Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel gjald. Osvífin hækkun.
This topic contains 178 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 12:59 #194134
Hafa menn ekki einhverja skoðun á Dísel gjaldinu
sem á að troða upp á Bíleigendur.
Samkvæmt mínum útreikningum er þetta ekkert annað en
ein skattahækunin enn, og ég hefði haldið að
flestum þætti nóg komið í þeim efnum.
Mér reiknast til að bara hækkunin á sæmilegan jeppa
sé um 500,krónur á 100km miðað við 6,91kr á kílóm
eins og er núna,
Þetta bull með að þetta eigi að bæta hag smábíla eigenda
er varla boðlegt fulhugsandi fólki,
Það gefur nokkuð auga leið, að það þarf ekki að láta
Lægsta gjaldflokk á kílómetragjaldi Miðast við
5 TONNA VÖRUBÍL EINS OG NÚ ER.
lÁTUM ÞETTA EKKI IFIR OKKUR GANGA ORÐALAUST.
Þórir G -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
18.05.2004 at 11:30 #503101
Það tvennt sem ég sá helst í tilkynningu FÍB var annars vegar það sanngirnissjónarmið að við borgum jafnt fyrir notkun á vegunum hvort sem við brennum grút eða bensíni og hins vegar að blanda þessu máli ekki saman við heildarskattheimtu ríkisins af bíleigendum.
Það er svo annað mál hvort hægt sé að slá af þessari skattheimtu þegar menn eru ekki að slíta vegum t.d. í veggöngum sem þeir borga hvort eð er sérstaklega til að fá að nota eða á vegleysum og jökulum. Þess má t.d. geta að vegagerðin vildi fá að nota GPS til að rukka aukalega fyrir akstur flutningabíla. Þetta er verðugt athugunarefni fyrir f4x4 þar sem það gæti nýst okkur öllum.
Evrópa er nú full af litlum díselfólksbílum sem eru þýðir, hljótlátir, sparneytnir og kraftmiklir. Það eina sem hefur staðið í veginum fyrir innflutningi þessara bíla hér er þessi sérstaka skattlagning á díselbíla hérna.
kv.
Þorsteinn Þ.
18.05.2004 at 11:30 #495777Það tvennt sem ég sá helst í tilkynningu FÍB var annars vegar það sanngirnissjónarmið að við borgum jafnt fyrir notkun á vegunum hvort sem við brennum grút eða bensíni og hins vegar að blanda þessu máli ekki saman við heildarskattheimtu ríkisins af bíleigendum.
Það er svo annað mál hvort hægt sé að slá af þessari skattheimtu þegar menn eru ekki að slíta vegum t.d. í veggöngum sem þeir borga hvort eð er sérstaklega til að fá að nota eða á vegleysum og jökulum. Þess má t.d. geta að vegagerðin vildi fá að nota GPS til að rukka aukalega fyrir akstur flutningabíla. Þetta er verðugt athugunarefni fyrir f4x4 þar sem það gæti nýst okkur öllum.
Evrópa er nú full af litlum díselfólksbílum sem eru þýðir, hljótlátir, sparneytnir og kraftmiklir. Það eina sem hefur staðið í veginum fyrir innflutningi þessara bíla hér er þessi sérstaka skattlagning á díselbíla hérna.
kv.
Þorsteinn Þ.
18.05.2004 at 11:47 #503105
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lausleg yfirferð yfir þennan þráð sýnir að um þriðjungur þeirra sem hér tjá sig eru fylgjandi breytingu en tveir þriðjuhlutar á móti. Hérna koma líka fram mörg ágæt rök bæði með og á móti, enda er það alltaf með svona mál að það eru kostir og gallar og sumir græða og aðrir tapa. Persónulega finnst mér þetta slæmt mál, en þá er ég bara að horfa á mínar eigin ferðavenjur. Ég hef efasemdir um að klúbburinn geti tekið beinlínis afstöðu á móti, meðal annars m.t.t. þessa þriðjungs sem hér lýsir sig fylgjandi og að baki þeirra er kannski þriðjungur félagsmanna sem lítur á þetta sem framfaraspor og sanngirnismál. En það er ekki þar með sagt að klúbburinn geti ekki bent á neikvæðar hliðarafleiðingar, s.s. það að þetta eykur skattheimtu á þá sem ferðast mikið á fjöllum þar sem jeppar eyða meira pr. km. í snjó og þungu færi en eru á sama tíma ekki að nota gatnakerfið. Má allavega velta fyrir sér hvort rétt sé að klúbburinn láti eitthvað slíkt frá sér. Það er eitt að draga fram ákveðnar röksemdir og hliðarafleiðingar og annað að berjast gegn málinu í heild. Annars hef ég talað um að fastagjaldið í núverandi kerfi sé ferðahvetjandi og talið það til kosta þess, en margir benda á það sem beinlínis ókost, þetta vinni gegn umhverfismarkmiðum og ýti undir sóun. Svona geta nú verið mismunandi hliðar á sama penging og hætta á röksemdir snúist upp í andhverfu sína!
Kv – Skúli
18.05.2004 at 11:47 #495781
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Lausleg yfirferð yfir þennan þráð sýnir að um þriðjungur þeirra sem hér tjá sig eru fylgjandi breytingu en tveir þriðjuhlutar á móti. Hérna koma líka fram mörg ágæt rök bæði með og á móti, enda er það alltaf með svona mál að það eru kostir og gallar og sumir græða og aðrir tapa. Persónulega finnst mér þetta slæmt mál, en þá er ég bara að horfa á mínar eigin ferðavenjur. Ég hef efasemdir um að klúbburinn geti tekið beinlínis afstöðu á móti, meðal annars m.t.t. þessa þriðjungs sem hér lýsir sig fylgjandi og að baki þeirra er kannski þriðjungur félagsmanna sem lítur á þetta sem framfaraspor og sanngirnismál. En það er ekki þar með sagt að klúbburinn geti ekki bent á neikvæðar hliðarafleiðingar, s.s. það að þetta eykur skattheimtu á þá sem ferðast mikið á fjöllum þar sem jeppar eyða meira pr. km. í snjó og þungu færi en eru á sama tíma ekki að nota gatnakerfið. Má allavega velta fyrir sér hvort rétt sé að klúbburinn láti eitthvað slíkt frá sér. Það er eitt að draga fram ákveðnar röksemdir og hliðarafleiðingar og annað að berjast gegn málinu í heild. Annars hef ég talað um að fastagjaldið í núverandi kerfi sé ferðahvetjandi og talið það til kosta þess, en margir benda á það sem beinlínis ókost, þetta vinni gegn umhverfismarkmiðum og ýti undir sóun. Svona geta nú verið mismunandi hliðar á sama penging og hætta á röksemdir snúist upp í andhverfu sína!
Kv – Skúli
18.05.2004 at 12:43 #503109Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa.
18.05.2004 at 12:43 #495785Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa.
18.05.2004 at 12:57 #503113
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er líka eitt sem menn verða að taka með inn í reikningin þegar þeir kaupa nýjan lítin dísel bíl.
Hann 2-300 þús krónum dýrari en samskonar bensín bíll og hversvegna ætti maður þá að kaupa dísel bíl eins og þeir hjá FIB halda fram að fólk komi til með að flykkjast til að kaupa sér litla díselbíla.
Jú rökin sem þeir færa í málinu eru þau að hann eyði minna af eldsneyti en þá erum við kannski að tala um 1 lítra á hundraðið.TR.
18.05.2004 at 12:57 #495789
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það er líka eitt sem menn verða að taka með inn í reikningin þegar þeir kaupa nýjan lítin dísel bíl.
Hann 2-300 þús krónum dýrari en samskonar bensín bíll og hversvegna ætti maður þá að kaupa dísel bíl eins og þeir hjá FIB halda fram að fólk komi til með að flykkjast til að kaupa sér litla díselbíla.
Jú rökin sem þeir færa í málinu eru þau að hann eyði minna af eldsneyti en þá erum við kannski að tala um 1 lítra á hundraðið.TR.
18.05.2004 at 13:26 #503116Eða bensínjeppa og fá þal. ekki þennan afslátt sem þeir á fastagjaldinu fá ef þeir aka umfram ákv. kílómetrafjölda?
-haffi (er á dísiljeppa)
18.05.2004 at 13:26 #495793Eða bensínjeppa og fá þal. ekki þennan afslátt sem þeir á fastagjaldinu fá ef þeir aka umfram ákv. kílómetrafjölda?
-haffi (er á dísiljeppa)
18.05.2004 at 13:28 #503120"Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa."
Þetta er virkilega málefnalegt, en ef málflutningurinn á að vera á þessum nótum þá er ekki líklegt að hann beri árangur. Ég held að minn jeppi sé alls ekki slyddujeppi!
JHG
18.05.2004 at 13:28 #495797"Það er líka athyglisvert að skoða það að þeir sem er fylgjandi olíugjaldinu eiga annaðhvort engan jeppa eða kannski í mesta lagi slyddujeppa."
Þetta er virkilega málefnalegt, en ef málflutningurinn á að vera á þessum nótum þá er ekki líklegt að hann beri árangur. Ég held að minn jeppi sé alls ekki slyddujeppi!
JHG
18.05.2004 at 14:31 #503123Nei,nei JHG þú átt ábyggilega fínan Jeppa.
kveðja,
Glanni.
18.05.2004 at 14:31 #495801Nei,nei JHG þú átt ábyggilega fínan Jeppa.
kveðja,
Glanni.
18.05.2004 at 20:56 #503127Ef tilgangurinn með skattkerfisbreytingunni er einhver annar en dulin skattahækkun þá eiga stjórnvöld tvo augljósa kosti sem mér finnst að megi viðra:
1. Halda óbreyttu fyrirkomulagi, en fjölga skattþrepum fyrir léttu díselbílana svo að þeir fái sanngjarnan skatt í stað þess að borga sama gjald og fimm tonna tröll.
Einfalt, engin kerfisbreyting og kostar ekki neitt.eða
2. Setja upp kerfi með litaða og ólitaða olíu eins og lagt er upp með, en gefa bíleigendum þann valkost að auki að greiða díselskatt með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. mæli eða fast 6 mánaða gjald. Þeir bílar myndu að jafnaði keyra á litaðri olíu og það væri gert löglegt því þeir greiða skattinn eftir öðrum leiðum en hinir sem keyra á ólitaðri. Hugsanlega þyrfti að banna mönnum að hoppa milli kerfa til að auðvelda eftirlit.
Ég var reyndar að vona að díselgjaldamálið myndi gleymast í öllu fjölmiðlalagaruglinu á Alþingi, en það virðist ekki ætla að rætast.
Kveðjur
Ágúst (Wolf)
18.05.2004 at 20:56 #495805Ef tilgangurinn með skattkerfisbreytingunni er einhver annar en dulin skattahækkun þá eiga stjórnvöld tvo augljósa kosti sem mér finnst að megi viðra:
1. Halda óbreyttu fyrirkomulagi, en fjölga skattþrepum fyrir léttu díselbílana svo að þeir fái sanngjarnan skatt í stað þess að borga sama gjald og fimm tonna tröll.
Einfalt, engin kerfisbreyting og kostar ekki neitt.eða
2. Setja upp kerfi með litaða og ólitaða olíu eins og lagt er upp með, en gefa bíleigendum þann valkost að auki að greiða díselskatt með óbreyttu fyrirkomulagi, þ.e. mæli eða fast 6 mánaða gjald. Þeir bílar myndu að jafnaði keyra á litaðri olíu og það væri gert löglegt því þeir greiða skattinn eftir öðrum leiðum en hinir sem keyra á ólitaðri. Hugsanlega þyrfti að banna mönnum að hoppa milli kerfa til að auðvelda eftirlit.
Ég var reyndar að vona að díselgjaldamálið myndi gleymast í öllu fjölmiðlalagaruglinu á Alþingi, en það virðist ekki ætla að rætast.
Kveðjur
Ágúst (Wolf)
18.05.2004 at 23:52 #495809
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég er núna að koma úr vinnunni þar sem ég ók, á 35" dieseljeppa, frá Egilsstöðum til Þórshafnar og aftur til baka. Vegna þess að ég er á jeppa komst ég Hellisheiði eystri en myndi líta á hana ófæra fyrir fólksbíla, torfæra allavega. Til að losna við hana hefði ég þurft að leggja á mig um 40 km viðbótar akstur.
Þegar ég var svo kominn á Brekknaheiði (held ég að heiti) þá eru miklar vegaframkvæmdir á veginum sem ég reyndar vissi af, því þær hafa staðið yfir í mjög langann tíma. Hluti þessa kafla var einfaldlega kolófær fólksbílum og leiðin þarna framhjá er Mývatn-Húsavík-Raufarhöfn-Þórshöfn.
Nú þekkja kunnugir þessa vegalengd trúlega betur en ég en þarna er ég að tala um tugi og jafnvel hundruði kílómetra.
Úr þessari skattlagningu les ég að menn séu hvattir til að nota diesel smábíla. Það er á hreinu. Ef ég hefði verið á t.d. Renult Kangoo sem er mjög vinsæll vinnubíll þá hefði ég þurft að bæta á mig um 2-400 km aukarúnt á dieselolíu sem kostar 90kr p/líter.
Hvort er þetta hollara fyrir náttúruna, vegina, skattsjóra eða olíufélögin??? …allavegena ekki mig.
KV Isan
18.05.2004 at 23:52 #503130
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir!
Ég er núna að koma úr vinnunni þar sem ég ók, á 35" dieseljeppa, frá Egilsstöðum til Þórshafnar og aftur til baka. Vegna þess að ég er á jeppa komst ég Hellisheiði eystri en myndi líta á hana ófæra fyrir fólksbíla, torfæra allavega. Til að losna við hana hefði ég þurft að leggja á mig um 40 km viðbótar akstur.
Þegar ég var svo kominn á Brekknaheiði (held ég að heiti) þá eru miklar vegaframkvæmdir á veginum sem ég reyndar vissi af, því þær hafa staðið yfir í mjög langann tíma. Hluti þessa kafla var einfaldlega kolófær fólksbílum og leiðin þarna framhjá er Mývatn-Húsavík-Raufarhöfn-Þórshöfn.
Nú þekkja kunnugir þessa vegalengd trúlega betur en ég en þarna er ég að tala um tugi og jafnvel hundruði kílómetra.
Úr þessari skattlagningu les ég að menn séu hvattir til að nota diesel smábíla. Það er á hreinu. Ef ég hefði verið á t.d. Renult Kangoo sem er mjög vinsæll vinnubíll þá hefði ég þurft að bæta á mig um 2-400 km aukarúnt á dieselolíu sem kostar 90kr p/líter.
Hvort er þetta hollara fyrir náttúruna, vegina, skattsjóra eða olíufélögin??? …allavegena ekki mig.
KV Isan
19.05.2004 at 06:42 #495812Það fer nú að ég held ekki milli mála að fjármálaráðuneytið hefur séð sér þarna leik á borði til að ná sér í auknar skatttekjur af umferðinni. Hitt er svo til viðbótar þessu öllu, að það kostar heilmikið að koma upp tvöföldu dreifingarkerfi fyrir brennsluolíur, þ.e. ólitaðri olíu fyrir bifreiðir og litaðri fyrir aðra notkun, svo sem útgerðina, vinnuvélar, landbúnaðarvélar og í einhverjum tilvikum húsahitun og rafmagnsframleiðslu, þótt það sé orðið sjaldgæft. Hverjir haldið þið að borgið uppsetningu á nýju dreifikerfi nema neytendur? Síðan þarf að setja á stofn eftirlitsstofnun, sem hefur eftirlit með því að um misnotkun sé ekki að ræða, taka prufur úr eldsneytisgeymum bifreiða og leita að litarefni o.s.frv.? Hver haldið þið að borgi það? Nú, og svo má bæta einu við, gera menn ráð fyrir að þessi aukni kostnaður við dreifingu og birgðahald komi ekki að auki niður á þjónustunni?
19.05.2004 at 06:42 #503134Það fer nú að ég held ekki milli mála að fjármálaráðuneytið hefur séð sér þarna leik á borði til að ná sér í auknar skatttekjur af umferðinni. Hitt er svo til viðbótar þessu öllu, að það kostar heilmikið að koma upp tvöföldu dreifingarkerfi fyrir brennsluolíur, þ.e. ólitaðri olíu fyrir bifreiðir og litaðri fyrir aðra notkun, svo sem útgerðina, vinnuvélar, landbúnaðarvélar og í einhverjum tilvikum húsahitun og rafmagnsframleiðslu, þótt það sé orðið sjaldgæft. Hverjir haldið þið að borgið uppsetningu á nýju dreifikerfi nema neytendur? Síðan þarf að setja á stofn eftirlitsstofnun, sem hefur eftirlit með því að um misnotkun sé ekki að ræða, taka prufur úr eldsneytisgeymum bifreiða og leita að litarefni o.s.frv.? Hver haldið þið að borgi það? Nú, og svo má bæta einu við, gera menn ráð fyrir að þessi aukni kostnaður við dreifingu og birgðahald komi ekki að auki niður á þjónustunni?
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.