Punkturinn var að félagið á að nýta sér umræðuna og áhugann, þ.m.t. spjallið til að vinna tillögur inní umræðuna. Koma þeim að hjá þingmönnum og slást fyrir okkur. En ekki að segja okkur að "við", félagið, ættum ekki að segja neitt við þessu eða hinu. Hvar liggja annars þau mörk? Eru einhver sérstök afstöðumálaleg vegamót við Þórsmerkurafleggjarann? (Er annars sammála þér þar heyrist mér).
Punkturinn var EKKI að taka efnislega afstöðu til olíufrumvarpsins. Heldur að ef stjórn félagsins trúir því að viðkomandi mál sé til hagsbóta fyrir meirhluta félagsmanna, m.t.t. markmiða félagsins, því þá ekki að viðurkenna það bara og slást fyrir því? Það liggur svo hjá hverjum og einum félagsmanni hvort þeir fylgi stjórn að málum eða ekki og er bara allt önnur ella. Að sulla á grynningum í öllum málum er ekki í anda markmiða félagsins.
Punkturinn er að það er bara engu líkara en að stýrisendarnir séu liðónýtir, tjakkurinn sprunginn og ækið út um allan móa. Menn verða að fara að halda sér á slóðanum og stefna eitthvað.
Svo við tölum aðeins um olíufrumvarpið sérstaklega og setjum hlutina í eitthvað samhengi, Þá get ég ekki séð að það sé neitt allt annars konar mál. Það er hagsmunamál ferðamanna, eldsneytiskaupenda, og snertir raunar eiginlega alla með einum eða öðrum hætti, líka þá allra grænustu. Raunar er það svo að ef félagið ætti einhvers staðar að taka afstöðu er það í svona málum. Það hafa auk þess komið fram ágætar hugmyndir og nánast fullmótaðar tillögur sem nánast öllum hópum má líka við. Umræðan litast reyndar stundum af því að nágranninn megi með engu móti "græða" meir en ég get en það eru auðvitað broslegt sjónarmið.
Undanfarin ár hefur verið mikil hreyfing inní félagið, sem þíðir fleiri viðhorf, breidd og afl, sem er gott. Þetta hefur síðan endurspeglast svolítið í tilkomu sk. "litlu deildar". Ef ég skil þig rétt Skúli þá er það þessi nýja breidd sem stendur hreinlega í vegi fyrir að félagið treystir sér til að beita sér, því mér heyrist þig langa eða hvað? Það er náttúrulega hörmulegt ef svo er í pottinn búið. En að mínu mati er það ekki svo,….ennþá. A.m.k. á það ekki að koma fram í þessu máli því mér sýnist ekki ætti að vera flókið að sjóða saman góðar tillögur sem (næstum) allir gætu sætt sig við. Það er það sem ég fer fram á, að félagið vinni að og berjist fyrir á sem flestum vígstöðvum. Til þess þarf það að vera trúverðugt og taka afstöðu, og á stundum svara erfiðum spurningum.
U-162
19.05.2004 at 11:53 #503147Punkturinn sem ég er að koma á framfæri er að félagið á að taka afstöðu, í því felst að koma skýrt fram með rökstudd álit til hagsbóta m.t.t. markmiða félagssins, og þá bæði í efnislegum og "andlegum" gæðum. Með andlegum á ég við ásýnd, trúverðuleika og traust samborgarana til jeppamanna. Og það á að gera meira en að "láta í sér heyra…..".
Punkturinn var að félagið á að nýta sér umræðuna og áhugann, þ.m.t. spjallið til að vinna tillögur inní umræðuna. Koma þeim að hjá þingmönnum og slást fyrir okkur. En ekki að segja okkur að "við", félagið, ættum ekki að segja neitt við þessu eða hinu. Hvar liggja annars þau mörk? Eru einhver sérstök afstöðumálaleg vegamót við Þórsmerkurafleggjarann? (Er annars sammála þér þar heyrist mér).
Punkturinn var EKKI að taka efnislega afstöðu til olíufrumvarpsins. Heldur að ef stjórn félagsins trúir því að viðkomandi mál sé til hagsbóta fyrir meirhluta félagsmanna, m.t.t. markmiða félagsins, því þá ekki að viðurkenna það bara og slást fyrir því? Það liggur svo hjá hverjum og einum félagsmanni hvort þeir fylgi stjórn að málum eða ekki og er bara allt önnur ella. Að sulla á grynningum í öllum málum er ekki í anda markmiða félagsins.
Punkturinn er að það er bara engu líkara en að stýrisendarnir séu liðónýtir, tjakkurinn sprunginn og ækið út um allan móa. Menn verða að fara að halda sér á slóðanum og stefna eitthvað.
Svo við tölum aðeins um olíufrumvarpið sérstaklega og setjum hlutina í eitthvað samhengi, Þá get ég ekki séð að það sé neitt allt annars konar mál. Það er hagsmunamál ferðamanna, eldsneytiskaupenda, og snertir raunar eiginlega alla með einum eða öðrum hætti, líka þá allra grænustu. Raunar er það svo að ef félagið ætti einhvers staðar að taka afstöðu er það í svona málum. Það hafa auk þess komið fram ágætar hugmyndir og nánast fullmótaðar tillögur sem nánast öllum hópum má líka við. Umræðan litast reyndar stundum af því að nágranninn megi með engu móti "græða" meir en ég get en það eru auðvitað broslegt sjónarmið.
Undanfarin ár hefur verið mikil hreyfing inní félagið, sem þíðir fleiri viðhorf, breidd og afl, sem er gott. Þetta hefur síðan endurspeglast svolítið í tilkomu sk. "litlu deildar". Ef ég skil þig rétt Skúli þá er það þessi nýja breidd sem stendur hreinlega í vegi fyrir að félagið treystir sér til að beita sér, því mér heyrist þig langa eða hvað? Það er náttúrulega hörmulegt ef svo er í pottinn búið. En að mínu mati er það ekki svo,….ennþá. A.m.k. á það ekki að koma fram í þessu máli því mér sýnist ekki ætti að vera flókið að sjóða saman góðar tillögur sem (næstum) allir gætu sætt sig við. Það er það sem ég fer fram á, að félagið vinni að og berjist fyrir á sem flestum vígstöðvum. Til þess þarf það að vera trúverðugt og taka afstöðu, og á stundum svara erfiðum spurningum.
U-162
19.05.2004 at 12:55 #495828Ég vil taka það fram að mál er snúast að flutningskostnaði útá land verður að taka á, það er ekki boðlegt að vöruverð á landsbyggðinni hækki vegna þessarar kerfisbreytingar. Hvort sem það er gert með litaðri olíu eða gert upp miðað við skattauppgjör (þetta eru jú rekstraraðilar) er svo matsatriði. Það er ekki endilega mál klúbbsins að berjast fyrir lægri flutningskostnaði fyrir landsbyggðina, ekki frekar en fjölmiðlafrumvarpið, en nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka á um leið.
En eins og málin snúa að almennum ökumönnum, þ.e. þeirra sem reka fólksbíla eða jeppa þá á það sama ekki við.
Eðlilegast er að sama skattheimta sé af mönnum með samskonar bíla, óháð því hver orkugjafinn er (að undanskyldum sértækum aðgerðum til að hvetja menn til að fá sér vetnis- eða rafmagnsbíla sem gætu komið til greina í skamman tíma).
Ég held að flestir séu sammála um það að það kerfi sem hefur verið mismunar mönnum eftir því hvaða orkugjafa þeir eru með, en eftir ákveðið mikla notkun eru menn í raun að keyra skattlaust.
Ef menn vilja halda þeirri mismunun þá er sjálfsagt að þeir berjist fyrir því, en ég held að það sé ekki rétt að klúbburinn sé sérstaklega að blanda sér í það.
Ég vil frekar að ef 4×4 klúbburinn beiti sér fyrir lækkun á gjöldum af öllu eldsneyti, til hagsbóta fyrir alla félaga, frekar en að vinna að því að viðhalda þessu kerfi.
Ég hef átt bensínjeppa lengi. Þegar ég heyrði um nýtt kerfi þá sá ég hag í því að setja í hann díselvél (og er líklegast búinn að finna eina góða). "Gamla" kerfið heillar mig ekki en nýja kerfið líst mér miklu betur á (ef það verður þá einhverntíma að veruleika).
Ég ítreka því það sem ég sagði áður, ég vil að klúbburinn beiti sér fyrir að gjöld á öllu eldsneyti verði lækkuð, til hagsbóta fyrir alla, en ekki berjast fyrir að viðhalda þessu kerfi (ekki frekar en að berjast gegn því).
JHG
19.05.2004 at 12:55 #503151Ég vil taka það fram að mál er snúast að flutningskostnaði útá land verður að taka á, það er ekki boðlegt að vöruverð á landsbyggðinni hækki vegna þessarar kerfisbreytingar. Hvort sem það er gert með litaðri olíu eða gert upp miðað við skattauppgjör (þetta eru jú rekstraraðilar) er svo matsatriði. Það er ekki endilega mál klúbbsins að berjast fyrir lægri flutningskostnaði fyrir landsbyggðina, ekki frekar en fjölmiðlafrumvarpið, en nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að taka á um leið.
En eins og málin snúa að almennum ökumönnum, þ.e. þeirra sem reka fólksbíla eða jeppa þá á það sama ekki við.
Eðlilegast er að sama skattheimta sé af mönnum með samskonar bíla, óháð því hver orkugjafinn er (að undanskyldum sértækum aðgerðum til að hvetja menn til að fá sér vetnis- eða rafmagnsbíla sem gætu komið til greina í skamman tíma).
Ég held að flestir séu sammála um það að það kerfi sem hefur verið mismunar mönnum eftir því hvaða orkugjafa þeir eru með, en eftir ákveðið mikla notkun eru menn í raun að keyra skattlaust.
Ef menn vilja halda þeirri mismunun þá er sjálfsagt að þeir berjist fyrir því, en ég held að það sé ekki rétt að klúbburinn sé sérstaklega að blanda sér í það.
Ég vil frekar að ef 4×4 klúbburinn beiti sér fyrir lækkun á gjöldum af öllu eldsneyti, til hagsbóta fyrir alla félaga, frekar en að vinna að því að viðhalda þessu kerfi.
Ég hef átt bensínjeppa lengi. Þegar ég heyrði um nýtt kerfi þá sá ég hag í því að setja í hann díselvél (og er líklegast búinn að finna eina góða). "Gamla" kerfið heillar mig ekki en nýja kerfið líst mér miklu betur á (ef það verður þá einhverntíma að veruleika).
Ég ítreka því það sem ég sagði áður, ég vil að klúbburinn beiti sér fyrir að gjöld á öllu eldsneyti verði lækkuð, til hagsbóta fyrir alla, en ekki berjast fyrir að viðhalda þessu kerfi (ekki frekar en að berjast gegn því).
JHG
19.05.2004 at 13:11 #495832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að fjölgun félagsmanna og meiri breidd sé ástæða þess að hagsmunir félagsmanna eru mismunandi í olíugjaldsmálinu. Ég hef allavega verið að heyra báðar skoðanir (náttúrulega rangt að segja báðar, þær geta verið fleiri en tvær) frá jafnt gömlum 38? hundum sem öðrum. Þetta mál snýst um það hvernig skattur er innheimtur af eldsneyti og breytingin kemur mismunandi við menn eftir ferðavenjum og eyðslu. Margir hilux eigendur sem nota fiskkassann bara í fjallaferðir eru himinlifandi, losna við vesenið að fara í álestur og fá að borga skattinn um leið og þeir fara í túra í stað þess að fá einhvern bakreikning. Það er alveg rétt að þetta snertir alla, en með mjög mismunandi hætti. Þetta er semsagt nánast álíka deilumál eins og hvort hásing sé betri eða klafar, enda sést það af umræðunni.
En annars skil ég Roverinn svo að megin atriði í því sem hann er að segja er að það megi heyrast meira frá klúbbnum, ekki nóg að ?sulla bara í bæjarlæknum?, og því get ég alveg verið sammála. Kannski ekki rétt að ekkert hafi verið gert af því að láta rödd okkar heyrast, en það má örugglega gera meira af því. Og eitt af því væri að sjálfsögðu eins og JHG segir, lækkun skattlagningar á eldsneyti. Þar getum við átt samleið með FÍB.
Kv – Skúli
19.05.2004 at 13:11 #503155
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég veit ekki hvort rétt sé að segja að fjölgun félagsmanna og meiri breidd sé ástæða þess að hagsmunir félagsmanna eru mismunandi í olíugjaldsmálinu. Ég hef allavega verið að heyra báðar skoðanir (náttúrulega rangt að segja báðar, þær geta verið fleiri en tvær) frá jafnt gömlum 38? hundum sem öðrum. Þetta mál snýst um það hvernig skattur er innheimtur af eldsneyti og breytingin kemur mismunandi við menn eftir ferðavenjum og eyðslu. Margir hilux eigendur sem nota fiskkassann bara í fjallaferðir eru himinlifandi, losna við vesenið að fara í álestur og fá að borga skattinn um leið og þeir fara í túra í stað þess að fá einhvern bakreikning. Það er alveg rétt að þetta snertir alla, en með mjög mismunandi hætti. Þetta er semsagt nánast álíka deilumál eins og hvort hásing sé betri eða klafar, enda sést það af umræðunni.
En annars skil ég Roverinn svo að megin atriði í því sem hann er að segja er að það megi heyrast meira frá klúbbnum, ekki nóg að ?sulla bara í bæjarlæknum?, og því get ég alveg verið sammála. Kannski ekki rétt að ekkert hafi verið gert af því að láta rödd okkar heyrast, en það má örugglega gera meira af því. Og eitt af því væri að sjálfsögðu eins og JHG segir, lækkun skattlagningar á eldsneyti. Þar getum við átt samleið með FÍB.
Kv – Skúli
19.05.2004 at 13:28 #495837Jafnvel þó fyrirhuguð breyting komi líklega til með að hækka minn árlega kostnað þá get ég ekki annað en verið fylgjandi henni. Þó ekki væri nema vegna þess hvað núverandi kerfi er fáránlegt. Borga fasta upphæð í skatt og keyra síðan eins og manni sýnist getur ekki verið eðlilegt og réttlátt gagnvart samfélaginu. Þannig kerfi beinlínis hvetur til sóunar á orkugjafa sem er takmarkaður, jafnvel þó líklega sé til nóg af olíu í jörðu til nokkur hundruð ára. Hinsvegar er rétt að reyna að hafa áhrif á það að ríkið gæti hófs í sinni skattlagningu.
19.05.2004 at 13:28 #503159Jafnvel þó fyrirhuguð breyting komi líklega til með að hækka minn árlega kostnað þá get ég ekki annað en verið fylgjandi henni. Þó ekki væri nema vegna þess hvað núverandi kerfi er fáránlegt. Borga fasta upphæð í skatt og keyra síðan eins og manni sýnist getur ekki verið eðlilegt og réttlátt gagnvart samfélaginu. Þannig kerfi beinlínis hvetur til sóunar á orkugjafa sem er takmarkaður, jafnvel þó líklega sé til nóg af olíu í jörðu til nokkur hundruð ára. Hinsvegar er rétt að reyna að hafa áhrif á það að ríkið gæti hófs í sinni skattlagningu.
19.05.2004 at 13:41 #495840Ég ætla að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, ef hann er til staðar, að ég var ekki að tala um aukinn flutningskostnað út á land. Það er þessu máli óviðkomandi og það hefur enginn beðið mig að búa úti á landi, það er mín mistök og ég geri mér ljóst að ég greiði fyrir þau mistök sjálfur og á ekki að vísa þeim kostnaði á aðra. En ég var að reyna að benda ykkur á það, ágætu félagar, að litunarkerfið þýðir mjög mikið hærri dreifingarkostnað. Það þarf enginn að segja mér að einhver annar en við komi til með að greiða þann kostnað. Burtséð frá því hvar við búum, því það þarf sérstakt dreifingarkerfi fyrir lituðu olíuna til hliðar við hina. Við verðum að muna, að landið okkar er fremur stórt og íbúarnir fáránlega fáir. Því verða allir svona kostnaðarþættir að jafnast út á miklu færri einingar en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Það er líka alveg ljóst, að tekjudeild fjármálaráðuneytisins væri ekki að búa til svona frumvarp ef þeir sæu ekki fram á hærri skatttekjur af því. Alveg kristalklárt og það hefur ekkert með neina réttlætiskennd að gera, hún hefur fyrir löngu verið gerð útlæg af þeim bæ, hafi hún einhverntíma verið búsett þar.
19.05.2004 at 13:41 #503162Ég ætla að taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, ef hann er til staðar, að ég var ekki að tala um aukinn flutningskostnað út á land. Það er þessu máli óviðkomandi og það hefur enginn beðið mig að búa úti á landi, það er mín mistök og ég geri mér ljóst að ég greiði fyrir þau mistök sjálfur og á ekki að vísa þeim kostnaði á aðra. En ég var að reyna að benda ykkur á það, ágætu félagar, að litunarkerfið þýðir mjög mikið hærri dreifingarkostnað. Það þarf enginn að segja mér að einhver annar en við komi til með að greiða þann kostnað. Burtséð frá því hvar við búum, því það þarf sérstakt dreifingarkerfi fyrir lituðu olíuna til hliðar við hina. Við verðum að muna, að landið okkar er fremur stórt og íbúarnir fáránlega fáir. Því verða allir svona kostnaðarþættir að jafnast út á miklu færri einingar en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Það er líka alveg ljóst, að tekjudeild fjármálaráðuneytisins væri ekki að búa til svona frumvarp ef þeir sæu ekki fram á hærri skatttekjur af því. Alveg kristalklárt og það hefur ekkert með neina réttlætiskennd að gera, hún hefur fyrir löngu verið gerð útlæg af þeim bæ, hafi hún einhverntíma verið búsett þar.
20.05.2004 at 02:23 #503166Skúli giskar á það hér að ofan að það séu ekki margir sem keyra yfir 20.000 km á ári.
Í frægri skýrslu Orion (þeirri fyrri) var einmitt spurt um þetta í könnun sem send var jeppaeigendum og ég verð að segja að niðurstaðan þar kom mér nokkuð á óvart – ég hefði giskað á það sama og Skúli, þ.e. að það séu ekki svo stórt hlutfall manna sem keyra yfir 20þús á ári.
Skv. þessari skýrslu er hlutfallið þannig að um 58% þeirra sem eru með breytta jeppa keyra meira en 20þús. km. á ári !!
Hlutfall óbreyttra jeppa sem keyra meira en 20þús. km. er aðeins lægra, en það munar ekki miklu (ca. 53%).Ég hefði haldið að þeir sem keyra nálægt 20þús á ári "tapi" minnst á þessum breytingum, þ.e. þetta breytir minnstu fyrir þá peningalega séð. Þeir sem keyra töluvert minna eða töluvert meira, munu "tapa" meira miðað við núverandi kerfi.
Ef við skoðum könnunina aftur þá eru um 60% jeppaeiganda að keyra á bilinu 15-25 þús km á ári.
Þetta ætti að benda til þess að þetta skipti þessi 60% ekki öllu máli hvort nýja eða gamla kerfið er notað. Ef við skerum aðeins ofan og neðan af þessu bili, þá mætti gróft séð segja að breytingin yrði ekki mikil fyrir ca. 50% jeppaeigenda.
Miðað við að 4×4-félagar séu "dæmigerðir" jeppamenn, þá ætti að vera 50/50 með og á móti !?
En svo dæma náttúrulega ekki allir algjörlega út frá pengingum – náttúrverndarsjónarmið og fleira hlýtur að skipta hér máli líka.
Þetta eru bara svona mín 2 cent í umræðuna – þetta er náttúrulega bara statistík og það er hægt að reikna sig fram og tilbaka með hana – en mér finnst þetta gefa einhverja vísbendingu.
Persónulega grunar mig að það sé hér þögull meirihluti í félaginu sem er nokk sama hvor leiðin er valin.
Þeir sem "hafa hæst" (á ekki að vera í neikvæðri merkingu!) eru hugsanlega þeir sem keyra mest, eða þá þeir sem hafa sterkar skoðanir vegna náttúru- eða prinsip-sjónarmiða.
Hugsanlega dálítil einföldun – en …. ?Arnór
20.05.2004 at 02:23 #495844Skúli giskar á það hér að ofan að það séu ekki margir sem keyra yfir 20.000 km á ári.
Í frægri skýrslu Orion (þeirri fyrri) var einmitt spurt um þetta í könnun sem send var jeppaeigendum og ég verð að segja að niðurstaðan þar kom mér nokkuð á óvart – ég hefði giskað á það sama og Skúli, þ.e. að það séu ekki svo stórt hlutfall manna sem keyra yfir 20þús á ári.
Skv. þessari skýrslu er hlutfallið þannig að um 58% þeirra sem eru með breytta jeppa keyra meira en 20þús. km. á ári !!
Hlutfall óbreyttra jeppa sem keyra meira en 20þús. km. er aðeins lægra, en það munar ekki miklu (ca. 53%).Ég hefði haldið að þeir sem keyra nálægt 20þús á ári "tapi" minnst á þessum breytingum, þ.e. þetta breytir minnstu fyrir þá peningalega séð. Þeir sem keyra töluvert minna eða töluvert meira, munu "tapa" meira miðað við núverandi kerfi.
Ef við skoðum könnunina aftur þá eru um 60% jeppaeiganda að keyra á bilinu 15-25 þús km á ári.
Þetta ætti að benda til þess að þetta skipti þessi 60% ekki öllu máli hvort nýja eða gamla kerfið er notað. Ef við skerum aðeins ofan og neðan af þessu bili, þá mætti gróft séð segja að breytingin yrði ekki mikil fyrir ca. 50% jeppaeigenda.
Miðað við að 4×4-félagar séu "dæmigerðir" jeppamenn, þá ætti að vera 50/50 með og á móti !?
En svo dæma náttúrulega ekki allir algjörlega út frá pengingum – náttúrverndarsjónarmið og fleira hlýtur að skipta hér máli líka.
Þetta eru bara svona mín 2 cent í umræðuna – þetta er náttúrulega bara statistík og það er hægt að reikna sig fram og tilbaka með hana – en mér finnst þetta gefa einhverja vísbendingu.
Persónulega grunar mig að það sé hér þögull meirihluti í félaginu sem er nokk sama hvor leiðin er valin.
Þeir sem "hafa hæst" (á ekki að vera í neikvæðri merkingu!) eru hugsanlega þeir sem keyra mest, eða þá þeir sem hafa sterkar skoðanir vegna náttúru- eða prinsip-sjónarmiða.
Hugsanlega dálítil einföldun – en …. ?Arnór
20.05.2004 at 15:49 #503171Ekki ætla ég að rengja reikningslega nálgun arnors hér á undan, enda er þetta mjög sannfærandi útreikningar hjá honum. En svo ég orði nú alveg skýrt mína meiningu, þá óttast ég að þessi breyting þýði verulega hækkun eldsneytisverðs vegna hærri dreifingarkostnaðar olíufélaganna. Litunarkerfið verður áreiðanlegt dýrt hér á landi, því allur svona kostnaður jafnast út á mun færri einingar hér en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Þannig að við verðum að taka þetta inn í alla útreikninga, þ.e. að forsendur breytast það mikið, að grunnverðið hækkar, burtséð frá því með hvaða hætti ríkið skattleggur eldsneytið. Þar við bætist hinsvegar, að ég óttast að áfergja fjármálaráðuneytisins í að breyta um innheimtuform tengist því að þeir hafi séð fram á aukna skattheimtu. Alltaf vantar þá meiri tekjur og það eru meiri líkur á að Alþingi fallist á slíkar skattahækkanir en aðrar. Það passar nefnilega svo ágætlega fyrir populistana að vera á móti umferðinni og þar með meira og minna ímyndaðri mengun.
kv. Þorkell G.
20.05.2004 at 15:49 #495847Ekki ætla ég að rengja reikningslega nálgun arnors hér á undan, enda er þetta mjög sannfærandi útreikningar hjá honum. En svo ég orði nú alveg skýrt mína meiningu, þá óttast ég að þessi breyting þýði verulega hækkun eldsneytisverðs vegna hærri dreifingarkostnaðar olíufélaganna. Litunarkerfið verður áreiðanlegt dýrt hér á landi, því allur svona kostnaður jafnast út á mun færri einingar hér en í fjölmennari og þéttbýlli löndum. Þannig að við verðum að taka þetta inn í alla útreikninga, þ.e. að forsendur breytast það mikið, að grunnverðið hækkar, burtséð frá því með hvaða hætti ríkið skattleggur eldsneytið. Þar við bætist hinsvegar, að ég óttast að áfergja fjármálaráðuneytisins í að breyta um innheimtuform tengist því að þeir hafi séð fram á aukna skattheimtu. Alltaf vantar þá meiri tekjur og það eru meiri líkur á að Alþingi fallist á slíkar skattahækkanir en aðrar. Það passar nefnilega svo ágætlega fyrir populistana að vera á móti umferðinni og þar með meira og minna ímyndaðri mengun.
kv. Þorkell G.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.