Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel gjald. Osvífin hækkun.
This topic contains 178 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 12:59 #194134
Hafa menn ekki einhverja skoðun á Dísel gjaldinu
sem á að troða upp á Bíleigendur.
Samkvæmt mínum útreikningum er þetta ekkert annað en
ein skattahækunin enn, og ég hefði haldið að
flestum þætti nóg komið í þeim efnum.
Mér reiknast til að bara hækkunin á sæmilegan jeppa
sé um 500,krónur á 100km miðað við 6,91kr á kílóm
eins og er núna,
Þetta bull með að þetta eigi að bæta hag smábíla eigenda
er varla boðlegt fulhugsandi fólki,
Það gefur nokkuð auga leið, að það þarf ekki að láta
Lægsta gjaldflokk á kílómetragjaldi Miðast við
5 TONNA VÖRUBÍL EINS OG NÚ ER.
lÁTUM ÞETTA EKKI IFIR OKKUR GANGA ORÐALAUST.
Þórir G -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.04.2004 at 19:25 #503025
Það er ansi gaman að lesa þennan þráð yfir og sjá hin margvíslegu rök sem jeppamenn hafa gegn þessari breytingu á olíugjaldinu.
Fyrir nokkru lagðist ég í sjálfskipaða krossferð varðandi skálagjöld í skála 4×4. Þar var ég að benda á þann valkost að hætta að innheimta félagsgjöld, og hafa skála félagsins opna. Þessu var almennt séð hafnað á grundvelli þess að s.k.v öllu réttlæti væri eðlilegt að þeir greiddu sem nota. Að sjálfsögðu á þetta að vera megin reglan hér sem víðar.
Jamm, þeir greiða sem nota, en þegar á að taka af mönnum þau hlunnindi sem felast í miklum akstri á fastagjaldi þá fer allt í hund og kött, og þessi frábæra regla gleymist?
07.04.2004 at 19:25 #495697Það er ansi gaman að lesa þennan þráð yfir og sjá hin margvíslegu rök sem jeppamenn hafa gegn þessari breytingu á olíugjaldinu.
Fyrir nokkru lagðist ég í sjálfskipaða krossferð varðandi skálagjöld í skála 4×4. Þar var ég að benda á þann valkost að hætta að innheimta félagsgjöld, og hafa skála félagsins opna. Þessu var almennt séð hafnað á grundvelli þess að s.k.v öllu réttlæti væri eðlilegt að þeir greiddu sem nota. Að sjálfsögðu á þetta að vera megin reglan hér sem víðar.
Jamm, þeir greiða sem nota, en þegar á að taka af mönnum þau hlunnindi sem felast í miklum akstri á fastagjaldi þá fer allt í hund og kött, og þessi frábæra regla gleymist?
07.04.2004 at 19:50 #503029Hef það eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að olígjaldið verði samþykkt nú í maí nema verkin verði látin "tala".
Hvað sem hver segir um sanngirni olíugjalds vegna hálendis aksturs þá mun það örugglega leiða til ófyrirséðra og enn frekari búseturöskunar. Fyrir því get ég fært allmörg rök sem óþarfi er að telja á þessum vettvangi.
Gleðilega Páska
Arnar.
07.04.2004 at 19:50 #495701Hef það eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að olígjaldið verði samþykkt nú í maí nema verkin verði látin "tala".
Hvað sem hver segir um sanngirni olíugjalds vegna hálendis aksturs þá mun það örugglega leiða til ófyrirséðra og enn frekari búseturöskunar. Fyrir því get ég fært allmörg rök sem óþarfi er að telja á þessum vettvangi.
Gleðilega Páska
Arnar.
07.04.2004 at 20:54 #503033Orð í belg.
Þar sem menn eru farnir að gægjast út úr skápnum og viðra skoðanir sínar á breyttu skattakerfi díselbíla þá vil ég líka taka þátt í leiknum.
Ég er mótfallinn fyrirhugaðri breytingu og hef til þess eftirfarandi ástæður:
Fyrsta:
Svo langt sem ég man hafa allar breytingar á skattlagningu verið framkvæmdar þannig að hlutur Skattmanns stækkaði og pyngja almennings að sama skapi orðið léttari. Ég hef upplifað mestu skattahækkun Íslandssögunnar, sem var þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Almenningi var talin trú um að það væri öllum til hagsbóta, skattlaust ár o.s.frv. Enginn græddi samt meira á breytingunni en Skattmann. Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði öðruvísi þetta skiptið, álagningin hækkuð og allir látnir trúa því gagnstæða. Hafið þið annars lesið bókina 1984 eftir George Orwell ?Önnur:
Af þjóðhagslegum ástæðum og út frá umhverfissjónamiðum er æskilegt að fleiri einkabílar verði díseldrifnir, líkt og í grannlöndum okkar. Því verður ekki mótmælt, en slíka breytingu hefði verið hægt að gera fyrir löngu síðan með því að bæta léttari þyngdarflokkum í gömlu gjaldskrárnar í stað þess að skattleggja alla smábíla með stórtrukkataxta. Skattmann gaf út nýjar gjaldskrár á nokkurra mánaða fresti og afréð hvert einasta sinn að halda vitleysunni áfram. Vill einhver giska á ástæðuna ? Ég er viss um að það er vegna þess að Skattmann sá fram á að um leið og almenningur fengi kost á að nota hagkvæma díselbíla myndi bensínbílum fækka og þar með minni peningur í kassa ríkissjóðs. Hefur nokkur sennilegri skýringar ?Þriðja:
Ég ek í dag á gömlum grútarbrennara, sem er laus við flestar orkusparandi nýjungar s.s. tölvustýringar og common rail kerfi. Auk þess er hann sjálfskiptur og eyðir einhverju aukreitis fyrir bragðið, sennilega góðum 17 lítrum að jafnaði. Ef skattur á díselolíuna verður svo hár sem horfir þá hækkar rekstrarkostnaður minn af bílnum umtalsvert og gæti jafnvel orðið hagkvæmt að skipta honum út með nýlegum bensínbíl. Endurnýjunin kostar að sjálfsögðu sitt og ekki verð ég mjög vistvænn ef ég hendi díselnum og kaupi bensínbíl í staðinn.Vafalaust get ég fundið enn fleiri ástæður til að vera mótfallinn breytingunni, en ég held að þetta dugi í bili og endurtek bara gömlu tugguna; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.
Mótmælakveðjur
Ágúst Úlfar Sigurðsson
07.04.2004 at 20:54 #495705Orð í belg.
Þar sem menn eru farnir að gægjast út úr skápnum og viðra skoðanir sínar á breyttu skattakerfi díselbíla þá vil ég líka taka þátt í leiknum.
Ég er mótfallinn fyrirhugaðri breytingu og hef til þess eftirfarandi ástæður:
Fyrsta:
Svo langt sem ég man hafa allar breytingar á skattlagningu verið framkvæmdar þannig að hlutur Skattmanns stækkaði og pyngja almennings að sama skapi orðið léttari. Ég hef upplifað mestu skattahækkun Íslandssögunnar, sem var þegar staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp. Almenningi var talin trú um að það væri öllum til hagsbóta, skattlaust ár o.s.frv. Enginn græddi samt meira á breytingunni en Skattmann. Ég get ekki ímyndað mér að þetta verði öðruvísi þetta skiptið, álagningin hækkuð og allir látnir trúa því gagnstæða. Hafið þið annars lesið bókina 1984 eftir George Orwell ?Önnur:
Af þjóðhagslegum ástæðum og út frá umhverfissjónamiðum er æskilegt að fleiri einkabílar verði díseldrifnir, líkt og í grannlöndum okkar. Því verður ekki mótmælt, en slíka breytingu hefði verið hægt að gera fyrir löngu síðan með því að bæta léttari þyngdarflokkum í gömlu gjaldskrárnar í stað þess að skattleggja alla smábíla með stórtrukkataxta. Skattmann gaf út nýjar gjaldskrár á nokkurra mánaða fresti og afréð hvert einasta sinn að halda vitleysunni áfram. Vill einhver giska á ástæðuna ? Ég er viss um að það er vegna þess að Skattmann sá fram á að um leið og almenningur fengi kost á að nota hagkvæma díselbíla myndi bensínbílum fækka og þar með minni peningur í kassa ríkissjóðs. Hefur nokkur sennilegri skýringar ?Þriðja:
Ég ek í dag á gömlum grútarbrennara, sem er laus við flestar orkusparandi nýjungar s.s. tölvustýringar og common rail kerfi. Auk þess er hann sjálfskiptur og eyðir einhverju aukreitis fyrir bragðið, sennilega góðum 17 lítrum að jafnaði. Ef skattur á díselolíuna verður svo hár sem horfir þá hækkar rekstrarkostnaður minn af bílnum umtalsvert og gæti jafnvel orðið hagkvæmt að skipta honum út með nýlegum bensínbíl. Endurnýjunin kostar að sjálfsögðu sitt og ekki verð ég mjög vistvænn ef ég hendi díselnum og kaupi bensínbíl í staðinn.Vafalaust get ég fundið enn fleiri ástæður til að vera mótfallinn breytingunni, en ég held að þetta dugi í bili og endurtek bara gömlu tugguna; VÉR MÓTMÆLUM ALLIR.
Mótmælakveðjur
Ágúst Úlfar Sigurðsson
15.04.2004 at 09:33 #503036Það er eitt sem ekki hefur verið rætt ennþá ,
Þeir sem eru ekki sáttir við þessa skatta hækkun
ættu að senda póst til allra ´þingmanna landsins,
Það sem betra væri Hringja í þá líka Mennirnir
Hljóta að vera verulega úr sambandi við almenning
í landinu.
Ætli landsbigðar vandinn sé ekki nægur nú þegar.
25% hækkun Þúngaskatts á bíl sem eiðir 18,L.
á hundraðið miðað við kílómetragjald finst mér
ekki samræmast kosninga loforðum núverandi valdhafa.
Ekki má gleima því heldur að allir stórir bíl og
vagnar verða áfram með þúngaskattsmælir þannig að
ekki mínkar eftirlitsiðnaðurinn.
munið því HAFIÐ SAMBAND VIÐ ÞÍNGMANNIN STRAX.
og níbúinn.
Baráttukveðjur LÁTUM EKKI VALTRA IFIR OKKUR
ORÐA LAUST. Þórir.
15.04.2004 at 09:33 #495709Það er eitt sem ekki hefur verið rætt ennþá ,
Þeir sem eru ekki sáttir við þessa skatta hækkun
ættu að senda póst til allra ´þingmanna landsins,
Það sem betra væri Hringja í þá líka Mennirnir
Hljóta að vera verulega úr sambandi við almenning
í landinu.
Ætli landsbigðar vandinn sé ekki nægur nú þegar.
25% hækkun Þúngaskatts á bíl sem eiðir 18,L.
á hundraðið miðað við kílómetragjald finst mér
ekki samræmast kosninga loforðum núverandi valdhafa.
Ekki má gleima því heldur að allir stórir bíl og
vagnar verða áfram með þúngaskattsmælir þannig að
ekki mínkar eftirlitsiðnaðurinn.
munið því HAFIÐ SAMBAND VIÐ ÞÍNGMANNIN STRAX.
og níbúinn.
Baráttukveðjur LÁTUM EKKI VALTRA IFIR OKKUR
ORÐA LAUST. Þórir.
15.04.2004 at 10:52 #503040
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einfaldlega mikil skattahækkun á okkur sem eru á stærri bílunum og keyrum mikið.
Það þýðir ekki bara að rífast og skammast hér nú verða verk að fylgja orðum…
15.04.2004 at 10:52 #495713
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta er einfaldlega mikil skattahækkun á okkur sem eru á stærri bílunum og keyrum mikið.
Það þýðir ekki bara að rífast og skammast hér nú verða verk að fylgja orðum…
15.04.2004 at 12:38 #495717
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyrði eftir konu sem ég hitti um helgina og er að vinna við þessi mál að líterinn færi í 98kr í fyrstu umferð.
Kveðja Matti r1625
15.04.2004 at 12:38 #503044
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Heyrði eftir konu sem ég hitti um helgina og er að vinna við þessi mál að líterinn færi í 98kr í fyrstu umferð.
Kveðja Matti r1625
15.04.2004 at 13:24 #495721Miðað við mína útreikninga þá má líterinn fara í 78kr/L. til að kostnaðurinn verið á núlli. Ég fór með um það bil 3.300 lítra 2003.
Þetta veldur kostnaðarauka hjá mér um ca. 66.000 þús. á ársgrunndvelli ef líterinn á að kosta 98kr./L.
Er eitthvað skrítið að maður sé á móti þessum gjörningi.
kv. vals.
R-3117
15.04.2004 at 13:24 #503049Miðað við mína útreikninga þá má líterinn fara í 78kr/L. til að kostnaðurinn verið á núlli. Ég fór með um það bil 3.300 lítra 2003.
Þetta veldur kostnaðarauka hjá mér um ca. 66.000 þús. á ársgrunndvelli ef líterinn á að kosta 98kr./L.
Er eitthvað skrítið að maður sé á móti þessum gjörningi.
kv. vals.
R-3117
15.04.2004 at 14:05 #495725Sælir
Það eru ansi margar hliðar á þessu máli. Ég er ekki alveg sannfærður um að þetta sé endilega verra kerfi sem verið er að ræða um. Ég er í það minnsta nokkuð viss um að það er mun meiri sanngirni í því en núverandi kerfi eins og bent hefur verið á.
Ég rek dísel jeppa sem er að eyða 16 l/100km og ég ek hann um 17000 km á ári. Þungaskattur er 160þ á föstu gjaldi. Eftir breytingu er rekstrarkostnaður þessa bíls nánast sá sami og fyrir – m.v. 40 kr meðalverð á olíu í dag og 98 eftir breytingu. Þannig að miðað við núverandi stöðu skiptir þetta mig persónulega engu máli – ég veit að ég get borgað örlítið lægri skatt með því að setja mæli í bílinn, en það er dýrt að setja mælinn í og svarar sennilega ekki kostnaði – auk þess nenni ég ekki að standa í aflestrarkaftæðinu.
Ég rek líka lítin bensínbíl með jeppanum og með þessu nýja kerfi sé ég fram á að geta sparað nokkra upphæð með því að skipta honum yfir í díselbíl. Þannig að heildar kostnaður vegna bíla getur hugsanlega lækkað hjá mér – tek ekki tillit til afskrifta á bílunum.
Hins vegar sé ég að þessi hækkun á eftir að koma verulega illa niður á þeim aðilum sem eru í ferðaþjónustu, hvort sem er á jeppum eða rútum. Þannig held ég að þetta eigi eftir að hækka verðlag verulega þar, hugsanlega það mikið að notendum þjónustunar eigi eftir að fækka – og tekjur ríkissjóðs þannig að minnka sökum þess. Ferðamannaþjónusta er jú að verða einn af stærri tekjustofnum þjóðarinnar og þar er þjónusta sem nýtir díselknúin ökutæki allnokkur hluti.
Varðandi landflutninga á vöru þá mun sú þjónusta líka hækka að óbreyttu. En er svo öruggt að hún verði óbreytt ? Með bættum vegum þá fór að verða fljótlegra og ódýrara að flytja vörur landleiðina og því hafa strandsiglingar í kringum landið nánast lagst af. Ef að þetta eru réttar tölur sem að menn eru að nefna hér, þ.e. að flutningar geti hækkað um allt að 25% þá sé ég alveg möguleikan á því að vöruflutningar á skipum verði aftur hagkvæmari en landflutningarnir og þannig verði raunhækkun á flutningskostnað ekki svo mikil. Fækkun flutningabíla á þjóðvegum hefði svo fjölmörg önnur jákvæð áhrif, s.s. minna vegslit, minni slysahættu o.s.frv.
Og svona í lokin – menn hafa talað um að það sé svo þægilegt að borga bara eina summu og fara svo bara út að keyra – Það er alveg jafn gott að leggja bara þessa summu inn á bók í upphafi árs og nota svo til að niðurgreiða olíureikningana mánaðarlega – ég hugsa að þannig yrðu menn ekki fyrir neinum verulegum breytingum á útgjöldum.
Auk þess hefur það nokkra hagræðingu í för með sér að vera ekki að borga þungaskatt af bílnum á meðan hann stendur hugsanlega bilaður á innkeyrslunni (fast gjald er háð tíma ekki akstri) – eins geta menn frekar sparað með því að leggja jeppanum í ákveðin tíma ef buddan er illa sett, sem er lítill sparnaður í dag…..Þannig að það eru margar hliðar á þessu og ég er alls ekki sannfærður um að þetta sé alslæmt….
Kveðja Benedikt
15.04.2004 at 14:05 #503053Sælir
Það eru ansi margar hliðar á þessu máli. Ég er ekki alveg sannfærður um að þetta sé endilega verra kerfi sem verið er að ræða um. Ég er í það minnsta nokkuð viss um að það er mun meiri sanngirni í því en núverandi kerfi eins og bent hefur verið á.
Ég rek dísel jeppa sem er að eyða 16 l/100km og ég ek hann um 17000 km á ári. Þungaskattur er 160þ á föstu gjaldi. Eftir breytingu er rekstrarkostnaður þessa bíls nánast sá sami og fyrir – m.v. 40 kr meðalverð á olíu í dag og 98 eftir breytingu. Þannig að miðað við núverandi stöðu skiptir þetta mig persónulega engu máli – ég veit að ég get borgað örlítið lægri skatt með því að setja mæli í bílinn, en það er dýrt að setja mælinn í og svarar sennilega ekki kostnaði – auk þess nenni ég ekki að standa í aflestrarkaftæðinu.
Ég rek líka lítin bensínbíl með jeppanum og með þessu nýja kerfi sé ég fram á að geta sparað nokkra upphæð með því að skipta honum yfir í díselbíl. Þannig að heildar kostnaður vegna bíla getur hugsanlega lækkað hjá mér – tek ekki tillit til afskrifta á bílunum.
Hins vegar sé ég að þessi hækkun á eftir að koma verulega illa niður á þeim aðilum sem eru í ferðaþjónustu, hvort sem er á jeppum eða rútum. Þannig held ég að þetta eigi eftir að hækka verðlag verulega þar, hugsanlega það mikið að notendum þjónustunar eigi eftir að fækka – og tekjur ríkissjóðs þannig að minnka sökum þess. Ferðamannaþjónusta er jú að verða einn af stærri tekjustofnum þjóðarinnar og þar er þjónusta sem nýtir díselknúin ökutæki allnokkur hluti.
Varðandi landflutninga á vöru þá mun sú þjónusta líka hækka að óbreyttu. En er svo öruggt að hún verði óbreytt ? Með bættum vegum þá fór að verða fljótlegra og ódýrara að flytja vörur landleiðina og því hafa strandsiglingar í kringum landið nánast lagst af. Ef að þetta eru réttar tölur sem að menn eru að nefna hér, þ.e. að flutningar geti hækkað um allt að 25% þá sé ég alveg möguleikan á því að vöruflutningar á skipum verði aftur hagkvæmari en landflutningarnir og þannig verði raunhækkun á flutningskostnað ekki svo mikil. Fækkun flutningabíla á þjóðvegum hefði svo fjölmörg önnur jákvæð áhrif, s.s. minna vegslit, minni slysahættu o.s.frv.
Og svona í lokin – menn hafa talað um að það sé svo þægilegt að borga bara eina summu og fara svo bara út að keyra – Það er alveg jafn gott að leggja bara þessa summu inn á bók í upphafi árs og nota svo til að niðurgreiða olíureikningana mánaðarlega – ég hugsa að þannig yrðu menn ekki fyrir neinum verulegum breytingum á útgjöldum.
Auk þess hefur það nokkra hagræðingu í för með sér að vera ekki að borga þungaskatt af bílnum á meðan hann stendur hugsanlega bilaður á innkeyrslunni (fast gjald er háð tíma ekki akstri) – eins geta menn frekar sparað með því að leggja jeppanum í ákveðin tíma ef buddan er illa sett, sem er lítill sparnaður í dag…..Þannig að það eru margar hliðar á þessu og ég er alls ekki sannfærður um að þetta sé alslæmt….
Kveðja Benedikt
15.04.2004 at 15:36 #495729
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
15.04.2004 at 15:36 #503057
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
15.04.2004 at 16:02 #495732Þarna sé ég lausn á málinu – maður lýsir bara yfir sjálfstæði sínu á sinni lóð og opnar svo sendiráð hinu megin við girðinguna
En annars hallast ég en frekar að því að þetta sé jákvætt eftir að hafa lesið þennan pistil – og ég sé að Hlynur Snæland getur fengið 70% af gjaldinu endurgreitt út á rúturnar hjá sér…..
Kveðja
Benni
15.04.2004 at 16:02 #503061Þarna sé ég lausn á málinu – maður lýsir bara yfir sjálfstæði sínu á sinni lóð og opnar svo sendiráð hinu megin við girðinguna
En annars hallast ég en frekar að því að þetta sé jákvætt eftir að hafa lesið þennan pistil – og ég sé að Hlynur Snæland getur fengið 70% af gjaldinu endurgreitt út á rúturnar hjá sér…..
Kveðja
Benni
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.